Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Borgaði 2 milljónir fyrir sögufrægt hús á Flateyri sem metið er á 20

Sögu­frægt timb­ur­hús á Flat­eyri var selt til einka­að­ila í fyrra fyr­ir 1/10 af fast­eigna­mati. Í hús­inu er rek­in bóka- og gjafa­vöru­versl­un. Minja­sjóð­ur Ön­und­ar­fjarð­ar réði ekki við að fjár­magna end­ur­bæt­ur á hús­inu og reyndi að gefa Ísa­fjarð­ar­bæ það. Þeg­ar það gekk ekki bauðst eig­anda versl­un­ar­inn­ar, 'Ág­ústu Guð­munds­dótt­ur, tæki­færi á að kaupa það fyr­ir yf­ir­töku skulda.

Borgaði 2 milljónir fyrir sögufrægt hús á Flateyri sem metið er á 20
Sögufrægt hús á Flateyri Húsið sem hýsir Gömlu bókabúðina á Flateyri er sögufrægt en þar hefur verið rekin verslun í meira en öld. Eyþór Jóvinsson er framkvæmdastjóri verslunarinnar og sonur eiganda hússins, Ágústu Guðmundsdóttur.

Verslunin Bræðurnir Eyjólfssynir á Flateyri keypti sögufrægt hús við Hafnarstræti í þorpinu á 2 milljónir króna í fyrra, jafnvel þó að fasteignamat hússins sé rúmar 20 milljónir. Kaupverðið var greitt með yfirtöku skulda. Húsið sem um ræðir hýsir Gömlu bókabúðina á Flateyri þar sem sonur nýja eigandans, Eyþór Jóvinsson, hefur rekið verslun síðastliðin ár.  Tæpum einum og hálfum mánuði eftir að kaupsamningnum var þinglýst á fyrri helmingi síðasta árs var húsið veðsett fyrir 7 milljóna króna láni hjá Íslandsbanka.

Seljandinn var sjálfseignarstofnunin Minjasjóður Önundarfjarðar. Húsið er frá 1898 og er úr timbri. Það er 263 fermetrar að stærð. 

Húsið hefur ratað í umfjöllun fjölmiðla síðastliðin ár sökum þess að um er að ræða elstu verslun landsins. Eyþór er auk þess langafabarn stofnanda verslunarinnar og er fjórði ættliðurinn úr fjölskyldunni sem rekur hana. Í Gömlu bókabúðinni eru bækur seldar eftir vigt auk alls kyns gjafavöru. Gamla bókabúðin rekur einnig vefverslun. …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Steinþór Primel Einarsson skrifaði
    Endilega vanda sig í framsetningu. Það að kaupa gamalt hús sem er í niðurníðslu er algjört lotterí en ómetanlegt fyrir samfélagið að einhver taki það í fóstur og sjái um að viðhalda því. Þekki það af eigin raun.
    0
  • VS
    Vilhelm Sigmundsson skrifaði
    Fyrirsögn, leiðrétt: Bjargaði sögufrægu húsi á Flateyri fyrir 2 milljónir. FIFY.
    0
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Lélegt hjá blaðamanni að setja þessa frétt upp eins og kaupendur hafi gerst sekir um spillingu. En hins vegar er fréttagildið óumdeilt. Vanda sig betur í fyrirsögnum Ingi Freyr!!
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár