Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1127. spurningaþraut: Loksins er spurt um Pollýönnu!

1127. spurningaþraut: Loksins er spurt um Pollýönnu!

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða frægu kvikmynd frá 1966 er skjáskotið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað þýðir að vera Pollýanna?

2.  Hver er fjölmennasta borgin á Norðurlöndunum fyrir utan höfuðborgir Svíþjóðar, Noregs, Danmerkur og Finnlands?

3.  Hvað er harðasta náttúrulega form kolefnis?

4.  Árið 1876 varð Júlíana Jónsdóttir fyrst kvenna á Íslandi til að gera dálítið. Hvað var það?

5.  Í hvaða landi eru wok-pönnur upprunnar?

6.  Eyjaklasi einn er stundum og af sumum kallaður Malvínas-eyjar. En hvað kalla heimamenn hann?

7.  Í hvaða borg gerðu Gyðingar innilokaðir í gettói uppreisn gegn Þjóðverjum 1943?

8.  Óskar Þór Axelsson kvikmyndaleikstjóri hefur unnið sér það til frægðar að gera þrjár myndir eftir sögum helstu reyfarahöfunda okkar. Fyrst var Svartur á leik árið 2012. Eftir sögu hvaða höfundar var sú mynd gerð?

9.  Árið 2017 kom svo Ég man þig. Hver skrifaði söguna sem sú mynd var gerð eftir?

10. Og í febrúar frumsýndi Óskar myndina Napóleonsskjölin eftir sögu ... hvers eða hverrar?

***

Seinni aukaspurning:

Flugvélar á borð við þá sem hér sést voru notaðar í áratugi í innanlandsflugi hér. Af hvaða tegund er þessi vél?

***

Aðalspurningasvör:

1.  Vera afar jákvæð, sjá alltaf eitthvað gott í hvaða aðstæðum sem er.

2.  Gautaborg.

3.  Demantur.

4.  Gefa út skáldverk.

5.  Kína.

6.  Falklandseyjar.

7.  Varsjá.

8.  Stefáns Mána.

9.  Yrsa Sigurðardóttir.

10.  Arnaldar Indriðasonar.

***

Svör við aukaspurningum:

Skjáskotið er úr lokasenu myndarinnar The Good, the Bad and the Ugly.

Flugvélin er af gerðinni Fokker.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár