Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Íslenskar skáldsagnapersónur með ljósmyndadellu

Ás­geir H. Ing­ólfs­son mæl­ir með menn­ing­ar­efni þar sem filmu­vél­ar eru ís­lensk­um skáld­um skyndi­lega óvenju hug­leikn­ar, í bíó sem og bók­um.

Íslenskar skáldsagnapersónur með ljósmyndadellu
Ljósmyndadella Volaða land gerist á 19. öld þegar ungur danskur prestur ferðast til Íslands með það að markmiði að reisa kirkju og ljósmynda íbúa eyjunnar á för sinni.

Volaða land

Danskur prestur með ljósmyndadellu tekur blautplötumyndir á Íslandi nítjándu aldar. Þessar myndir verða hluti af sögunni og ekki síður hluti af fagurfræði myndarinnar sjálfrar, það er stundum eins og mestöll myndin sé tekin með þessari tækni.

Kóperníka

„Þetta var ný uppfinning frá Kodak, amerísku firma, sem gerði fólki kleift að bera myndavél í handtösku.“ Stúlka nokkur í Kaupmannahöfn nítjándu aldar fær nýmóðins myndavél í afmælisgjöf, en bókin er um margt óður til tíma þar sem við erum á brún nútímans og myndavélar fyrir almenning og grammófónar enn þá nýlegar uppfinningar.

Á ferð með mömmu

Jón (Þröstur Leó) býr einn með móður sinni á afskekktum Vestfjörðum, en ferð suður á land reynist honum kærkomið tækifæri til að huga að ljósmyndadellunni og fanga heim fullan af fólki, allavega miðað við hið afskekkta býli sem hann var að yfirgefa.

Kákasusgerillinn

Á ferð með mömmu gerist árið 1980, og meira en áratug síðar fær Eiríkur, önnur aðalpersóna Kákasusgerilsins, „myndavél, merkt Ólympíuleikunum í Sovétríkjunum 1980.“ Eiríkur er týnd sál, en hann finnur sig þó helst með myndavélina, það er bara með hjálp hennar sem hann nær að skilja heiminn almennilega.

Auðlesin

Í Auðlesin eru filmuvélarnar orðnar tæki nostalgíunnar, samanber þessi orð: „Myndavélin bar nafnið Praktíka. Afi hans hafði keypt hana í Austur-Berlín árið 1972 og hún var flaggskip sovésku fjölskyldumyndavélanna. Ef mynd var tekin í brúðkaupi í Prag eða stúdentsveislu í Varsjá fyrir fall múrsins voru yfirgnæfandi líkur á því að myndin hefði verið tekin á Praktíkuna.“

Snjóflyksur á næturhimni

Flytjum okkur svo yfir í fræðin, en Sigrún Alba Sigurðardóttir veltir fyrir sér ljósmyndun á ljóðrænum og heimspekilegum nótum í Snjóflygsum á næturhimni. „Ljósmyndirnar verða þá eins og minnisvarðar um þessi tímabil. Þær veita okkur aðgang að tilfinningum og minningum sem hafa búið um sig djúpt í líkamanum.“

The Saddest Music in the World

Bregðum okkur svo í lokin frá ljósmyndunum og yfir í nauðsynlegt mótefni gegn ofurhressleikanum í Eurovision, um söngkeppni þar sem þjóðir heimsins keppa um að semja sorglegustu tónlist í heimi í kjölfar kreppunnar miklu. Vestur-íslenski leikstjórinn Guy Madden er samt ekki síður að yrkja sinn óð til expressjónismans og árdaga kvikmyndanna.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár