Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tuttugu lífeyrissjóðir urða yfir áform Bjarna

Tutt­ugu líf­eyr­is­sjóð­ir skora á fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um að draga áform sín um laga­setn­ingu til slita og upp­gjörs ÍL-sjóðs til baka. Segja sjóð­irn­ir áformin eins og þau hafa ver­ið kynnt illa ígrund­uð og til þess fall­in að kosta rík­is­sjóð um­tals­verð­ar fjár­hæð­ir, auk lang­dreg­inna mála­ferla hér­lend­is og er­lend­is.

Tuttugu lífeyrissjóðir urða yfir áform Bjarna
ÍL-sjóður Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Tuttugu lífeyrissjóðir segja að áform Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, um slit og uppgjör á ÍL-sjóði, séu til þess fallin að kasta rýrð á orðspor íslenska ríkisins og trúverðugleika á fjármálamarkaði, þau byggi á ófullnægjandi greiningu á lagalegum og fjárhagslegum þáttum og feli í sér tilraun til að sniðganga fjárhagslegar skuldbindingar ríkisins.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sjóðanna, sem hafa í dag sameiginlega lagt fram athugasemdir í samráðsgátt stjórnvalda við áformin, sem voru kynnt þar 31. mars. 

Í athugasemdum lífeyrissjóðanna segir einnig að áformin gætu raskað jafnvægi á fjármálamarkaði með ófyrirséðum afleiðingum fyrir eignaverð og hagsmuni fjárfesta.  Áform ráðherra séu því illa ígrunduð og geti kostað ríkið umtalsverðar fjárhæðir auk langdreginna málaferla bæði innanlands og erlendis.

Í athugasemdum sjóðanna segir að umfjöllun í áformaskjalinu um „einfalda“ ábyrgð ríkisins á skuldbindingum ÍL-sjóðs sé villandi og það sé umfjöllun í skjalinu um óvissu um efndir íslenska ríkisins á skuldabréfunum sömuleiðis. 

„Enginn vafi leikur á að kröfur lífeyrissjóðanna til framtíðarvaxta af skuldabréfunum teljast til eignar og njóta sem slíkar verndar stjórnarskrár og Mannréttindasáttmála Evrópu. Löggjöf sú sem áformuð er um slit á ÍL-sjóði með þeim afleiðingum að lífeyrissjóðirnir fengju uppgjör miðað við verðbættan höfuðstól og áfallna vexti en færu á mis við vaxtagreiðslur til lokagjalddaga skuldabréfanna fæli í sér eignarnám í skilningi 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar. Hún þyrfti því að uppfylla skilyrði stjórnarskrár um m.a. almenningsþörf,“ segir í samantekt yfir athugasemdir lífeyrissjóðanna. 

Þar segir sömuleiðis að „útilokað“ sé að sá vandi sem ríkið sendur frammi fyrir og lýst sé í áformaskjali sé þess eðlis að kröfur um almenningsþörf séu uppfylltar.  „Í dómaframkvæmd Hæstaréttar eða Mannréttindadómstóls Evrópu eru ekki dæmi um svo víðtæka heimild löggjafans til bótalausra eignaskerðinga af því tagi sem hér um ræðir og við sambærilegar aðstæður,“ segir í samantekt sjóðanna.

Einnig segja sjóðirnir að sú þversögn sem felist í því, að fyrirhuguð löggjöf um slit ÍL-sjóðs muni spara íslenska ríkinu hundruð milljarða í uppgjöri við kröfuhafa án þess að kröfuhafarnir verði sjálfir fyrir nokkru tjóni, sé sláandi.

Í niðurlagi athugasemdanna er skorað á ráðherra um að falla frá áformum sínum um lagasetningu.

Sjóðirnir sem standa að athugasemdunum og fólu lögfræðistofunni Logos að taka þær saman eru Almenni lífeyrissjóðurinn, Birta lífeyrissjóður, Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga, Eftirlaunasjóður F.Í.A., Festa lífeyrissjóður, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Gildi lífeyrissjóður, Íslenski lífeyrissjóðurinn, Lífeyrisauki, séreignasjóður, Lífeyrissjóður bankamanna, Lífeyrissjóður Rangæinga, Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka Íslands hf., Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóður Tannlæknafélags Íslands, Lífsverk lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, Stapi lífeyrissjóður og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda.

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Óskar Guðmundsson skrifaði
    Brú með einhvern derring. Það mætti kannski ryfja upp að Brú fékk 107.5 milljarða eftir Hrun en hefðu ekki átt að fá nema 15 ef að sjóðirnir hefðu skert réttilega m.v. tryggingafræðilega stöðu.
    0
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    "Einnig segja sjóðirnir að sú þversögn sem felist í því, að fyrirhuguð löggjöf um slit ÍL-sjóðs muni spara íslenska ríkinu hundruð milljarða í uppgjöri við kröfuhafa án þess að kröfuhafarnir verði sjálfir fyrir nokkru tjóni, sé sláandi."

    Telur Bjarni sig vera göldróttan og að hann geti með einfaldri aðgerð sparað ríkinu hundruð milljarða án þess að það komi niður á öðrum? Ja hérna, nú hlýtur að vera kominn tími á Bjarna.

    Það hefur verið Bjarna mikið keppikefli að lækka skuldir ríkisins og hafa innviðir verið í svelti ekki síst þess vegna. Að horfast í augu við að skuldir Íbúðalánasjóðs sem sjóðurinn getur ekki greitt eru skuldir ríkisins er því meira en Bjarni getur sætt sig við.

    Þetta er erfitt mál fyrir Bjarna vegna þess að hann ásamt öðrum ber ábyrgð á þeim lögum sem sköpuðu þetta ástand þrátt fyrir alvarlegar viðvaranir um að mál gætu þróast einmitt eins og nú blasir við.

    Það fylgir því mikil orðsporsáhætta fyrir ríkið að hlaupa frá ríkisábyrgð. Lánskjör ríkisins munu óhjákvæmilega versna og mikill kostnaður falla á ríkið vegna málaferla innanlands og erlendis.

    Svo er mjög sérstakt að Bjarni vilji að lífeyrissjóðir taki á sig skuldbindingar ríkisins en ekki sjávarútvegsfyrirtæki, orkufyrirtæki og auðmenn sem geta hæglega staðið undir þessum skuldbindingum í formi skatta.
    1
    • Siggi Rey skrifaði
      Hér Lggur lausnin!

      Rett hjá Àsmundi! Svo er mjög sérstakt að Bjarni vilji að lífeyrissjóðir taki á sig skuldbindingar ríkisins en ekki sjávarútvegsfyrirtæki, orkufyrirtæki og auðmenn sem geta hæglega staðið undir þessum skuldbindingum í formi skatta.
      0
    • Óskar Guðmundsson skrifaði
      Þetta er samskonar gjörningur og kaup félaga á egin hlutafé. Ávöxtun næstu ára og áratuga koma jú frá fólkinu í landinu eins og allt annað. Þetta er aðeins spurning um hvort að fleiri eða færri borgi núna eða í framtíðinni.
      -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Kýs svo ekki verði farið með dæturnar eins og föður þeirra
4
FréttirUm hvað er kosið?

Kýs svo ekki verði far­ið með dæt­urn­ar eins og föð­ur þeirra

Þrátt fyr­ir að hafa ver­ið ís­lensk­ur rík­is­borg­ari í 12 ár hef­ur Patience Afrah Antwi ein­ung­is einu sinni kos­ið hér á landi. Nú ætl­ar hún að ganga að kjör­kass­an­um fyr­ir dæt­ur sín­ar. Mæðg­urn­ar hafa mætt for­dóm­um og seg­ist Patience upp­lifa sig sem fjórða flokks vegna brúns húðlitar. Hún fann skýrt fyr­ir því þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar, og fað­ir stúlkn­anna, veikt­ist al­var­lega fyr­ir sjö ár­um síð­an. Hann lést í fyrra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár