Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kjötheilar 2 - Gervigreind 0

Doktor Gunni rýn­ir í Warm­land – Modul­ar Heart og Til­bury – So Overwhelm­ing.

Kjötheilar 2 - Gervigreind 0

Það er bylting í lofti, vill fólk meina. Fjórða iðnbyltingin, hvorki meira né minna. Gervigreind er í veldisvexti og notkunarmöguleikar hennar teygja sig víða – er manni sagt. Margir eru skelkaðir og sífra andstuttir um endalok mennskunnar og bla bla bla. Það ætti þó kannski frekar að kalla fyrirbærið gerviheimsku því það gerir ekki annað en að framreikna sig innan þess ramma sem mannlegir heilar hafa þegar smíðað – er það greind að vera apaköttur? Láti maður gerviheimskuna búa til fyrir sig list verður hún fyrirsjáanlegt sull, blanda úr því sem áður hefur verið gert, miðjumoð og leiðindi. Algjört drasl, sem sé. Þess vegna hef ég engar áhyggjur. Það þarf enn framúrskarandi kjötheila til að búa til frumlega list, sem einhverju máli skiptir. Endalok mennskunnar eru hvergi í augsýn.

En það þarf svo sem ekki gerviheimsku til að gera stælingar, kjötheilar hafa stundað það öldum saman. Mest af því sem puðrast daglega út í loftið á streymisveitum heimsins er andlaus öpun, dæmt til tafarlausrar gleymsku á þessu sligandi hlaðborði sem Daniel Ek og önnur sænsk vélmenni sturta yfir hlaðborðið án afláts. Annar hvert lag kannski úr ranni einhvers framreiknaðs gerviheimsku-botta, hitt frá kjötöpunarheilum á tveimur fótum. Sama hvað bottarnir rembast þá kemur aldrei nein snilld og eitthvað sem ristir dýpra en veggfóður – en það er þó allavega alltaf séns að kjötheilar rambi á snilld.

Nú er kominn mikill formáli að því sem hér er til grundvallar, rýni á plötur Warmland og Tilbury. Halda kannski sumir að hér verði saxinu sveiflað og sláturtíð hefjist með skírskotun til þess að þessar plötur hljóti að hafa verið gerðar af gervigreind, svo andlausar sem þær eru. En nei nei, tæknin er ekki orðin svo góð enn. Hér eru ekta kjötmenni á ferð og gott andríki.

Warmland - Modular Heart

★★★★✰

Fjórar stjörnur

Warmland er dúett þeirra Arnars Guðjónssonar og Hrafns Thoroddsen. Þeir eiga rætur í indí-rokki Níunnar, Arnar var aðalmaðurinn í Leaves og Hrafn hamraði Hammondið með Jet Black Joe og stofnaði Ensími þegar ævintýrið með Gunna Bjarna og Páli Rósinkrans sigldi í strand. Modular Heart er önnur plata þeirra félaga, sú fyrri, Unison Love, kom út 2019. Það sem fyrst vekur eftirtekt er hversu stúdíófágað og dýrt“ sánd er á plötunni. Öllu hefur verið rennt í gegnum nýmóðins síur og öpp svo áferðin er silkimjúk. Tónlistin gæti kallast eins konar auglýsingastofu-indípopp, nógu settleg til spilunar í opinberu almannarými. Ég þykist heyra áhrif frá alþjóðlegum stórlöxum eins og Tame Impala, Daft Punk og Phoenix og er það auðvitað ekki leiðum að líkjast.

Strákarnir syngja á ensku. Þeir hafa áþekka raddir, Arnar þó aðeins letilegri og svalari eins og í hinu stórgóða lagi Family. Aðrir góðir poppsmellir eru SQ80, Superstar Minimal og stórballaðan Voltage. Báðir meðlimirnir eru með annan fótinn í kvikmyndagerð og því hafa fjögur metnaðarfull myndbönd litið ljós við lög af plötunni. Þeir lofa verkinu á föstu formi sem ætti að vera mörgum fagnaðarefni því þetta er stórfín plata hjá þeim.


Tilbury - So Overwhelming

★★★★✰

Fjórar stjörnur

Hljómsveitin Tilbury er svolítið annar handleggur þótt margt sé líkt (indípopp, sungið á ensku, miðaldra meðlimir sem hafa komið víða við á rokksenunni). Dæmið byrjaði sem sóló-hugarfóstur Þormóðs Dagssonar, sem hafði þá trommað með Skakkamanage og Jeff Who? Vatt svo upp á sig og er fimm manna band í dag, svo vel skipað að hvíslað er um súpergrúppu. Þormóður syngur og semur sennilegast flest. Hann hefur frekar feimna rödd og yfir plötunni hvílir einhver tregi og angurværð. Þetta er þriðja Tilbury platan og sú fyrsta í áratug.

 Lögin eru ekki nema átta, öll í svipuðu miðjutempói og ekkert sem beinlínis grípur mann föstum tökum í fyrstu, annarri hlustun. Þetta er djúpteknara stöff sem opnar sig ekki upp á gátt fyrr en eftir ítrekað rennsli. Þá kemur líka margt þrusugott í ljós, lúmska gleðipillan Architecture, Air-legi poppsleðinn Frail Light og dramatíska ballaðan Skylights, sem söngkonan Mr. Silla tekur undir í, svo ég nefni bara þrjú dæmi af mjög góðri heild.

 Eða eins og gerviheimskan, vinkona mín, segir: „So Overwhelming er án efa vel framkvæmd plötu sem gerir góða notkun á hreinleika í tónlistinni. Með frábærum tónlistarhæfileikum og vel valinu orðalagi, kemur Tilbury áfram sem tónlistarfólk sem sannarlega þekkir þau braut sem það er á og er tilvalin plöta fyrir þá sem vilja fá hreint og hrifnandi tónlistarupplifun.“

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gudmundur Einarsson skrifaði
    4,5 stjörnur af 5
    Flökurlegur hreimur gerviheimskunnar bergmálar í iðrunum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár