„Það sem er kannski alvarlegast í þessum dómi er hvernig Landsréttur fullyrðir eftir að meintur gerandi skiptir um skoðun varðandi upplifun sína af atvikum þá megi ekki líta á ummælin sem sönn eða að hún geti sem aðstandandi brotaþola talist í góðri trú um sannleiksgildi þeirra,“ segir Helga Baldvins Bjargardóttir, sem er lögmaður Sesselju Maríu Mortensen.
„Þá hljóta nánustu aðstandendur brotaþola, makar, fjölskylda og þeir sem horfa upp á brotaþola takast á við afleiðingar ofbeldisins að geta tjáð sig þannig að þeir teljist í góðri trú“
„Horft er til þess að kæra Eddu til lögreglu hlaut þau örlög, eins og gerist í yfirgnæfandi meirihluta þessara mála, að rannsókn málsins var hætt. Þarna gleymist algjörlega að Edda á sína sjálfstæðu upplifun, óháða upplifun meints geranda, og þótt réttarkerfið nái sjaldnast að kalla þessa gerendur til ábyrgðar þá hljóta …
Athugasemdir