Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Þarf að brjóta upp tæknirisana?

Í hlað­varp­inu Land of the Gi­ants er fjall­að um risa­fyr­ir­tæk­in í tækni­geir­an­um sem móta sta­f­rænt líf okk­ar og því velt upp hvort völd sumra þeirra séu orð­in of mik­il. Er kom­inn tími á að brjóta upp veld­in?

Þarf að brjóta upp tæknirisana?
Land risanna Í þáttunum hefur verið fjallað ítarlega um Amazon, Google, Netflix, Apple og Facebook, auk annars.

Bandarísk stórfyrirtæki í tæknigeiranum snerta líf okkar flestra á hverjum einasta degi. Amazon, Google, Netflix, Apple og Meta/Facebook eru hreint óhemju fyrirferðarmikil í snjallvæddum heimi.

Í hlaðvarpsþáttunum Land of the Giants, sem hófu göngu sína árið 2019, hafa blaðamenn rýnt í sögu og stefnu áðurnefndra fyrirtækja og hvernig þau hafa skotið keppinautum á sínu sviði ref fyrir rass, svona að mestu leyti.

Undirliggjandi í nálgun þeirra sem rýna í fyrirtækin er það, sem margir ugglaust velta fyrir sér, hvort þau séu orðin of stór, of umlykjandi, of valdamikil. 

Í umfjölluninni um Amazon var kastljósinu til dæmis beint að því hvernig fyrirtækið notfærir sér markaðsráðandi stöðu sína með því að framleiða og selja eigin vörur í samkeppni við þá fjölmörgu framleiðendur og smásala sem háðir eru Amazon um vettvang til að selja vörur sínar. 

Er fjallað var um Google var meðal annars rýnt í hvort það væri mögulegt að vafra um netið án þess að það skilaði beint eða óbeint krónum í vasann hjá Google. Niðurstaðan: Það er hæpið.

Sjöunda og nýjasta serían af Land of the Giants fjallar svo um stefnumótaforrit á borð við Tinder, sem margir þekkja. Á yfirborðinu er nokkur samkeppni í þeim bransa vestanhafs, og alltaf eitthvað nýtt að bætast við.

Þegar markaðurinn er skoðaður nánar kemur hins vegar í ljós að flest mest notuðu ástar-öppin eru í eigu sömu aðila, Match.com-veldisins, sem hefur hjálpað fólki að finna ástina (eða eitthvað í þá áttina) allt frá árdögum internetsins og grætt morðfjár á meðan.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hlaðvarpið

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár