Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Flýti- og umferðargjöldum sparkað fram yfir sumarfrí

Ekk­ert frum­varp um flýti- og um­ferð­ar­gjöld á höf­uð­borg­ar­svæð­inu mun koma frá for­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyr­ir þinglok í vor. Fleiri frum­vörp sem snerta breytta gjald­töku af um­ferð hafa ver­ið felld af þing­mála­skrá rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Flýti- og umferðargjöldum sparkað fram yfir sumarfrí
Samgöngumál Fjögur frumvörp sem snerta samgöngumál frá ráðherrunum tveimur hafa verið felld út af þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Verkefnastofa sem fjallar m.a. um gjöld af umferð hefur nýlega verið sett á laggirnar til að útfæra tillögur í samráði við ráðuneytin tvö. Mynd: Davíð Þór

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra mun ekki leggja fram frumvarp sem myndi veita ríkinu heimild til þess að leggja á svokölluð flýti- og umferðargjöld á höfuðborgarsvæðinu á þingi fyrir þinglok, né heldur frumvarp um breytta gjaldtöku vegna notkunar bifreiða, sem boðað hafði verið. 

Þetta er meðal þess sem sjá má í skjali sem birt hefur verið á vef Stjórnarráðsins og inniheldur nýjustu breytingarnar sem gerðar hafa verið á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar, en fjallað var um uppfærða þingmálaskrá stjórnarinnar á ríkisstjórnarfundi fyrr í vikunni.

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra mun heldur ekki leggja fram frumvarp um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða og ekki heldur frumvarp til laga um almenningssamgöngur, en bæði frumvörpin höfðu áður verið boðuð á þessum þingvetri, sem senn líður undir lok.

Verkefnastofa að störfum

Ráðuneyti þeirra Bjarna og Sigurðar Inga settu snemma á þessu ári á fót verkefnastofu sem hefur það hlutverk að móta tillögur um nýtt fyrirkomulag tekna af vegasamgöngum til framtíðar, meðal annars um flýti- og umferðargjöldin á höfuðborgarsvæðinu.

Þau gjöld eru lykilþáttur í fjármögnun þeirra miklu framkvæmda sem til stendur að ráðast í samkvæmt samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins frá 2019. 

Opinbera hlutafélagið Betri samgöngur, sem stofnað var til að halda utan um fjármögnun verkefna samgöngusáttmálans, hefur lagt fram hugmyndir að umferðargjöldum til fjármálaráðuneytisins, innviðaráðuneytisins og sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins. Fjallað var um þær tillögur sem Betri samgöngur komu fram með í Kjarnanum fyrir rúmu ári síðan.

Frumvarp um þessi nýju gjöld hefur svo verið á leiðinni og var lýst í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar með þeim orðum að stefnt yrði að gildistöku laga sem heimiluðu gjaldtöku 1. janúar 2024. Það gæti enn gerst, en ljóst er að frumvarpið mun ekki líta dagsins ljós fyrir sumarið. 

Árni Mathiesen vill sjá umferðargjöldin sem fyrst

Betri samgöngur hafa verið áfram um að stjórnvöld leggi þessi gjöld á og ítrekaði Árni Mathiesen, stjórnarformmaður félagsins og fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, það í nýlegri stjórnarskýrslu opinbera hlutafélagsins.

StjórnarformaðurÁrni Mathiesen er stjórnarformaður Betri samgangna, opinbers hlutafélags í eigu ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Þar skrifaði Árni að í mörgum löndum í kringum okkur, m.a. Svíþjóð, Noregi og Bretlandi, hefðu flýti- og umferðargjöld verið sett á til að fjármagna fjölbreyttar samgönguframkvæmdir, bæta umhverfi og draga úr umferðartöfum. 

„Yfirleitt eru þau útfærð þannig að miðsvæði í borgum er skilgreint og sjálfvirkur búnaður skráir þau ökutæki sem aka inn eða út af svæðinu. Eigendum þeirra er svo send rukkun fyrir það. Mikilvægt er að útfærsla sé með þeim hætti að gjöldin leggist ekki um of á tekjulága eða íbúa í tilteknum hlutum höfuðborgarsvæðisins frekar en öðrum. Það er Alþingis að ákveða hvort farið verður í gjaldtökuna, og hvernig hún verður útfærð, eða hvort að þessi þáttur sáttmálans verður fjármagnaður af fjárlögum. Mér finnst hins vegar sanngjarnt að þeir sem nota umferðarmannvirki, og valda umferðartöfum, greiði fyrir það frekar en hinn almenni skattgreiðandi,“ skrifaði Árni og hvatti ríkið til að leggja þessi gjöld á „sem fyrst“. 

Það sagðist Árni telja sanngjarnt og tók dæmi: „Af hverju ætti Árni Sigfússon, íbúi í Reykjanesbæ, að greiða hærri skatta en ella vegna umferðarmannvirkja á höfuðborgarsvæðinu sem Árni Mathiesen, íbúi í Hafnarfirði, er að nota og umferðartafa sem hann veldur.“

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GKB
    Guðmundur Karl Björnsson skrifaði
    Mögnuð mynd af þeim félögum. Við fyrstu sýn virðist hægra eyra Sigurðar vera of hátt sett og aftarlega á höfðinu, en svo er engu líkara en að hann c að notast við eyra annars manns sem á leið framhjá. Báðir bregðast þeir eins við einhverju sem þeir sjá og heyra útundan sér... e.t.v. einhverju varðandi innheimtu veggjalda. Samræmd samsærisbros á báðum fésum.
    0
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Öll frestun gefur stjórninni möguleika að halda hryggluhlóðunum, áður en !?!?!?
    Vonandi sem fyrst þögn og kosningar!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu