Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hækka framlag til aðgerða gegn ópíóðafaraldrinum upp í 225 milljónir: „Eitt dauðsfall einu of mikið“

Heil­brigð­is­ráð­herra lagði í lok apríl fram minn­is­blað um að verja 170 millj­ón­um króna á árs­grund­velli í að­gerð­ir til að sporna við skaða af völd­um ópíóða. Á rík­is­stjórn­ar­fundi í dag var þessi upp­hæð hækk­uð um 55 millj­ón­ir og sam­þykkt að verja 225 millj­ón­um í mála­flokk­inn.

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun minnisblað Willum Þórs Willumsonar heilbrigðisráðherra um að verja 225 milljónum á ársgrundvelli í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóða. Í lok apríl kynnti Willum minnisblað í ríkisstjórn um að verja 170 milljónum árlega til verkefnisins og er þetta því hækkun upp á 55 milljónir. 

Allar þær aðgerðir sem kynntar voru í lok apríl standa en við bætast aðgerðir sem verða kynntar á næstu dögum. 

„Við samþykktum tillögur að mjög víðtækum aðgerðum,“ sagði Willum Þór í samtali við blaðamann Heimildarinnar að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Þar staðfesti hann að upphæðin nú væri 225 milljónir króna. 

Tillagan um milljónirnar 170 var rædd í ráðherranefnd um samhæfingu mála, ásamt fleiri aðgerðum á þessu sviði, breytingar urðu á tillögunum milli funda og upphæðin hækkaði. 

Ekki samstaða um skilgreiningu neysluskammta

Willum benti á að mikið hefði verið talað um afglæpavæðingu og að taka þurfi hana áfram inn í stefnumótunarhóp um skaðaminnkunarúrræði. 

Spurður hvort ekki liggi á afglæpavæðingu neysluskammta í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi segir Willum að enn hafi ekki náðst niðurstaða um skilgreiningu á neysluskammti, hvorki á þingi né í starfshópum, og við blasi að heilbrigðisráðuneytið þurfi að fara í þéttara samstarf með dómsmálaráðuneytinu til að ná lausn í þessum málum.

Um alvarleika þess sem nú blasir við í málaflokknum segir Willum: „Þegar við ræðum þetta í þessu samhengi þá er eitt dauðsfall einu of mikið og tilefni til aðgerða.“

Flýtimótttaka, lyfjameðferð og aðgengi að neyðarlyfi

Meðal þeirra aðgerða sem áður voru kynntar var þróun á flýtimótttöku/viðbragðsþjónustu sem samstarfsverkefni SÁÁ, Landspítala og heilsugæslu þar sem einstaklingum í bráðum vanda verði tryggt aðgengi að gagnreyndri heilbrigðisþjónustu á borð við fráhvarfsmeðferð, vímuefnameðferð eða viðhaldsmeðferð sem mætir þeirra þörfum. 

Notendur fá tryggt aðgengi að gagnreyndri lyfjameðferð við ópíóðafíkn þar sem meðal annars eru notuð lyf eins og buprenorphin, metadon og í sumum tilfellum önnur ópíóíðalyf. 

Úrræði á vegum frjálsra félagasamtaka verða efld, svo sem Foreldrahús, sem sýnt hafa fram á árangur á sviði viðbragðsforvarna og snemmtækra inngripa fyrir ungmenni sem sýna forstigseinkenni vímuefnavanda og aðstandenda þeirra, með það að markmiði að koma í veg fyrir þróun frekari vanda eða fíknisjúkdóm. 

Tryggt verði að neyðarlyfið Naloxon í nefúðaformi sem notað gegn ópíóðaofskömmtun sé aðgengilegt fólki á landsvísu án endurgjalds, bæði í gegnum skaðaminnkunarúrræði og á heilsugæslum landsins. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Ópíóíðafaraldur

„Það eina sem getur læknað meinið er samúð, samkennd, kærleikur“
ViðtalÓpíóíðafaraldur

„Það eina sem get­ur lækn­að mein­ið er sam­úð, sam­kennd, kær­leik­ur“

„Þetta er neyð­ar­ástand,“ seg­ir Bubbi Mort­hens, sem hef­ur sung­ið í fimmtán jarð­ar­för­um tengd­um fíkni­efna­neyslu á und­an­förnu ári. Hann seg­ir allt of lít­ið gert vegna ópíóíðafar­ald­urs­ins sem hér geis­ar, og allt of seint. Þá gagn­rýn­ir hann refs­i­stefnu í mál­efn­um fólks með fíkni­vanda og kall­ar eft­ir meiri kær­leika.

Mest lesið

Bandaríski fasisminn hefur áhrif á Ísland
5
Út fyrir boxið#1

Banda­ríski fasism­inn hef­ur áhrif á Ís­land

Á sama tíma og ein­ræð­is­ríki rísa upp eiga Ís­lend­ing­ar varn­ir sín­ar und­ir Banda­ríkj­un­um, þar sem stór hluti þjóð­ar­inn­ar styð­ur stefnu sem lík­ist sí­fellt meir fas­isma. Silja Bára Óm­ars­dótt­ir al­þjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur ræð­ir um fall­valt­leika lýð­ræð­is­ins í Banda­ríkj­un­um og hvernig Ís­lend­ing­ar geta brugð­ist við hættu­legri heimi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár