Barnið var veikt og þetta leit ekki vel út. Móðirin hafði það á brjósti eins mikið og hún gat en það virtist samt ekki nærast almennilega. Kannski var mjólkin ekki næg. Móðirin fékk oft sjálf ekki alveg nóg að borða. Þó kom veiðifólkið yfirleitt með þokkalega bráð á nokkurra daga fresti og þau liðu ekki beinlínis hungur þarna í skútanum undir hlíðinni.
Þar hafði fólkið búið síðan Afi og Amma komu með hópinn upp þennan dal fyrir fjörutíu sumrum og ráku Dalafólkið úr hellinum. Þá var dalurinn grösugur. Nú voru Afi og Amma löngu dáin og það hafði fækkað í hópnum. Dalafólkið sem fyrir var um allt héraðið hafði ekki tekið nýja fólkinu vel og kannski ekki von. Stundum hafði verið barist og Dalafólkið hafði drepið allnokkra úr hópi Afa og Ömmu. Að vísu var langt síðan, síðan hafði friður ríkt en nú var eins og gróskan í dalnum færi …
Athugasemdir (1)