Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1127. spurningaþraut: Loksins er spurt um Pollýönnu!

1127. spurningaþraut: Loksins er spurt um Pollýönnu!

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða frægu kvikmynd frá 1966 er skjáskotið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað þýðir að vera Pollýanna?

2.  Hver er fjölmennasta borgin á Norðurlöndunum fyrir utan höfuðborgir Svíþjóðar, Noregs, Danmerkur og Finnlands?

3.  Hvað er harðasta náttúrulega form kolefnis?

4.  Árið 1876 varð Júlíana Jónsdóttir fyrst kvenna á Íslandi til að gera dálítið. Hvað var það?

5.  Í hvaða landi eru wok-pönnur upprunnar?

6.  Eyjaklasi einn er stundum og af sumum kallaður Malvínas-eyjar. En hvað kalla heimamenn hann?

7.  Í hvaða borg gerðu Gyðingar innilokaðir í gettói uppreisn gegn Þjóðverjum 1943?

8.  Óskar Þór Axelsson kvikmyndaleikstjóri hefur unnið sér það til frægðar að gera þrjár myndir eftir sögum helstu reyfarahöfunda okkar. Fyrst var Svartur á leik árið 2012. Eftir sögu hvaða höfundar var sú mynd gerð?

9.  Árið 2017 kom svo Ég man þig. Hver skrifaði söguna sem sú mynd var gerð eftir?

10. Og í febrúar frumsýndi Óskar myndina Napóleonsskjölin eftir sögu ... hvers eða hverrar?

***

Seinni aukaspurning:

Flugvélar á borð við þá sem hér sést voru notaðar í áratugi í innanlandsflugi hér. Af hvaða tegund er þessi vél?

***

Aðalspurningasvör:

1.  Vera afar jákvæð, sjá alltaf eitthvað gott í hvaða aðstæðum sem er.

2.  Gautaborg.

3.  Demantur.

4.  Gefa út skáldverk.

5.  Kína.

6.  Falklandseyjar.

7.  Varsjá.

8.  Stefáns Mána.

9.  Yrsa Sigurðardóttir.

10.  Arnaldar Indriðasonar.

***

Svör við aukaspurningum:

Skjáskotið er úr lokasenu myndarinnar The Good, the Bad and the Ugly.

Flugvélin er af gerðinni Fokker.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár