Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Flýti- og umferðargjöldum sparkað fram yfir sumarfrí

Ekk­ert frum­varp um flýti- og um­ferð­ar­gjöld á höf­uð­borg­ar­svæð­inu mun koma frá for­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyr­ir þinglok í vor. Fleiri frum­vörp sem snerta breytta gjald­töku af um­ferð hafa ver­ið felld af þing­mála­skrá rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Flýti- og umferðargjöldum sparkað fram yfir sumarfrí
Samgöngumál Fjögur frumvörp sem snerta samgöngumál frá ráðherrunum tveimur hafa verið felld út af þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Verkefnastofa sem fjallar m.a. um gjöld af umferð hefur nýlega verið sett á laggirnar til að útfæra tillögur í samráði við ráðuneytin tvö. Mynd: Davíð Þór

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra mun ekki leggja fram frumvarp sem myndi veita ríkinu heimild til þess að leggja á svokölluð flýti- og umferðargjöld á höfuðborgarsvæðinu á þingi fyrir þinglok, né heldur frumvarp um breytta gjaldtöku vegna notkunar bifreiða, sem boðað hafði verið. 

Þetta er meðal þess sem sjá má í skjali sem birt hefur verið á vef Stjórnarráðsins og inniheldur nýjustu breytingarnar sem gerðar hafa verið á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar, en fjallað var um uppfærða þingmálaskrá stjórnarinnar á ríkisstjórnarfundi fyrr í vikunni.

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra mun heldur ekki leggja fram frumvarp um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða og ekki heldur frumvarp til laga um almenningssamgöngur, en bæði frumvörpin höfðu áður verið boðuð á þessum þingvetri, sem senn líður undir lok.

Verkefnastofa að störfum

Ráðuneyti þeirra Bjarna og Sigurðar Inga settu snemma á þessu ári á fót verkefnastofu sem hefur það hlutverk að móta tillögur um nýtt fyrirkomulag tekna af vegasamgöngum til framtíðar, meðal annars um flýti- og umferðargjöldin á höfuðborgarsvæðinu.

Þau gjöld eru lykilþáttur í fjármögnun þeirra miklu framkvæmda sem til stendur að ráðast í samkvæmt samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins frá 2019. 

Opinbera hlutafélagið Betri samgöngur, sem stofnað var til að halda utan um fjármögnun verkefna samgöngusáttmálans, hefur lagt fram hugmyndir að umferðargjöldum til fjármálaráðuneytisins, innviðaráðuneytisins og sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins. Fjallað var um þær tillögur sem Betri samgöngur komu fram með í Kjarnanum fyrir rúmu ári síðan.

Frumvarp um þessi nýju gjöld hefur svo verið á leiðinni og var lýst í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar með þeim orðum að stefnt yrði að gildistöku laga sem heimiluðu gjaldtöku 1. janúar 2024. Það gæti enn gerst, en ljóst er að frumvarpið mun ekki líta dagsins ljós fyrir sumarið. 

Árni Mathiesen vill sjá umferðargjöldin sem fyrst

Betri samgöngur hafa verið áfram um að stjórnvöld leggi þessi gjöld á og ítrekaði Árni Mathiesen, stjórnarformmaður félagsins og fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, það í nýlegri stjórnarskýrslu opinbera hlutafélagsins.

StjórnarformaðurÁrni Mathiesen er stjórnarformaður Betri samgangna, opinbers hlutafélags í eigu ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Þar skrifaði Árni að í mörgum löndum í kringum okkur, m.a. Svíþjóð, Noregi og Bretlandi, hefðu flýti- og umferðargjöld verið sett á til að fjármagna fjölbreyttar samgönguframkvæmdir, bæta umhverfi og draga úr umferðartöfum. 

„Yfirleitt eru þau útfærð þannig að miðsvæði í borgum er skilgreint og sjálfvirkur búnaður skráir þau ökutæki sem aka inn eða út af svæðinu. Eigendum þeirra er svo send rukkun fyrir það. Mikilvægt er að útfærsla sé með þeim hætti að gjöldin leggist ekki um of á tekjulága eða íbúa í tilteknum hlutum höfuðborgarsvæðisins frekar en öðrum. Það er Alþingis að ákveða hvort farið verður í gjaldtökuna, og hvernig hún verður útfærð, eða hvort að þessi þáttur sáttmálans verður fjármagnaður af fjárlögum. Mér finnst hins vegar sanngjarnt að þeir sem nota umferðarmannvirki, og valda umferðartöfum, greiði fyrir það frekar en hinn almenni skattgreiðandi,“ skrifaði Árni og hvatti ríkið til að leggja þessi gjöld á „sem fyrst“. 

Það sagðist Árni telja sanngjarnt og tók dæmi: „Af hverju ætti Árni Sigfússon, íbúi í Reykjanesbæ, að greiða hærri skatta en ella vegna umferðarmannvirkja á höfuðborgarsvæðinu sem Árni Mathiesen, íbúi í Hafnarfirði, er að nota og umferðartafa sem hann veldur.“

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GKB
    Guðmundur Karl Björnsson skrifaði
    Mögnuð mynd af þeim félögum. Við fyrstu sýn virðist hægra eyra Sigurðar vera of hátt sett og aftarlega á höfðinu, en svo er engu líkara en að hann c að notast við eyra annars manns sem á leið framhjá. Báðir bregðast þeir eins við einhverju sem þeir sjá og heyra útundan sér... e.t.v. einhverju varðandi innheimtu veggjalda. Samræmd samsærisbros á báðum fésum.
    0
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Öll frestun gefur stjórninni möguleika að halda hryggluhlóðunum, áður en !?!?!?
    Vonandi sem fyrst þögn og kosningar!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár