Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Hækka framlag til aðgerða gegn ópíóðafaraldrinum upp í 225 milljónir: „Eitt dauðsfall einu of mikið“

Heil­brigð­is­ráð­herra lagði í lok apríl fram minn­is­blað um að verja 170 millj­ón­um króna á árs­grund­velli í að­gerð­ir til að sporna við skaða af völd­um ópíóða. Á rík­is­stjórn­ar­fundi í dag var þessi upp­hæð hækk­uð um 55 millj­ón­ir og sam­þykkt að verja 225 millj­ón­um í mála­flokk­inn.

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun minnisblað Willum Þórs Willumsonar heilbrigðisráðherra um að verja 225 milljónum á ársgrundvelli í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóða. Í lok apríl kynnti Willum minnisblað í ríkisstjórn um að verja 170 milljónum árlega til verkefnisins og er þetta því hækkun upp á 55 milljónir. 

Allar þær aðgerðir sem kynntar voru í lok apríl standa en við bætast aðgerðir sem verða kynntar á næstu dögum. 

„Við samþykktum tillögur að mjög víðtækum aðgerðum,“ sagði Willum Þór í samtali við blaðamann Heimildarinnar að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Þar staðfesti hann að upphæðin nú væri 225 milljónir króna. 

Tillagan um milljónirnar 170 var rædd í ráðherranefnd um samhæfingu mála, ásamt fleiri aðgerðum á þessu sviði, breytingar urðu á tillögunum milli funda og upphæðin hækkaði. 

Ekki samstaða um skilgreiningu neysluskammta

Willum benti á að mikið hefði verið talað um afglæpavæðingu og að taka þurfi hana áfram inn í stefnumótunarhóp um skaðaminnkunarúrræði. 

Spurður hvort ekki liggi á afglæpavæðingu neysluskammta í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi segir Willum að enn hafi ekki náðst niðurstaða um skilgreiningu á neysluskammti, hvorki á þingi né í starfshópum, og við blasi að heilbrigðisráðuneytið þurfi að fara í þéttara samstarf með dómsmálaráðuneytinu til að ná lausn í þessum málum.

Um alvarleika þess sem nú blasir við í málaflokknum segir Willum: „Þegar við ræðum þetta í þessu samhengi þá er eitt dauðsfall einu of mikið og tilefni til aðgerða.“

Flýtimótttaka, lyfjameðferð og aðgengi að neyðarlyfi

Meðal þeirra aðgerða sem áður voru kynntar var þróun á flýtimótttöku/viðbragðsþjónustu sem samstarfsverkefni SÁÁ, Landspítala og heilsugæslu þar sem einstaklingum í bráðum vanda verði tryggt aðgengi að gagnreyndri heilbrigðisþjónustu á borð við fráhvarfsmeðferð, vímuefnameðferð eða viðhaldsmeðferð sem mætir þeirra þörfum. 

Notendur fá tryggt aðgengi að gagnreyndri lyfjameðferð við ópíóðafíkn þar sem meðal annars eru notuð lyf eins og buprenorphin, metadon og í sumum tilfellum önnur ópíóíðalyf. 

Úrræði á vegum frjálsra félagasamtaka verða efld, svo sem Foreldrahús, sem sýnt hafa fram á árangur á sviði viðbragðsforvarna og snemmtækra inngripa fyrir ungmenni sem sýna forstigseinkenni vímuefnavanda og aðstandenda þeirra, með það að markmiði að koma í veg fyrir þróun frekari vanda eða fíknisjúkdóm. 

Tryggt verði að neyðarlyfið Naloxon í nefúðaformi sem notað gegn ópíóðaofskömmtun sé aðgengilegt fólki á landsvísu án endurgjalds, bæði í gegnum skaðaminnkunarúrræði og á heilsugæslum landsins. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Ópíóíðafaraldur

„Það eina sem getur læknað meinið er samúð, samkennd, kærleikur“
ViðtalÓpíóíðafaraldur

„Það eina sem get­ur lækn­að mein­ið er sam­úð, sam­kennd, kær­leik­ur“

„Þetta er neyð­ar­ástand,“ seg­ir Bubbi Mort­hens, sem hef­ur sung­ið í fimmtán jarð­ar­för­um tengd­um fíkni­efna­neyslu á und­an­förnu ári. Hann seg­ir allt of lít­ið gert vegna ópíóíðafar­ald­urs­ins sem hér geis­ar, og allt of seint. Þá gagn­rýn­ir hann refs­i­stefnu í mál­efn­um fólks með fíkni­vanda og kall­ar eft­ir meiri kær­leika.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár