Íslenskar skáldsagnapersónur með ljósmyndadellu

Ás­geir H. Ing­ólfs­son mæl­ir með menn­ing­ar­efni þar sem filmu­vél­ar eru ís­lensk­um skáld­um skyndi­lega óvenju hug­leikn­ar, í bíó sem og bók­um.

Íslenskar skáldsagnapersónur með ljósmyndadellu
Ljósmyndadella Volaða land gerist á 19. öld þegar ungur danskur prestur ferðast til Íslands með það að markmiði að reisa kirkju og ljósmynda íbúa eyjunnar á för sinni.

Volaða land

Danskur prestur með ljósmyndadellu tekur blautplötumyndir á Íslandi nítjándu aldar. Þessar myndir verða hluti af sögunni og ekki síður hluti af fagurfræði myndarinnar sjálfrar, það er stundum eins og mestöll myndin sé tekin með þessari tækni.

Kóperníka

„Þetta var ný uppfinning frá Kodak, amerísku firma, sem gerði fólki kleift að bera myndavél í handtösku.“ Stúlka nokkur í Kaupmannahöfn nítjándu aldar fær nýmóðins myndavél í afmælisgjöf, en bókin er um margt óður til tíma þar sem við erum á brún nútímans og myndavélar fyrir almenning og grammófónar enn þá nýlegar uppfinningar.

Á ferð með mömmu

Jón (Þröstur Leó) býr einn með móður sinni á afskekktum Vestfjörðum, en ferð suður á land reynist honum kærkomið tækifæri til að huga að ljósmyndadellunni og fanga heim fullan af fólki, allavega miðað við hið afskekkta býli sem hann var að yfirgefa.

Kákasusgerillinn

Á ferð með mömmu gerist árið 1980, og meira en áratug síðar fær Eiríkur, önnur aðalpersóna Kákasusgerilsins, „myndavél, merkt Ólympíuleikunum í Sovétríkjunum 1980.“ Eiríkur er týnd sál, en hann finnur sig þó helst með myndavélina, það er bara með hjálp hennar sem hann nær að skilja heiminn almennilega.

Auðlesin

Í Auðlesin eru filmuvélarnar orðnar tæki nostalgíunnar, samanber þessi orð: „Myndavélin bar nafnið Praktíka. Afi hans hafði keypt hana í Austur-Berlín árið 1972 og hún var flaggskip sovésku fjölskyldumyndavélanna. Ef mynd var tekin í brúðkaupi í Prag eða stúdentsveislu í Varsjá fyrir fall múrsins voru yfirgnæfandi líkur á því að myndin hefði verið tekin á Praktíkuna.“

Snjóflyksur á næturhimni

Flytjum okkur svo yfir í fræðin, en Sigrún Alba Sigurðardóttir veltir fyrir sér ljósmyndun á ljóðrænum og heimspekilegum nótum í Snjóflygsum á næturhimni. „Ljósmyndirnar verða þá eins og minnisvarðar um þessi tímabil. Þær veita okkur aðgang að tilfinningum og minningum sem hafa búið um sig djúpt í líkamanum.“

The Saddest Music in the World

Bregðum okkur svo í lokin frá ljósmyndunum og yfir í nauðsynlegt mótefni gegn ofurhressleikanum í Eurovision, um söngkeppni þar sem þjóðir heimsins keppa um að semja sorglegustu tónlist í heimi í kjölfar kreppunnar miklu. Vestur-íslenski leikstjórinn Guy Madden er samt ekki síður að yrkja sinn óð til expressjónismans og árdaga kvikmyndanna.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Vilja einfalda lífið
6
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár