Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Leysum ekki fíknivanda með því að taka á einkennunum heldur með því að fara í kjarnann

Or­sök fíkn­ar er ekki efn­ið held­ur erf­ið­leik­arn­ir, seg­ir Björn Leví Gunn­ars­son þing­mað­ur Pírata. Heil­brigð­is­ráð­herra tek­ur und­ir og seg­ir þörf á fjöl­breytt­um úr­ræð­um og að af­glæpa­væð­ing kunni að vera eitt af þeim. „Við þurf­um að horfa á þetta í heild sinni,“ seg­ir hann.

Leysum ekki fíknivanda með því að taka á einkennunum heldur með því að fara í kjarnann
Þingmaðurinn segir að fíllinn í herberginu sé refsingarnar sem fólk sem á í þessum vanda glímir við – og hræðslan við það að verða refsað Mynd: Bára Huld Beck

„Við leysum ekki vandann með því að taka á einkennunum. Við leysum vandann með því að fara í kjarnann, með því að fara í það hvaðan vandinn er sprottinn og hann kemur úr erfiðleikum, yfirleitt úr þessum tómleika sem fólk reynir að fylla upp í, úr skorti á tengslum.“

Þetta sagði Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata á þingi í dag en hann spurði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma út í aðgerðir vegna fíkniefnavanda. 

Þingmanninum var niðri fyrir þegar hann spurði ráðherrann út í málið. Hann sagði að sífellt væri verið að leita að einhverjum plástrum á núverandi refsikerfi „þegar við vitum að það er fíllinn í herberginu; refsingarnar sem fólk sem á í þessum vanda glímir við, bara hræðsluna við það að verða refsað“. 

Erfiðleikarnir eru orsökin

Björn Leví sagði að refsingar löguðu ekki vandann heldur gerðu hann verri ef eitthvað væri því að orsök fíknar væri ekki efnið. „Það eru erfiðleikarnir, það er tómleikinn sem fíknin fyllir upp í. Við múrum ekkert upp í tómleikann og lokum hann á bak við lás og slá og segjum: Nú er málinu reddað. Það virkar einfaldlega ekki þannig. Við þurfum í alvörunni að hugsa þetta aðeins lengra. Við þurfum að horfast í augu við það að þetta stríð gegn dópi, gegn vímuefnum, hefur ekki virkað. Það er ekki hægt að lemja það úr fólki að leita sér einhvers konar sáluhjálpar, í þessu tilviki í einhverjum efnum sem valda vandræðum. 

Við leysum ekki vandann með því að taka á einkennunum. Við leysum vandann með því að fara í kjarnann, með því að fara í það hvaðan vandinn er sprottinn og hann kemur úr erfiðleikum, yfirleitt úr þessum tómleika sem fólk reynir að fylla upp í, úr skorti á tengslum. Það má alveg horfa á það til dæmis hvaða tengslarof urðu til að mynda í samkomutakmörkunum. Við þurfum í alvörunni að horfast í augu við þetta, ekki vera að refsa fólki fyrir vandamál sín heldur hjálpa því,“ sagði Björn Leví. 

Þurfum fjölbreytt úrræði og afglæpavæðing kann að vera eitt af þeim

Ráðherrann svaraði og sagði að horfa yrði á þetta sem alþjóðlegt vandamál og því miður væri þessi þróun víða. „Það er eitthvað að brotna upp í samfélaginu,“ sagði hann og tók undir með Birni Leví að það væru mjög oft flóknar orsakir, oft og tíðum félagslegs eðlis, sem lægju að baki. „Þess vegna þurfum við að gera margt þegar kemur að stuðningi og meðferð við fíknisjúkdómum og sérstaklega þegar við erum að ræða þennan skelfilega ópíóíðafaraldur þar sem sterk efni eru á ferð.

Við þurfum fjölbreytt úrræði og afglæpavæðing kann að vera eitt af þeim. Við höfum einhvern veginn ekki náð sátt um það hvernig því yrði fyrir komið í lögum, hvorki hér á þingi né í þeim starfshópi sem allir aðilar hafa verið þátttakendur í. Í gegnum samtalið í þeim hópi hefur það birst mér að við þurfum að takast sameiginlega á við þetta verkefni,“ sagði hann. 

Willum ÞórHeilbrigðisráðherra segir að gera þurfi margt þegar kemur að stuðningi og meðferð við fíknisjúkdómum.

Willum Þór tók einnig undir það með Birni Leví að það leysti engan vanda að horfa á þetta sem einhvers konar glæpi. „Við erum að hjálpa fólki, sjúku fólki. Það er kjarninn í þessu. Ég trúi því að einhvers konar sameiginleg sátt náist þvert yfir um að nálgast verkefnið þannig, án þess að við þurfum að fara í einhverjar skilgreiningar á því hvað eru neysluskammtar og hvað ekki.“

Þarf ekki að finna upp hjólið

Björn Leví kom aftur í pontu og sagði að ekki þyrfti að finna upp hjólið í þessum málum. „Þetta hefur verið gert í öðrum löndum. Þetta er ekki svona flókið, að við þurfum einhvern veginn að vesenast í því hvernig nákvæmlega er hægt að útfæra þetta í lögum hér á Alþingi. Það á bara að byrja á að gera þetta. Við erum að spila hérna leik með líf fólks.“

Benti hann á að ráðherra þekkti það sem þjálfari þegar hann væri að spila leik og kominn undir að þá ætti að skipta um aðferð. „Við hættum jafnvel að spila þennan fótbolta yfirleitt af því að hann kostar mannslíf. Við þurfum að velja einhvern annan leik, leik þar sem líf eru ekki undir,“ sagði hann. 

Björn Leví átti erfitt með að ljúka máli sínu og afsakaði sig. „Ég á bara erfitt með mig hérna því að skammsýni sumra þingmanna hér í óundirbúnum fyrirspurnum leggst dálítið þungt á mig. Mér finnst gríðarlega sjálfhverft einhvern veginn að horfa á þetta einhvern veginn sem – bara afsakið.“

Afglæpavæðing ein og sér leysir ekki vandann

Ráðherrann svaraði í annað sinn og ítrekaði að þetta hvíldi þungt á öllum. Björn Leví greip fram í og sagði: „Gerum þá eitthvað.“

Willum Þór sagði að stjórnvöld væru að gera fjölmargt til þess að styðja fólk og hjálpa því í gegnum þennan skelfilega sjúkdóm, bráðdrepandi sjúkdóm þegar kæmi að hættulegum efnum og fjölmörgum morfíntengdum lyfjum. 

„Afglæpavæðingin ein og sér leysir ekki þennan vanda, eins og háttvirtur þingmaður sjálfur fór svo réttilega yfir, kringumstæðurnar eru bara miklu flóknari en svo. Við þurfum að horfa á þetta í heild sinni í skaðaminnkandi úrræðum. Afglæpavæðing í sinni einangruðu mynd varðandi það að við séum ekki að refsa fólki er hluti af því, ég er alveg sammála. Hvernig við útfærum það, það hefur hins vegar reynst okkur flókið og það er miður. 

Ég vildi svo sannarlega að ég gæti leyst það bara einn og sér og við höfum margrætt þetta hér og tekið það í gegnum þingið. Það má hins vegar ekki verða til þess að við séum að rífast um þetta eða kljást um einn einangraðan þátt, við þurfum að gera fjölmargt. Það hef ég viðurkennt í þessum ræðustóli og við erum í þeirri vinnu. Við ætlum að taka höndum saman um það,“ sagði hann. Björn Leví kallaði fram í: „Gerum þá eitthvað í því.“

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
3
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.
„Enginn sem tekur við af mér“
4
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.
Einstæðir foreldrar berjast í bökkum
5
Fréttir

Ein­stæð­ir for­eldr­ar berj­ast í bökk­um

Nú­ver­andi efna­hags­ástand hef­ur sett heim­il­is­bók­hald­ið hjá mörg­um lands­mönn­um úr skorð­um. Ástand­ið kem­ur verst nið­ur á þeim sem búa ein­ir og reiða sig á stak­ar mán­að­ar­tekj­ur. Sá tími þeg­ar ein­stak­ling­ar með lág­ar eða með­al­tekj­ur gátu rek­ið heim­ili er löngu lið­inn. Lít­ið má út af bregða hjá stór­um hluta ein­stæðra for­eldra til þess þau þurfi ekki að stofna til skuld­ar.
Risahellir fundinn á tunglinu: Verður hann fyrsti bólstaður okkar?
7
Þekking

Risa­hell­ir fund­inn á tungl­inu: Verð­ur hann fyrsti ból­stað­ur okk­ar?

Það var til marks um stórt skref í þró­un­ar­sögu manns­ins þeg­ar fyrstu hóp­ar manna hættu að leita sér næt­urstað­ar á víða­vangi held­ur sett­ust að í hell­um. Og nú kann það brátt að marka næsta skref á þró­un­ar­ferli manns­ins að setj­ast að á öðr­um hnetti en okk­ar heimaplán­etu og þá ein­mitt í helli — á tungl­inu. Langt er síð­an vís­inda­menn átt­uðu...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
1
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
„Það er ekkert eftir“
2
GreiningMillistétt í molum

„Það er ekk­ert eft­ir“

Þrátt fyr­ir að um helm­ing­ur hjóna­banda endi með skiln­aði virð­ist kerf­ið ekki miða við for­eldra sem vana­lega eru kall­að­ir ein­stæð­ir – en eru í þess­ari grein kall­að­ir sjálf­stæð­ir. Heim­ild­in fékk á þriðja tug þátt­tak­enda til að svara spurn­ing­um um lífs­kjör sín. Svör­in sem bár­ust kall­ast vel á við lífs­kjarak­ann­an­ir sem fram­kvæmd­ar hafa ver­ið að und­an­förnu.
Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
3
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
5
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
8
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
3
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
„Ég var bara niðurlægð“
4
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
8
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár