Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Er hæstvirtur forsætisráðherra algerlega veruleikafirrt?”

Inga Sæ­land spurði Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra út í efna­hags­ástand­ið á Ís­landi á þingi í dag. Katrín sagði hag­stjórn snú­ast um að gera áætlan­ir og standa við þær.

„Er hæstvirtur forsætisráðherra algerlega veruleikafirrt?”
Inga Sæland Formaður Flokks fólksins hefur miklar áhyggjur af ástandinu og bar það saman við þá stöðu sem var uppi eftir bankahrunið. Mynd: Bára Huld Beck

Inga Sæland formaður Flokks fólksins gagnrýndi forsætisráðherra Katrínu Jakobsdóttur harðlega fyrir stöðu verðbólgu í landinu á þingi í dag. Inga tók tvisvar til máls. Í fyrra skiptið spurði hún forsætisráðherra: „Er eitthvað í kortunum hæstv. forsætisráðherra sem við megum eiga von á að sé og verði til þess að við séum ekki að fara að byggja upp annað eins mótmæla ástand eins og við þurftum að horfast í augu við á síðasta í síðasta efnahagshruni?“

Næstkomandi laugardag verður efnt til mótmæla á Austurvelli klukkan 14:00 og vísar Inga í formann VR Ragnar Þór Ingólfsson sem hvetur fólk til að rísa upp gegn núverandi efnahagsástandi. Inga sagði þessa ríkisstjórn ekki hafa gert neitt til að aðstoða fólkið í landinu. 

Í svari sínu til Ingu sagði Katrín að ekki væri hægt að bera saman núverandi stöðu og þá sem var uppi eftir efnahagshrun 2008. „Þá held ég að við verðum að halda okkur við staðreyndir máls. Skuldir heimilanna nú eru lágar í sögulegu samhengi og mun lægri en á árunum eftir hrun og í nýjasta fjármálastöðugleika, riti Seðlabankans, kemur fram það mat að borið saman við þá fyrri stöðu hvað varðar skuldir heimila, atvinnuástand og verðbólgu þá erum við í fullum færum til að ráða vel við þessa stöðu og það hefur gert og það hefði gert sérstaklega með því að einblína aðgerðum okkar að þeim sem hópum sem verst standa og eru viðkvæmastir fyrir verðbólgunni.“

Þá fauk í Ingu sem þakkaði forsætisráðherra fyrir „ekkert svar,“ og sagði: „Hún er greinilega enn með höfuðið á kafi í sandinum enn og enn þá í sandinum og augun full af sandi þegar verið að tala um stöðu heimilanna, hvað þau séu frábær akkúrat núna er þá hæstv. ráðherra gerir sér grein fyrir því að það verið að brenna upp sparifé landsmanna.“

Hagstjórn snýst um að standa við áætlanir

Inga kallaði forsætisráðherra síðan veruleikafirrta. „Landsmenn eru að brenna upp séreignarlífeyrissparnaðinum sínu hér og nú til þess að reyna að greiða inn á húsnæðislánin er hæstv. forsætisráðherra algerlega veruleikafirrt hvað lýtur að því hver raunveruleg staða er að teiknast upp á húsnæðismarkaði með skuldug heimili og það sem hæstv. ráðherrar ítrekað að tala um skattalækkanir og allt þetta frábæra sem er verið að gera fyrir fólkið hér.“ 

Forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir sagði hagstjórn snúast um áætlunargerð til lengri tíma.

Katrín minnti þá Ingu á að lögð hefði verið fram fjármálaáætlun sem boðaði aðhald í ríkisrekstri og aukna tekjuöflun. „Er ekki verið að boða hækkun veiðigjalda, hækkun fiskeldisker, að hækkun skatta á lögaðila að hjá því að fjármálaáætlunin snýst um það hvernig við ætluðum að haga okkar áætlanagerð til lengri tíma? Það er það sem hagstjórn snýst um. Hún snýst ekki um að bregðast við frá degi til dags eins og einhverjir hv. þingmenn kynni að halda heldur snýst um það að gera áætlanir og reyna að standa við þær áætlanir.“

Þegar Katrín var gengin úr pontu heyrðist Inga segja: „Þið eruð með allt niðri um ykkur.“ 

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    "Það er það sem hagstjórn snýst um. Hún snýst ekki um að bregðast við frá degi til dags eins og einhverjir hv. þingmenn kynni að halda heldur snýst um það að gera áætlanir og reyna að standa við þær áætlanir.“

    Dæmigert blaður manneskju sem er óskilvirk og fúskari.

    Blessuð konan er excelisti. "The computer "excel" says no."

    Þú bregst við dag frá degi og hagar seglum eftir vindi til að standa við áætlanirnar .... það er kallað stjórnun... annars hefðu víkingar og papar aldrei numið Ísland.

    Kata er að tala um óskhyggju sem byggist á að reyna að standa ( á óútskýrðann hátt ) við óraunhæfar áætlanir bara af því að það eru áætlanir ... sem því miður eru byggðar á óljósri óskhyggju líkt og vaxtahækkanir Seðló.

    Áhugavert að sjá að enginnn svona excelfúskari fer í smáatriðin eins hvernig á að bregðast skilvirkt við þegar áætlanir standast ekki og 9 vaxtahækkunin er ekki að skila neinum árangri.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
5
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
6
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár