Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fumlaus stjórn Mirian Khukhunaishvili

Arn­dís Björk Ás­geirs­dótt­ir fór á síð­ustu tón­leika starfs­árs Kammer­sveit­ar Reykja­vík­ur, sem voru helg­að­ir breskri tónlist, og rýn­ir hér í þá. Hún minn­ist þess ekki að hafa heyrt svo fagran, heil­steypt­an og dýna­mísk­an strengja­hljóm frá ís­lenskri hljóm­sveit áð­ur, en er ekki alls kost­ar sátt við að tón­leika­gest­um var gert að halda sig til hlés í Hörpu vegna af­mæl­is­fagn­að­ar Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar. Harpa, þú get­ur gert bet­ur en þetta! skrif­ar hún.

Fumlaus stjórn Mirian Khukhunaishvili
Kammersveit Reykjavíkur Það eina sem skemmdi fyrir tónleikunum að mati gagnrýnanda var barnsgrátur í viðkvæmu hornsólói.
Tónleikar

Kammer­sveit Reykja­vík­ur

Niðurstaða:

Kammersveit Reykjavíkur – Frá Bretlandi Tónleikar í Norðurljósum í Hörpu sunnudaginn 14. maí 2023 Efnisskrá: Henry Purcell/Benjamin Britten: Chaconne í g moll Gerald Finzi: Konsert fyrir klarinett og strengi op. 31 Benjamin Britten: Serenaða fyrir tenór, horn og strengi op. 31 Klarinett: Rúnar Óskarsson Einsöngvari: Stuart Skelton Horn: Frank Hammarin Konsertmeistari: Una Sveinbjarnardóttir Stjórnandi: Mirian Khukhunaishvili

Gefðu umsögn

Síðustu tónleikar starfsárs Kammersveitar Reykjavíkur voru helgaðir breskri tónlist og voru þrjú verk á efnisskrá, sem sjaldheyrð eru á tónleikum hér á landi. 

Tónleikarnir hófust á fallegri Chaconnu í g moll eftir Purcell í útsetningu fyrir strengjasveit eftir Britten. Kammersveitin var fullmönnuð strengjasveit (6-5-4-3-2), sem þýðir að það eru sex í fyrstu fiðlu, 5 í annarri fiðlu, fjórir í víóludeildinni, þrjú selló og tveir kontrabassar. Það var ljóst frá fyrsta hljómi að hér hafði verið nostursamlega æft. Hver hending var fagurlega mótuð og hljómur sveitarinnar heilsteyptur og fallegur. Chaconna er í raun stef með tilbrigðum og ferðaðist hið dásamlega barokkstef Purcells fagurlega í höndum sveitarinnar í hinum ýmsu myndum, þar sem dýnamík og lítil smáatriði nutu sín til fullnustu. Ég man satt að segja ekki eftir því að hafa heyrt svo fagran, heilsteyptan og dýnamískan strengjahljóm frá íslenskri hljómsveit áður, en þess ber þó að geta að ég hef ekki verið á öllum tónleikum. Þetta var því dásamlegt upphaf og eftirvæntingin eftir því þegar Rúnar Óskarsson klarinettuleikari sté á svið í næsta verki, sem var klarinettukonsert eftir Gerald Finzi. 

Endaði á virtúósískum nótum með bravúr

Rúnar hefur verið fastráðinn hljóðfæraleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands um árabil, auk þess að gegna öðrum störfum eins og gengur og gerist, sem kennari og stjórnandi, en einhvern veginn hefur bassaklarinettið orðið hans aðalsmerki á síðustu áratugum, enda fáir sem komast með tærnar þar sem hann hefur þær í þeirri deild. Það var því einkar kærkomið að sjá hann í hlutverki einleikarans í þessum klarinettukonserti, sem sjaldan heyrist hér á landi. Ég veit ekki hvort þessi konsert er í sérstöku uppáhaldi hjá klarinettuleikurum, en ég held að allir klarinettuleikarar þekki hann án þess þó að hafa spilað hann. Konsertinn var frumfluttur í London árið 1949 og er kannski það verk sem haldið hefur nafni Finzi á lofti frekar en önnur verk hans, en hann lést árið 1956, aðeins fimmtugur.

Konsertinn gerir kröfur til einleikarans, annað væri fáránlegt, og Rúnar stóðst þær kröfur fyllilega. Konsertinn er í hefðbundnum þremur þáttum og fyrsti þáttur brunaði áfram þar sem klarinettan átti samtal við þétta strengjasveitina. Annar þátturinn er kannski hjarta konsertsins. Hann var leikinn afar fallega og stóð sveitin þétt við baki á einleikarans hvort sem var í léttum sunnan- andvara eða brimróti. Stef lokakaflans myndi sóma sér vel í hvaða BBC periodu-sjónvarpsseríu sem er, með grípandi laglínu og fallegum strengjahljómi með klarinettuna svífandi yfir. Rúnar fór létt með allar þær þvælingar sem Finzi leggur fyrir og endaði á virtúósískum nótum með bravúr. Heilt í gegn og góð skemmtun. Rúnar ætti í raun og veru að gera þetta oftar, að koma fram sem sólisti, hann er fantagóður klarinettuleikari.

Síðasta verkið á efnisskránni var Seranaða fyrir tenór, horn og strengi eftir Benjamin Britten. Verk sem sannarlega gerir kröfur til þeirra tveggja sem eru í aðalhlutverkum, að þessu sinni ástralska tenórsins Stuarts Skeltons og bandaríska hornleikarans Franks Hammarin. Tenórinn Stuart Skelton hitti í mark á Íslandi þegar hann söng á Listahátíð í sameiginlegri uppfærslu Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Íslensku óperunnar á óperu Brittens, Peter Grimes. En við erum svo heppin að Skelton hefur síðan orðið tengdasonur Íslands og hefur glatt okkur nokkrum sinnum síðan með söng sínum.

Frank Hammarin hefur verið fastráðinn hornleikari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 2016 og hefur einnig verið áberandi á öðrum sviðum í íslensku tónlistarlífi. Serenaða Brittens er langt frá því að vera aðgengilegt verk en með þessum tveimur frábærum sólistum, Stuart og Frank var þetta upplifun. Serenaða Brittens er frá árinu 1943, samin í miðri heimsstyrjöld, við ljóð Cotton, Tennyson, Blake, Keats o.fl. Hún er ágeng, hrjúf, blíð og allt þar á milli og aðalleikararnir Stuart og Frank fóru ásamt Kammersveitinni með áheyrandann í ferðalag, erfitt ferðalag á stundum en stundum ljúft og fallegt.

Negldi þessi sóló

Stuart Skelton þarf varla að lofa meir en hann var þarna í hlutverki sem er ekki auðvelt og alls ekki söng hann allt fallegt – stundum söng hann bara ljótt og rödd hans var ljót í samræmi við texta. Samspil þeirra tveggja, Stuarts og Franks, var áþreifanlegt, eins og þetta væri samtal og strengjasveitin á bak við væri bara eitthvað sem væri eðlilegt. Ef einhver er með sama volume og horn hefur er það Stuart Skelton – og þegar þeir tveir voru saman í samtali var það sannarlega upplifun. Verkið hefst og endar á hornsólói – Prologue og Epilogue sem Britten skrifar fyrir náttúruhorn. Það gefur að sjálfsögðu tóninn fyrir því sem á eftir kemur að tónninn í náttúruhorninu er ekki sá sami og við þekkjum í ventlahornum – það hljómar pínu falskt - en það á að vera þannig. Frank Hammarin negldi þessi sóló algjörlega – hið fyrra af sviði og hið seinna af sviði. Þetta var því magnaður flutningur á merkilegu verki. Það verður að minnast á fumlausa stjórn Mirian Khukhunaishvili, sem var frábær og með allt sitt á hreinu. Það er ekki auðvelt að takast á við svona verkefni, einhvern veginn óvægin og ekki auðveld í hlustun, en hann leysti þetta af hendi fumlaust og frábærlega og væri gaman að sjá hann takast á við stærri hljómsveit.

Það eina sem skemmdi fyrir þessum tónleikum var barnsgrátur í viðkvæmu hornsólói í byrjun lokaverksins. Annað, í hléi var ekki hægt að ná sér í vatn, nema í krana inni á klósetti. Á meðan allir þeir sem voru boðnir í afmæli Ólafs Ragnars Grímssonar (var þetta ekki opinn viðburður?) fengu vatn í Hörpuhorni, já og köku líka, var tónleikagestum Kammersveitarinnar gert að halda sér til hlés með borðum eins og á þýskum flugvelli og þeir sem voguðu sér að ná í vatnið voru litnir illu auga af eftirlitsaðilum. Harpa, þú getur gert betur en þetta.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár