Viðræður hafa átt sér stað milli innviðaráðuneytisins annars vegar og menningar- og viðskiptaráðuneytisins, sem fer með málefni ferðamála, hins vegar, um að gefa sveitarfélögum auknar heimildir til að takmarka útleigu á húsnæði í gegnum Airbnb. Þetta staðfestir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra í samtali við Heimildina.
Hann segir að hugmyndin sé að setja takmarkanir á það hvað megi leigja margar íbúðir út og hve lengi til ferðamanna í gegnum Airbnb, og aðra sambærilega vettvanga, í hendur sveitarfélaganna sjálfra. „Staðan er mismunandi eftir sveitarfélögum. Það er víðar en bara á höfuðborgarsvæðinu þar sem Airbnb er áskorun fyrir sveitarfélög. En svo eru til sveitarfélög þar sem er til nóg af íbúðum og eru fyrst og fremst að leita eftir meiri ferðamannastraumi. Með þessu gætu menn gert þetta svolítið sjálfir, heima hjá sér, og fengið þessi völd og áhrif sem menn vilja oft fá og notað þau.“
OG ÞAÐ STRAX!!!!