Sé hugtakið sérstaða slegið inn í leitarvél koma upp fjölmörg dæmi um sérstöðu ýmissa hópa. „Vill að Suður-Ítalía fái sérstöðu“, er fyrirsögn fréttar um að forsætisráðherra Ítalíu vilji að suðurhluti landsins fái sérstaka styrki frá Evrópusambandinu. Alveg eins og hverfisráð Grímseyjar vill undanþágu frá banni á svartfuglsveiðum vegna sérstöðu Grímseyjar. Atvinnurekandi í veitingageiranum vill að tekið verði tillit til sérstöðu greinarinnar í kjarasamningum og forsvarsmenn Eflingar telja að hærri framfærslukostnaður á höfuðborgarsvæðinu réttlæti sérmeðferð í kjarasamningum.
Hugmyndin um að þjóð, samfélag, fyrirtæki, stofnun eða annað fyrirbæri sé sérstakt og eigi þess vegna að njóta ákveðinna forréttinda er ekki ný af nálinni, en slíka hugsun kalla fræðimenn sérstöðuhyggju. Hún byggir oftast á raunverulegum sérkennum viðkomandi hóps, sem gera einstaklingum innan hópsins kleift að samsama sig hópnum. Þörfin fyrir að tilheyra er mjög sterkt einkenni mannskepnunnar og þjóðernishyggjan, ein tegund sérstöðuhyggju, er hreyfing sem hefur tekist að virkja þessa þörf og veita …
Athugasemdir