Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þarf að brjóta upp tæknirisana?

Í hlað­varp­inu Land of the Gi­ants er fjall­að um risa­fyr­ir­tæk­in í tækni­geir­an­um sem móta sta­f­rænt líf okk­ar og því velt upp hvort völd sumra þeirra séu orð­in of mik­il. Er kom­inn tími á að brjóta upp veld­in?

Þarf að brjóta upp tæknirisana?
Land risanna Í þáttunum hefur verið fjallað ítarlega um Amazon, Google, Netflix, Apple og Facebook, auk annars.

Bandarísk stórfyrirtæki í tæknigeiranum snerta líf okkar flestra á hverjum einasta degi. Amazon, Google, Netflix, Apple og Meta/Facebook eru hreint óhemju fyrirferðarmikil í snjallvæddum heimi.

Í hlaðvarpsþáttunum Land of the Giants, sem hófu göngu sína árið 2019, hafa blaðamenn rýnt í sögu og stefnu áðurnefndra fyrirtækja og hvernig þau hafa skotið keppinautum á sínu sviði ref fyrir rass, svona að mestu leyti.

Undirliggjandi í nálgun þeirra sem rýna í fyrirtækin er það, sem margir ugglaust velta fyrir sér, hvort þau séu orðin of stór, of umlykjandi, of valdamikil. 

Í umfjölluninni um Amazon var kastljósinu til dæmis beint að því hvernig fyrirtækið notfærir sér markaðsráðandi stöðu sína með því að framleiða og selja eigin vörur í samkeppni við þá fjölmörgu framleiðendur og smásala sem háðir eru Amazon um vettvang til að selja vörur sínar. 

Er fjallað var um Google var meðal annars rýnt í hvort það væri mögulegt að vafra um netið án þess að það skilaði beint eða óbeint krónum í vasann hjá Google. Niðurstaðan: Það er hæpið.

Sjöunda og nýjasta serían af Land of the Giants fjallar svo um stefnumótaforrit á borð við Tinder, sem margir þekkja. Á yfirborðinu er nokkur samkeppni í þeim bransa vestanhafs, og alltaf eitthvað nýtt að bætast við.

Þegar markaðurinn er skoðaður nánar kemur hins vegar í ljós að flest mest notuðu ástar-öppin eru í eigu sömu aðila, Match.com-veldisins, sem hefur hjálpað fólki að finna ástina (eða eitthvað í þá áttina) allt frá árdögum internetsins og grætt morðfjár á meðan.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hlaðvarpið

Mest lesið

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
3
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.
Kallar saman þingmenn og sérfræðinga vegna varnarmála
5
Viðtal

Kall­ar sam­an þing­menn og sér­fræð­inga vegna varn­ar­mála

Ís­land stend­ur frammi fyr­ir nýj­um áskor­un­um í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um í breyttu al­þjóð­legu um­hverfi. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráð­herra trú­ir að varn­ar­samn­ing­ur Ís­lands við Banda­rík­in haldi enn, en tel­ur nauð­syn­legt að bæta við stoð­um í vörn­um lands­ins og úti­lok­ar ekki var­an­legt varn­ar­lið. Hún vill að Ís­land efli eig­in grein­ing­ar­getu í stað þess að treysta al­far­ið á önn­ur ríki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Helmingi dýrari matarkarfa eina ráðið við sjúkdómnum
4
Skýring

Helm­ingi dýr­ari mat­arkarfa eina ráð­ið við sjúk­dómn­um

„Við höf­um oft íhug­að mjög al­var­lega að flytja bara út af þessu,“ seg­ir Anna Gunn­dís Guð­munds­dótt­ir um þær hindr­an­ir sem fólk með selí­ak mæt­ir hér á landi. Dótt­ir henn­ar, Mía, er með sjúk­dóm­inn sem er ein­ung­is hægt að með­höndla með glút­en­lausu fæði. Mat­arkarfa fjöl­skyld­unn­ar hækk­aði veru­lega í verði eft­ir að Mía greind­ist. Þá er það þraut­in þyngri fyr­ir fólk með selí­ak að kom­ast út að borða, panta mat og mæta í mann­fögn­uði.
Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
6
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár