Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Mun fleiri fylgjandi því að ganga í Evrópusambandið en eru á móti því

Fimm kann­an­ir í röð hafa sýnt meiri­hluta fyr­ir því að Ís­land gangi í Evr­ópu­sam­band­ið. Stuðn­ing­ur við það eykst mæl­an­lega milli kann­ana Maskínu og and­stað­an við að­ild dregst sam­an.

Mun fleiri fylgjandi því að ganga í Evrópusambandið en eru á móti því

Alls eru 44,2 prósent landsmanna fylgjandi því að Íslandi gangi í Evrópusambandið samkvæmt könnun sem Maskína gerði fyrir Evrópuhreyfinguna í lok apríl. Hlutfall þeirra sem eru fylgjandi inngöngu hefur aldrei mælst hærra í könnunum sem Maskína eða fyrirrennari hennar MMR hafa gert.  

Þeir sem eru á móti inngöngu mælast nú 33,3 prósent og fækkar um þrjú prósentustig frá síðustu könnun, sem gerð var í febrúar. 

Hlutfall þeirra sem eru fylgjandi því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Ísland eigi að ganga í sambandið hefur vaxið hratt undanfarið, og mælist nú 59 prósent. Það hlutfall var 48 prósent í könnun sem gerð var í desember í fyrra.

Nýja könnunin var gerð dagana 24. til 28. apríl 2023 og voru svarendur 2.343 talsins.

Þetta er fimmta könnunin sem gerð hefur verið undanfarið rúmt ár sem sýnir fleiri fylgjandi því að ganga í Evrópusambandið en eru á móti því.

Í mars í fyrra birt­ust nið­ur­stöður úr Þjóð­ar­púlsi Gallup sem sýndu að 47 pró­sent lands­manna væru hlynnt aðild að Evr­ópu­sam­band­inu en 33 pró­sent mót­fallin henni. Það var í fyrsta sinn frá árinu 2009 sem meiri­hluti mæld­ist fyrir aðild í könn­unum hér­lend­is.

Hlut­­fall þeirra sem eru hlynntir inn­­­göngu Íslands í sam­­bandið hafði raunar ekki mælst meira en rúm­­lega 37 pró­­sent í mán­að­­ar­­legum könn­unum sem MMR fram­­kvæmdi frá 2011 og út árið 2021. Í síð­­­ustu könnun fyr­ir­tæk­is­ins, sem var gerð í des­em­ber það ár, mæld­ist stuðn­­ing­­ur­inn 30,4 pró­­sent en 44,1 pró­­sent voru á mót­i. MMR rann svo inn í Maskínu Kannanirnar sem gerðar hafa verið undanfarið ár eru því þær fyrstu sem fyrirtækið gerir sem sýna meirihluta fyrir aðild.

Í könnun Pró­sents í júní í fyrra var nið­ur­staðan svipuð og hjá Gallup í mars, 48,5 pró­sent sögð­ust hlynnt aðild en 34,9 pró­sent voru and­víg. Alls 16,7 pró­sent sögð­ust ekki hafa neina skoðun á mál­in­u. 

Í nóvember birtist önnur könnun Prósents þar sem kom fram að alls 42,8 pró­sent lands­manna sögðust vera hlynnt inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­bandið en 35,1 pró­sent eru and­víg því og 22,1 pró­sent voru óviss um afstöðu sína.

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • P
    Piotr skrifaði
    It's not that easy. European Union law would require Iceland to employ thousands of civil servants. Unreal.
    0
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Þetta eru goðar frettir og vonandi kemur su stund að Island verði aðili EU. og Evran taki við af Kronuni sem er löngu Onytur gjaldmidil. Altt mælir með aðild ISLANDS að EU. Logsins þa getur Folk keypt ser mat a þokkalegu verði. Nuverandi Matarverð er að ganda fra Fjölskildum með laga innkomu. Vaxtastefna Islands Jaðrar við Glæp. Ja sa dagar mun koma að einangrunar stefna manna sem vilja halda Neytendum i GAPASTOKK tekur enda.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár