Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Íslenskar skáldsagnapersónur með ljósmyndadellu

Ás­geir H. Ing­ólfs­son mæl­ir með menn­ing­ar­efni þar sem filmu­vél­ar eru ís­lensk­um skáld­um skyndi­lega óvenju hug­leikn­ar, í bíó sem og bók­um.

Íslenskar skáldsagnapersónur með ljósmyndadellu
Ljósmyndadella Volaða land gerist á 19. öld þegar ungur danskur prestur ferðast til Íslands með það að markmiði að reisa kirkju og ljósmynda íbúa eyjunnar á för sinni.

Volaða land

Danskur prestur með ljósmyndadellu tekur blautplötumyndir á Íslandi nítjándu aldar. Þessar myndir verða hluti af sögunni og ekki síður hluti af fagurfræði myndarinnar sjálfrar, það er stundum eins og mestöll myndin sé tekin með þessari tækni.

Kóperníka

„Þetta var ný uppfinning frá Kodak, amerísku firma, sem gerði fólki kleift að bera myndavél í handtösku.“ Stúlka nokkur í Kaupmannahöfn nítjándu aldar fær nýmóðins myndavél í afmælisgjöf, en bókin er um margt óður til tíma þar sem við erum á brún nútímans og myndavélar fyrir almenning og grammófónar enn þá nýlegar uppfinningar.

Á ferð með mömmu

Jón (Þröstur Leó) býr einn með móður sinni á afskekktum Vestfjörðum, en ferð suður á land reynist honum kærkomið tækifæri til að huga að ljósmyndadellunni og fanga heim fullan af fólki, allavega miðað við hið afskekkta býli sem hann var að yfirgefa.

Kákasusgerillinn

Á ferð með mömmu gerist árið 1980, og meira en áratug síðar fær Eiríkur, önnur aðalpersóna Kákasusgerilsins, „myndavél, merkt Ólympíuleikunum í Sovétríkjunum 1980.“ Eiríkur er týnd sál, en hann finnur sig þó helst með myndavélina, það er bara með hjálp hennar sem hann nær að skilja heiminn almennilega.

Auðlesin

Í Auðlesin eru filmuvélarnar orðnar tæki nostalgíunnar, samanber þessi orð: „Myndavélin bar nafnið Praktíka. Afi hans hafði keypt hana í Austur-Berlín árið 1972 og hún var flaggskip sovésku fjölskyldumyndavélanna. Ef mynd var tekin í brúðkaupi í Prag eða stúdentsveislu í Varsjá fyrir fall múrsins voru yfirgnæfandi líkur á því að myndin hefði verið tekin á Praktíkuna.“

Snjóflyksur á næturhimni

Flytjum okkur svo yfir í fræðin, en Sigrún Alba Sigurðardóttir veltir fyrir sér ljósmyndun á ljóðrænum og heimspekilegum nótum í Snjóflygsum á næturhimni. „Ljósmyndirnar verða þá eins og minnisvarðar um þessi tímabil. Þær veita okkur aðgang að tilfinningum og minningum sem hafa búið um sig djúpt í líkamanum.“

The Saddest Music in the World

Bregðum okkur svo í lokin frá ljósmyndunum og yfir í nauðsynlegt mótefni gegn ofurhressleikanum í Eurovision, um söngkeppni þar sem þjóðir heimsins keppa um að semja sorglegustu tónlist í heimi í kjölfar kreppunnar miklu. Vestur-íslenski leikstjórinn Guy Madden er samt ekki síður að yrkja sinn óð til expressjónismans og árdaga kvikmyndanna.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu