Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir þá hópa, sem eru að nýta sér séreignarsparnað skattfrjáls til að greiða niður íbúðalán sín, séu ekki þeir hópar sem þurfi mest á húsnæðisstuðningi að halda á Íslandi í dag. Það hafi enda verið tillaga starfshóps um húsnæðisstuðning sem hann skipaði, og skilaði af sér skýrslu í desember í fyrra, að setja inn sólarlagsákvæði fyrir úrræðið. Það þýðir að úrræðið verður í gildi út árið 2024 en svo endanlega aflagt. Hann segir að það væri óeðlilegt að viðhalda kerfinu umfram þann tímapunkt. „Við höfum alveg haft hug á því að hætta fyrr en í kjaraviðræðum þá hefur það oft komið fram frá ákveðnum aðilum innan verkalýðshreyfingarinnar að það sé nauðsynlegt að hafa þetta inni til þess að koma með ávinning til þeirra hópa.“
Aðspurður hvaða aðilar það séu segir Sigurður Ingi að það hafi til að mynda verið BHM og að hann minni að VR …
Athugasemdir (1)