Fyrri aukaspurning:
Úr hvaða frægu kvikmynd frá 1966 er skjáskotið hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Hvað þýðir að vera Pollýanna?
2. Hver er fjölmennasta borgin á Norðurlöndunum fyrir utan höfuðborgir Svíþjóðar, Noregs, Danmerkur og Finnlands?
3. Hvað er harðasta náttúrulega form kolefnis?
4. Árið 1876 varð Júlíana Jónsdóttir fyrst kvenna á Íslandi til að gera dálítið. Hvað var það?
5. Í hvaða landi eru wok-pönnur upprunnar?
6. Eyjaklasi einn er stundum og af sumum kallaður Malvínas-eyjar. En hvað kalla heimamenn hann?
7. Í hvaða borg gerðu Gyðingar innilokaðir í gettói uppreisn gegn Þjóðverjum 1943?
8. Óskar Þór Axelsson kvikmyndaleikstjóri hefur unnið sér það til frægðar að gera þrjár myndir eftir sögum helstu reyfarahöfunda okkar. Fyrst var Svartur á leik árið 2012. Eftir sögu hvaða höfundar var sú mynd gerð?
9. Árið 2017 kom svo Ég man þig. Hver skrifaði söguna sem sú mynd var gerð eftir?
10. Og í febrúar frumsýndi Óskar myndina Napóleonsskjölin eftir sögu ... hvers eða hverrar?
***
Seinni aukaspurning:
Flugvélar á borð við þá sem hér sést voru notaðar í áratugi í innanlandsflugi hér. Af hvaða tegund er þessi vél?
***
Aðalspurningasvör:
1. Vera afar jákvæð, sjá alltaf eitthvað gott í hvaða aðstæðum sem er.
2. Gautaborg.
3. Demantur.
4. Gefa út skáldverk.
5. Kína.
6. Falklandseyjar.
7. Varsjá.
8. Stefáns Mána.
9. Yrsa Sigurðardóttir.
10. Arnaldar Indriðasonar.
***
Svör við aukaspurningum:
Skjáskotið er úr lokasenu myndarinnar The Good, the Bad and the Ugly.
Flugvélin er af gerðinni Fokker.
Athugasemdir