Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fumlaus stjórn Mirian Khukhunaishvili

Arn­dís Björk Ás­geirs­dótt­ir fór á síð­ustu tón­leika starfs­árs Kammer­sveit­ar Reykja­vík­ur, sem voru helg­að­ir breskri tónlist, og rýn­ir hér í þá. Hún minn­ist þess ekki að hafa heyrt svo fagran, heil­steypt­an og dýna­mísk­an strengja­hljóm frá ís­lenskri hljóm­sveit áð­ur, en er ekki alls kost­ar sátt við að tón­leika­gest­um var gert að halda sig til hlés í Hörpu vegna af­mæl­is­fagn­að­ar Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar. Harpa, þú get­ur gert bet­ur en þetta! skrif­ar hún.

Fumlaus stjórn Mirian Khukhunaishvili
Kammersveit Reykjavíkur Það eina sem skemmdi fyrir tónleikunum að mati gagnrýnanda var barnsgrátur í viðkvæmu hornsólói.
Tónleikar

Kammer­sveit Reykja­vík­ur

Niðurstaða:

Kammersveit Reykjavíkur – Frá Bretlandi Tónleikar í Norðurljósum í Hörpu sunnudaginn 14. maí 2023 Efnisskrá: Henry Purcell/Benjamin Britten: Chaconne í g moll Gerald Finzi: Konsert fyrir klarinett og strengi op. 31 Benjamin Britten: Serenaða fyrir tenór, horn og strengi op. 31 Klarinett: Rúnar Óskarsson Einsöngvari: Stuart Skelton Horn: Frank Hammarin Konsertmeistari: Una Sveinbjarnardóttir Stjórnandi: Mirian Khukhunaishvili

Gefðu umsögn

Síðustu tónleikar starfsárs Kammersveitar Reykjavíkur voru helgaðir breskri tónlist og voru þrjú verk á efnisskrá, sem sjaldheyrð eru á tónleikum hér á landi. 

Tónleikarnir hófust á fallegri Chaconnu í g moll eftir Purcell í útsetningu fyrir strengjasveit eftir Britten. Kammersveitin var fullmönnuð strengjasveit (6-5-4-3-2), sem þýðir að það eru sex í fyrstu fiðlu, 5 í annarri fiðlu, fjórir í víóludeildinni, þrjú selló og tveir kontrabassar. Það var ljóst frá fyrsta hljómi að hér hafði verið nostursamlega æft. Hver hending var fagurlega mótuð og hljómur sveitarinnar heilsteyptur og fallegur. Chaconna er í raun stef með tilbrigðum og ferðaðist hið dásamlega barokkstef Purcells fagurlega í höndum sveitarinnar í hinum ýmsu myndum, þar sem dýnamík og lítil smáatriði nutu sín til fullnustu. Ég man satt að segja ekki eftir því að hafa heyrt svo fagran, heilsteyptan og dýnamískan strengjahljóm frá íslenskri hljómsveit áður, en þess ber þó að geta að ég hef ekki verið á öllum tónleikum. Þetta var því dásamlegt upphaf og eftirvæntingin eftir því þegar Rúnar Óskarsson klarinettuleikari sté á svið í næsta verki, sem var klarinettukonsert eftir Gerald Finzi. 

Endaði á virtúósískum nótum með bravúr

Rúnar hefur verið fastráðinn hljóðfæraleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands um árabil, auk þess að gegna öðrum störfum eins og gengur og gerist, sem kennari og stjórnandi, en einhvern veginn hefur bassaklarinettið orðið hans aðalsmerki á síðustu áratugum, enda fáir sem komast með tærnar þar sem hann hefur þær í þeirri deild. Það var því einkar kærkomið að sjá hann í hlutverki einleikarans í þessum klarinettukonserti, sem sjaldan heyrist hér á landi. Ég veit ekki hvort þessi konsert er í sérstöku uppáhaldi hjá klarinettuleikurum, en ég held að allir klarinettuleikarar þekki hann án þess þó að hafa spilað hann. Konsertinn var frumfluttur í London árið 1949 og er kannski það verk sem haldið hefur nafni Finzi á lofti frekar en önnur verk hans, en hann lést árið 1956, aðeins fimmtugur.

Konsertinn gerir kröfur til einleikarans, annað væri fáránlegt, og Rúnar stóðst þær kröfur fyllilega. Konsertinn er í hefðbundnum þremur þáttum og fyrsti þáttur brunaði áfram þar sem klarinettan átti samtal við þétta strengjasveitina. Annar þátturinn er kannski hjarta konsertsins. Hann var leikinn afar fallega og stóð sveitin þétt við baki á einleikarans hvort sem var í léttum sunnan- andvara eða brimróti. Stef lokakaflans myndi sóma sér vel í hvaða BBC periodu-sjónvarpsseríu sem er, með grípandi laglínu og fallegum strengjahljómi með klarinettuna svífandi yfir. Rúnar fór létt með allar þær þvælingar sem Finzi leggur fyrir og endaði á virtúósískum nótum með bravúr. Heilt í gegn og góð skemmtun. Rúnar ætti í raun og veru að gera þetta oftar, að koma fram sem sólisti, hann er fantagóður klarinettuleikari.

Síðasta verkið á efnisskránni var Seranaða fyrir tenór, horn og strengi eftir Benjamin Britten. Verk sem sannarlega gerir kröfur til þeirra tveggja sem eru í aðalhlutverkum, að þessu sinni ástralska tenórsins Stuarts Skeltons og bandaríska hornleikarans Franks Hammarin. Tenórinn Stuart Skelton hitti í mark á Íslandi þegar hann söng á Listahátíð í sameiginlegri uppfærslu Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Íslensku óperunnar á óperu Brittens, Peter Grimes. En við erum svo heppin að Skelton hefur síðan orðið tengdasonur Íslands og hefur glatt okkur nokkrum sinnum síðan með söng sínum.

Frank Hammarin hefur verið fastráðinn hornleikari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 2016 og hefur einnig verið áberandi á öðrum sviðum í íslensku tónlistarlífi. Serenaða Brittens er langt frá því að vera aðgengilegt verk en með þessum tveimur frábærum sólistum, Stuart og Frank var þetta upplifun. Serenaða Brittens er frá árinu 1943, samin í miðri heimsstyrjöld, við ljóð Cotton, Tennyson, Blake, Keats o.fl. Hún er ágeng, hrjúf, blíð og allt þar á milli og aðalleikararnir Stuart og Frank fóru ásamt Kammersveitinni með áheyrandann í ferðalag, erfitt ferðalag á stundum en stundum ljúft og fallegt.

Negldi þessi sóló

Stuart Skelton þarf varla að lofa meir en hann var þarna í hlutverki sem er ekki auðvelt og alls ekki söng hann allt fallegt – stundum söng hann bara ljótt og rödd hans var ljót í samræmi við texta. Samspil þeirra tveggja, Stuarts og Franks, var áþreifanlegt, eins og þetta væri samtal og strengjasveitin á bak við væri bara eitthvað sem væri eðlilegt. Ef einhver er með sama volume og horn hefur er það Stuart Skelton – og þegar þeir tveir voru saman í samtali var það sannarlega upplifun. Verkið hefst og endar á hornsólói – Prologue og Epilogue sem Britten skrifar fyrir náttúruhorn. Það gefur að sjálfsögðu tóninn fyrir því sem á eftir kemur að tónninn í náttúruhorninu er ekki sá sami og við þekkjum í ventlahornum – það hljómar pínu falskt - en það á að vera þannig. Frank Hammarin negldi þessi sóló algjörlega – hið fyrra af sviði og hið seinna af sviði. Þetta var því magnaður flutningur á merkilegu verki. Það verður að minnast á fumlausa stjórn Mirian Khukhunaishvili, sem var frábær og með allt sitt á hreinu. Það er ekki auðvelt að takast á við svona verkefni, einhvern veginn óvægin og ekki auðveld í hlustun, en hann leysti þetta af hendi fumlaust og frábærlega og væri gaman að sjá hann takast á við stærri hljómsveit.

Það eina sem skemmdi fyrir þessum tónleikum var barnsgrátur í viðkvæmu hornsólói í byrjun lokaverksins. Annað, í hléi var ekki hægt að ná sér í vatn, nema í krana inni á klósetti. Á meðan allir þeir sem voru boðnir í afmæli Ólafs Ragnars Grímssonar (var þetta ekki opinn viðburður?) fengu vatn í Hörpuhorni, já og köku líka, var tónleikagestum Kammersveitarinnar gert að halda sér til hlés með borðum eins og á þýskum flugvelli og þeir sem voguðu sér að ná í vatnið voru litnir illu auga af eftirlitsaðilum. Harpa, þú getur gert betur en þetta.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu