Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Eldhúsið sem vígvöllur

Leik­hús­fræð­ing­ur­inn Jakob S. Jóns­son rýn­ir í leik­rit­ið Hvað ef sós­an klikk­ar í Tjarn­ar­bíó.

Eldhúsið sem vígvöllur
Leikhús

Hvað ef sós­an klikk­ar?

Höfundur Gunnella Hólmarsdóttir

Hljóðmynd Andrés Þór Þorvarðarson

Ljósahönnun Kjartan Darri Kristjánsson

Leikmynd Gunnella Hólmarsdóttir

Tjarnarbíó
Gefðu umsögn

Hugmyndin er bráðsmellin. Áhorfendur eru staddir í sjónvarpssal að fylgjast með beinni útsendingu á matreiðsluþætti, Hvað ef sósan klikkar? Það er Gunnella Hólmarsdóttir sjálf sem matreiðir og rétturinn ekki af verra taginu – hamborgarhryggur með öllu tilheyrandi – og fyrir útsendingu kemur hún áhorfendum í stuð og kennir þeim að klappa og hlæja svo hæfi útsendingunni, svarar barni sínu í símann og annast þannig fjaruppeldið og þegar útsending hefst er hún að sjálfsögðu í aðalhlutverkinu sem hin íslenska Julia Child, en það mun hafa verið sjónvarpsmatselja á 7. og 8. áratug síðastliðinnar aldar.

Það er skemmtilegt stílbragð að tímasetja sjálfa sig í 7. áratugnum; það er sá áratugur sem ýmislegt gerist í framfaraátt þegar kemur að réttindum kvenna og stöðu þeirra í samfélaginu. Á köflum fannst mér sem pastellitir leikmyndarinnar, leikmunir, búningur væri í einhvers konar samtali við þann 7. áratug sem ég sjálfur man, þegar ungt fólk í Evrópu lét í sér heyra og konur á Íslandi undirbjuggu stofnun Rauðsokkahreyfingarinnar sem varð svo 1970. Mér segir svo hugur að hugsanlega hefði mátt gera ívið meira úr þessum andstæðum og skerpa þannig á samfélagsádeilunni, því það er svo sannarlega grunnur til þess í verki Gunnhildar. Það hefði ekki heldur spillt fyrir húmornum.

Það vantar nefnilega ekki húmor í þessa sýningu og Gunnella sannar það svo ekki verður um efast að hún er ljómandi „komedíenne“. Hún hefur það sem kallast á leikhúsmáli skínandi góða tæmingu – þ.e., hún veit upp á hár hve langar þagnir eiga að vera og mega vera til að magna kímnina – og hún hefur einnig afar góða framsetningu texta og fylgir eftir hverri hugsun með réttum raddblæ.

Það er nefnilega ekki bara sósan sem klikkar í þessum matreiðsluþætti. Allt klikkar sem klikkað getur og það reynir á Gunnellu að bregðast í beinni útsendingu við öllum vanda sem upp kann að koma. Að því leytinu til er Hvað ef sósan klikkar? fjörlegur farsi, en þó með hvassari undirtón en farsa er siður.

Hér er nefnilega ekki aðeins gamanleikur á sviði – hér er líka niðurstaða rannsóknarverkefnis, sem Gunnella vann sem mastersverkefni í námi. Þar er sjónarhornið öllu njörvaðra, enda veltir hún fyrir sér spurningu sem mætti vel vera oftar á dagskrá. Hvað ef sósan klikkar? er öðrum þræði heimildarsviðsverk skrifað út frá rannsóknarspurningunni um áhrif matreiðslubóka á taugaáföll kvenna. Gunnella byggir þar á sinni eigin reynslu þar sem henni var kennt í uppeldinu að bæta samfélagsstöðu sína með því að verða það sem kallað er „góð húsmóðir“ og þar telst sósugerð auðvitað mikilvægur mælikvarði á hversu vel hefur til tekist.

En Gunnella gefur spurningunni aukna vídd með því að hafa með rödd ömmu sinnar, en þær langmæðgur ræddu saman um hvað er að vera „góð húsmóðir“, hvað veldur taugaáföllum góðra húsmæðra og getur verið einhver tenging milli taugaáfallanna og matreiðslubókanna.

Þá er líka bráðfyndið atriði þar sem Jane Fonda kemur við sögu – lífsstílsgúru og „fitnessfræðingur“ bandarískra kvenna til skamms tíma, sem með bókum og sjónvarpsþáttum gerði konum grein fyrir því að heilbrigð sál (= „góð húsmóðir“) yrði að búa í hraustum líkama.

Nú skal ekki hér farið fram á að einhlít svör verði veitt í einni leiksýningu. En það er brýnt að halda spurningunni á lofti, ræða hana, skoða sem flesta fleti málsins og bera saman við eigin lífshætti. Er samfélagið í eldhúsinu, þar sem konan er umkringd pottum, pönnum, skálum og sleifum, í raun henni óvinveitt? Er eldhúsið vígvöllur þar sem konan er dæmd til að lifa af í hlutverkinu „góð húsmóðir“ en ella fá taugaáfall?

Sú spurning finnst mér svo brýn að ástæða er til að hvetja menn til að sjá Hvað ef sósan klikkar? Einkum karlmenn.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Alma og Willum ræða stöðu bráðamóttökunnar
6
Pressa#30

Alma og Will­um ræða stöðu bráða­mót­tök­unn­ar

Alma D. Möller land­lækn­ir og Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra voru gest­ir Pressu í dag og ræddu með­al ann­ars al­var­lega stöðu á bráða­mót­töku. Will­um og Alma leiða bæði lista í Suð­vest­ur­kjör­dæmi í kom­andi al­þing­is­kosn­ing­um, Alma fyr­ir Sam­fylk­ingu og WIll­um Fram­sókn. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son mæt­ir einnig í þátt­inn og sagði frá nýj­um þátt­um um bráða­mót­tök­una sem birt­ast hjá Heim­ild­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár