Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Dregur úr klámnotkun stráka

Færri strák­ar í grunn- og fram­hals­skól­um horfa nú oft á klám en ver­ið hef­ur síð­ustu ár. Þá fjölg­ar þeim einnig sem aldrei horfa á klám á sama tíma og stelp­um sem aldrei horfa á klám fækk­ar.

Dregur úr klámnotkun stráka
Strákar horfa meira en stelpur Strákar horfa töluvert meira á klám heldur en stelpur og stálp, þó dregið hafi úr klámnotkun þeirra. Mynd: Shutterstock

Dregið hefur úr klámáhorfi stráka í 10. bekk grunnskóla og í framhaldsskóla á síðustu árum. Þannig fækkar þeim verulega sem horfa á klám þrisvar sinnum eða oftar í viku og að sama skapi fjölgar þeim strákum sem horfa aldrei á klám. Aftur á móti fækkar í hópi stelpna sem aldrei horfa á klám, bæði í 10. bekk og í framhaldsskóla. Sömuleiðis fjölgar töluvert í hópi framhaldsskólastelpna sem horfa á klám nokkrum sinnum á ári eða mánuði og þeim stelpum sem horfa oftar á klám fjölgar einnig lítillega.

Þetta er meðal þess sem má lesa út úr nýrri skýrslu embættis landlæknis þar sem mat er lagt á áhrif af stafrænu aðgengi barna og ungmenna að klámi á heilsu þeirra og líðan. Aðgengi að klámefni hefur aldrei verið auðveldara en nú er, með auknum og almennum netaðgangi. Að sama skapi er það mun grófara en var, að því er segir í skýrslunni. Þar kemur fram að að algeng þemu í klámi innihaldi ofbeldi og niðurlægingu, sifjaspell, kynjamismunun og kynþáttafordóma, stjórnun, kúgun, blekkingar og samþykkisleysi. Oft eru konur sýndar sem viljalítil viðföng karla.

Klámnotkun hefur skýr tengsl við áhættuþætti í hegðun

Rannsóknir sýna tengsl klámnotkunar við ýmsa áhættuþætti í hegðun barna og ungmenna og áhrif á heilsu þeirra og líðan. Meðal þess má nefna tengsl við að byrja fyrr að stunda kynlíf, áhættuhegðun í kynlífi, brengluð viðhorf í kynlífi, skekkta líkamsímynd, kvíða- og þunglyndiseinkenni, auk neikvæðra áhrifa á sjálfstraust og sjálfsvirðingu stelpna. Þá segir í skýrslunni að rannsókn frá Noregi sýni að flóknar og harkalegar tegundir kynlífs séu normaliseraðar meðal ungs fólks.

„Staðan á Íslandi er sú að margir nemendur í 8.-10. bekk horfa lítið eða ekkert á klám en það er ákveðin normalisering sem fær unglinga, og fullorðna, til að halda annað“

„Staðan á Íslandi er sú að margir nemendur í 8.-10. bekk horfa lítið eða ekkert á klám en það er ákveðin normalisering sem fær unglinga, og fullorðna, til að halda annað,“ segir í skýrslunni. Strákar horfa meira á klám en stelpur og klámáhorf er meira meðal þeirra sem eldri eru. Skýr tengsl eru milli mikils klámáhorfs íslenskra barna og ungmenna og fjölmargra áhættuþátta, til að mynda tengsla við foreldra, að hafa orðið fyrir ofbeldi og kvíða- og þunglyndiseinkenna.

Svör stálpa mitt á milli svara stráka og stelpna

Skýrsla landlæknisembættisins er unnin upp úr gögnum úr rannsókninni Ungt fólk sem lögð var fyrir í grunnskólum vorið 2022 og í framhaldsskólum haustið 2021. Úrvinnsla úr rannsókninni er laut að grunnskólum var þó einkum miðuð við nemendur í 10. bekk.

Þegar horft er til barna á grunnskólaaldri kemur í ljós að tæpur helmingur stráka í 8.-10. bekk svaraði því til að þeir horfðu aldrei á klám. Hlutfall stelpna var 78 prósent og hlutfall kynsegin barna sem aldrei horfa á klám var 59 prósent. Fimmtungur stráka horfði hins vegar á klám þrisvar eða oftar í viku, borið saman við 3 prósent stúlkna og 9 prósent stálpa.

Sökum þess að minni ályktanir er hægt að draga af gögnum yngri nemenda voru svör barna í 10. bekk lögð til grundvallar frekari úrvinnslu. Tilgreint er að sökum þess hversu fámennur hópur stálpa er sé ekki hægt að gera sérstaka tölfræðilega úttekt á svörum þeirra en svörin virðist vera mitt á milli stráka og stelpna.

Tvöfalt fleiri strákar horfa aldrei á klám

Mun færri strákar í 10. bekk horfa nú á klám þrisvar sinnum í viku eða oftar en var árið 2018. Þá var hlutfallið ríflega 40 prósent en árið 2022 var það tæp 30 prósent. Þá var hlutfall þeirra stráka sem horfðu aldrei á klám um 15 prósent árið 2018 en hafði tvöfaldast í fyrra, og var um 30 prósent. Hvað varðar stelpurnar var hlutfall þeirra sem aldrei horfðu á klám tæp 80 prósent árið 2016 en fór lækkandi til ársins 2021 þegar það var komið niður í 60 prósent. Hlutfall stelpna sem aldrei horfa á klám jókst hins vegar aftur milli ára og í fyrra svöruðu um 70 prósent stelpnanna því til að þær horfðu aldrei á klám.

Þá sýna niðurstöður að strákar sem oft horfa á klám meta andlega heilsu sína nokkru verri en annars. Munurinn hjá stelpum er töluvert meiri. Börn sem horfa á klám fá of lítinn nætursvefn, stúlkur sem horfa á klám eru kvíðnari en ella og því kvíðnari eftir því sem þær horfa meira á klám, þær hafa fleiri einkenni þunglyndis og eru síður ánægðar með líf sitt.

Klámáhorf eykst með aldri

Hvað varðar nemendur í framhaldsskólum kemur í ljós að aðeins tæpur fimmtungur stráka horfir aldrei á klám, borið sama við rúmlega helming stelpna og rúman fimmtung stálpa. Tæpur þriðjungur stráka horfir hins vegar á klám þrisvar sinnum eða oftar í viku, tæpur fjórðungur stálpa en aðeins 3 prósent stelpna.

Þegar þróun á klámáhorfi framhaldsskólanema er skoðuð milli áranna 2013 og 2021 kemur í ljós að strákum yngri en átján ára sem aldrei skoða klám hefur fjölgað lítillega og eru nú 20 prósent, og á sama tíma hefur þeim sem skoða klám þrisvar sinnum eða oftar í viku hverri fækkað úr rúmum 40 prósentum niður í tæp 30 prósent. Þróunin er svipuð hjá strákum 18 ára og eldri, þar hefur þeim sem aldrei skoða klám fjölgað lítillega, og eru nú um 18 prósent, og þeim sem horfa oft á klám hefur fækkað úr rúmum 50 prósentum niður í rúm 35 prósent.

Fleiri stelpur horfa nú á klám en 2013

Þegar klámáhorf stelpna er skoðað sést að þeim stúlkum undir 18 ára sem aldrei horfa á klám hefur fækkað all nokkuð frá árinu 2013 til ársins 2021, úr rúmum 75 prósentum og niður í tæp 60 prósent. Þeim sem skoða klám nokkrum sinnum á ári eða í mánuði fjölgar hins vegar skarpt, úr 20 prósentum og upp í tæp 40 prósent. Sama mynstur er hjá stelpum yfir 18 ára, þeim sem aldrei horfa á klám hefur fækkað úr tæpum 70 prósentum og niður í tæp 50 prósent, og þeim stúlkum sem horfa sjaldan á klám hefur fjölgað úr tæpum 30 prósentum upp í tæp 50 prósent.

Rétt eins og hjá nemendum 10. bekkjar hefur klámáhorf tengsl við neikvæða þætti í lífi framhaldsskólanema, þannig meta bæði strákar og stelpur sem horfa mikið á klám andlega heilsu sína verri en jafnaldrar sínir, þau sofa minna og eru kvíðnari.

Í skýrslunni eru lagðar fram tillögur í fimm liðum að aðgerðum til að stuðla að kynheilbrigði ungs fólks. Lagt er til að kennsla fyrir nemendur á öllum skólastigum verði markviss og innihaldi kynjafræði, kyn- og kynlífsfræðslu, heilsulæsi og miðlalæsi. Auka þurfi grunnfræðslu og endurmenntun kennara og annars fagfólks sem starfi með börnum í málaflokknum auk þess sem sérhæfingar sé þörf. Sérstaklega þurfi að horfa til barna með raskanir, hinsegin barna og jaðarsettra hópa þegar kemur að fræðslu og námsefni. Leiðbeina þarf foreldrum varðandi umræðu um klám og aldurstengja þarf aðgangsstýringu að klámefni á netinu.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
4
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
8
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
6
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár