Þarf að brjóta upp tæknirisana?

Í hlað­varp­inu Land of the Gi­ants er fjall­að um risa­fyr­ir­tæk­in í tækni­geir­an­um sem móta sta­f­rænt líf okk­ar og því velt upp hvort völd sumra þeirra séu orð­in of mik­il. Er kom­inn tími á að brjóta upp veld­in?

Þarf að brjóta upp tæknirisana?
Land risanna Í þáttunum hefur verið fjallað ítarlega um Amazon, Google, Netflix, Apple og Facebook, auk annars.

Bandarísk stórfyrirtæki í tæknigeiranum snerta líf okkar flestra á hverjum einasta degi. Amazon, Google, Netflix, Apple og Meta/Facebook eru hreint óhemju fyrirferðarmikil í snjallvæddum heimi.

Í hlaðvarpsþáttunum Land of the Giants, sem hófu göngu sína árið 2019, hafa blaðamenn rýnt í sögu og stefnu áðurnefndra fyrirtækja og hvernig þau hafa skotið keppinautum á sínu sviði ref fyrir rass, svona að mestu leyti.

Undirliggjandi í nálgun þeirra sem rýna í fyrirtækin er það, sem margir ugglaust velta fyrir sér, hvort þau séu orðin of stór, of umlykjandi, of valdamikil. 

Í umfjölluninni um Amazon var kastljósinu til dæmis beint að því hvernig fyrirtækið notfærir sér markaðsráðandi stöðu sína með því að framleiða og selja eigin vörur í samkeppni við þá fjölmörgu framleiðendur og smásala sem háðir eru Amazon um vettvang til að selja vörur sínar. 

Er fjallað var um Google var meðal annars rýnt í hvort það væri mögulegt að vafra um netið án þess að það skilaði beint eða óbeint krónum í vasann hjá Google. Niðurstaðan: Það er hæpið.

Sjöunda og nýjasta serían af Land of the Giants fjallar svo um stefnumótaforrit á borð við Tinder, sem margir þekkja. Á yfirborðinu er nokkur samkeppni í þeim bransa vestanhafs, og alltaf eitthvað nýtt að bætast við.

Þegar markaðurinn er skoðaður nánar kemur hins vegar í ljós að flest mest notuðu ástar-öppin eru í eigu sömu aðila, Match.com-veldisins, sem hefur hjálpað fólki að finna ástina (eða eitthvað í þá áttina) allt frá árdögum internetsins og grætt morðfjár á meðan.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hlaðvarpið

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár