Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Borgaði 2 milljónir fyrir sögufrægt hús á Flateyri sem metið er á 20

Sögu­frægt timb­ur­hús á Flat­eyri var selt til einka­að­ila í fyrra fyr­ir 1/10 af fast­eigna­mati. Í hús­inu er rek­in bóka- og gjafa­vöru­versl­un. Minja­sjóð­ur Ön­und­ar­fjarð­ar réði ekki við að fjár­magna end­ur­bæt­ur á hús­inu og reyndi að gefa Ísa­fjarð­ar­bæ það. Þeg­ar það gekk ekki bauðst eig­anda versl­un­ar­inn­ar, 'Ág­ústu Guð­munds­dótt­ur, tæki­færi á að kaupa það fyr­ir yf­ir­töku skulda.

Borgaði 2 milljónir fyrir sögufrægt hús á Flateyri sem metið er á 20
Sögufrægt hús á Flateyri Húsið sem hýsir Gömlu bókabúðina á Flateyri er sögufrægt en þar hefur verið rekin verslun í meira en öld. Eyþór Jóvinsson er framkvæmdastjóri verslunarinnar og sonur eiganda hússins, Ágústu Guðmundsdóttur.

Verslunin Bræðurnir Eyjólfssynir á Flateyri keypti sögufrægt hús við Hafnarstræti í þorpinu á 2 milljónir króna í fyrra, jafnvel þó að fasteignamat hússins sé rúmar 20 milljónir. Kaupverðið var greitt með yfirtöku skulda. Húsið sem um ræðir hýsir Gömlu bókabúðina á Flateyri þar sem sonur nýja eigandans, Eyþór Jóvinsson, hefur rekið verslun síðastliðin ár.  Tæpum einum og hálfum mánuði eftir að kaupsamningnum var þinglýst á fyrri helmingi síðasta árs var húsið veðsett fyrir 7 milljóna króna láni hjá Íslandsbanka.

Seljandinn var sjálfseignarstofnunin Minjasjóður Önundarfjarðar. Húsið er frá 1898 og er úr timbri. Það er 263 fermetrar að stærð. 

Húsið hefur ratað í umfjöllun fjölmiðla síðastliðin ár sökum þess að um er að ræða elstu verslun landsins. Eyþór er auk þess langafabarn stofnanda verslunarinnar og er fjórði ættliðurinn úr fjölskyldunni sem rekur hana. Í Gömlu bókabúðinni eru bækur seldar eftir vigt auk alls kyns gjafavöru. Gamla bókabúðin rekur einnig vefverslun. …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Steinþór Primel Einarsson skrifaði
    Endilega vanda sig í framsetningu. Það að kaupa gamalt hús sem er í niðurníðslu er algjört lotterí en ómetanlegt fyrir samfélagið að einhver taki það í fóstur og sjái um að viðhalda því. Þekki það af eigin raun.
    0
  • VS
    Vilhelm Sigmundsson skrifaði
    Fyrirsögn, leiðrétt: Bjargaði sögufrægu húsi á Flateyri fyrir 2 milljónir. FIFY.
    0
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Lélegt hjá blaðamanni að setja þessa frétt upp eins og kaupendur hafi gerst sekir um spillingu. En hins vegar er fréttagildið óumdeilt. Vanda sig betur í fyrirsögnum Ingi Freyr!!
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
5
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu