Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vilja færa vald yfir umfangi Airbnb-íbúða til sveitarfélaga

Inn­viða­ráð­herra seg­ir að ver­ið sé að skoða það að færa þær heim­ild­ir til að tak­marka þá daga sem leigja má út íbúð í gegn­um Airbnb, og þá upp­hæð sem má taka inn í slíka leigu, til sveit­ar­fé­laga. Til­gang­ur­inn er að fjölga íbúð­um á mark­aði.

Vilja færa vald yfir umfangi Airbnb-íbúða til sveitarfélaga
Viðræður Sigurður Ingi Jóhannsson vill fjölga íbúðum á markaði. Ein leið að því markmiði er að færa ákvörðun yfir því hversu margar íbúðir megi leigja út í gegnum Airbnb yfir til sveitarfélaga. Þau gætu þá alfarið bannað slíka útleigu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Viðræður hafa átt sér stað milli innviðaráðuneytisins annars vegar og menningar- og viðskiptaráðuneytisins, sem fer með málefni ferðamála, hins vegar, um að gefa sveitarfélögum auknar heimildir til að takmarka útleigu á húsnæði í gegnum Airbnb. Þetta staðfestir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra í samtali við Heimildina. 

Hann segir að hugmyndin sé að setja takmarkanir á það hvað megi leigja margar íbúðir út og hve lengi til ferðamanna í gegnum Airbnb, og aðra sambærilega vettvanga, í hendur sveitarfélaganna sjálfra. „Staðan er mismunandi eftir sveitarfélögum. Það er víðar en bara á höfuðborgarsvæðinu þar sem Airbnb er áskorun fyrir sveitarfélög. En svo eru til sveitarfélög þar sem er til nóg af íbúðum og eru fyrst og fremst að leita eftir meiri ferðamannastraumi. Með þessu gætu menn gert þetta svolítið sjálfir, heima hjá sér, og fengið þessi völd og áhrif sem menn vilja oft fá og notað þau.“

Hámarkið nú 90 dagar …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Hefur Innviðaráðherra nokkuð dottið í hug að það sé mun brýnna að koma böndum á leigumarkaðinn?
    OG ÞAÐ STRAX!!!!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár