Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Eldhúsið sem vígvöllur

Leik­hús­fræð­ing­ur­inn Jakob S. Jóns­son rýn­ir í leik­rit­ið Hvað ef sós­an klikk­ar í Tjarn­ar­bíó.

Eldhúsið sem vígvöllur
Leikhús

Hvað ef sós­an klikk­ar?

Höfundur Gunnella Hólmarsdóttir

Hljóðmynd Andrés Þór Þorvarðarson

Ljósahönnun Kjartan Darri Kristjánsson

Leikmynd Gunnella Hólmarsdóttir

Tjarnarbíó
Gefðu umsögn

Hugmyndin er bráðsmellin. Áhorfendur eru staddir í sjónvarpssal að fylgjast með beinni útsendingu á matreiðsluþætti, Hvað ef sósan klikkar? Það er Gunnella Hólmarsdóttir sjálf sem matreiðir og rétturinn ekki af verra taginu – hamborgarhryggur með öllu tilheyrandi – og fyrir útsendingu kemur hún áhorfendum í stuð og kennir þeim að klappa og hlæja svo hæfi útsendingunni, svarar barni sínu í símann og annast þannig fjaruppeldið og þegar útsending hefst er hún að sjálfsögðu í aðalhlutverkinu sem hin íslenska Julia Child, en það mun hafa verið sjónvarpsmatselja á 7. og 8. áratug síðastliðinnar aldar.

Það er skemmtilegt stílbragð að tímasetja sjálfa sig í 7. áratugnum; það er sá áratugur sem ýmislegt gerist í framfaraátt þegar kemur að réttindum kvenna og stöðu þeirra í samfélaginu. Á köflum fannst mér sem pastellitir leikmyndarinnar, leikmunir, búningur væri í einhvers konar samtali við þann 7. áratug sem ég sjálfur man, þegar ungt fólk í Evrópu lét í sér heyra og konur á Íslandi undirbjuggu stofnun Rauðsokkahreyfingarinnar sem varð svo 1970. Mér segir svo hugur að hugsanlega hefði mátt gera ívið meira úr þessum andstæðum og skerpa þannig á samfélagsádeilunni, því það er svo sannarlega grunnur til þess í verki Gunnhildar. Það hefði ekki heldur spillt fyrir húmornum.

Það vantar nefnilega ekki húmor í þessa sýningu og Gunnella sannar það svo ekki verður um efast að hún er ljómandi „komedíenne“. Hún hefur það sem kallast á leikhúsmáli skínandi góða tæmingu – þ.e., hún veit upp á hár hve langar þagnir eiga að vera og mega vera til að magna kímnina – og hún hefur einnig afar góða framsetningu texta og fylgir eftir hverri hugsun með réttum raddblæ.

Það er nefnilega ekki bara sósan sem klikkar í þessum matreiðsluþætti. Allt klikkar sem klikkað getur og það reynir á Gunnellu að bregðast í beinni útsendingu við öllum vanda sem upp kann að koma. Að því leytinu til er Hvað ef sósan klikkar? fjörlegur farsi, en þó með hvassari undirtón en farsa er siður.

Hér er nefnilega ekki aðeins gamanleikur á sviði – hér er líka niðurstaða rannsóknarverkefnis, sem Gunnella vann sem mastersverkefni í námi. Þar er sjónarhornið öllu njörvaðra, enda veltir hún fyrir sér spurningu sem mætti vel vera oftar á dagskrá. Hvað ef sósan klikkar? er öðrum þræði heimildarsviðsverk skrifað út frá rannsóknarspurningunni um áhrif matreiðslubóka á taugaáföll kvenna. Gunnella byggir þar á sinni eigin reynslu þar sem henni var kennt í uppeldinu að bæta samfélagsstöðu sína með því að verða það sem kallað er „góð húsmóðir“ og þar telst sósugerð auðvitað mikilvægur mælikvarði á hversu vel hefur til tekist.

En Gunnella gefur spurningunni aukna vídd með því að hafa með rödd ömmu sinnar, en þær langmæðgur ræddu saman um hvað er að vera „góð húsmóðir“, hvað veldur taugaáföllum góðra húsmæðra og getur verið einhver tenging milli taugaáfallanna og matreiðslubókanna.

Þá er líka bráðfyndið atriði þar sem Jane Fonda kemur við sögu – lífsstílsgúru og „fitnessfræðingur“ bandarískra kvenna til skamms tíma, sem með bókum og sjónvarpsþáttum gerði konum grein fyrir því að heilbrigð sál (= „góð húsmóðir“) yrði að búa í hraustum líkama.

Nú skal ekki hér farið fram á að einhlít svör verði veitt í einni leiksýningu. En það er brýnt að halda spurningunni á lofti, ræða hana, skoða sem flesta fleti málsins og bera saman við eigin lífshætti. Er samfélagið í eldhúsinu, þar sem konan er umkringd pottum, pönnum, skálum og sleifum, í raun henni óvinveitt? Er eldhúsið vígvöllur þar sem konan er dæmd til að lifa af í hlutverkinu „góð húsmóðir“ en ella fá taugaáfall?

Sú spurning finnst mér svo brýn að ástæða er til að hvetja menn til að sjá Hvað ef sósan klikkar? Einkum karlmenn.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár