Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Hraðar sérhvern dag

Sófa­kartafl­an rýn­ir í jútjúbrás­ir þar sem dragdrottn­ing­arn­ar Trix­ie Mattel og Katyu Za­molodchi­kova glápa á Net­flixserí­ur og segja gest­um og gang­andi á in­ter­net­inu hvað þeim finnst um þætt­ina.

Hraðar sérhvern dag
I like to watch Jútjúbstjörnurnar og dragdrottningarnar Trixie Mattel og Katya Zamolodchikova glápa saman á Netflixseríur og segja gestum og gangandi á internetinu hvað þeim finnst um þættina.

Fylgist með þegar miðaldra móðir í Litla Stokkhólmi (Laugarneshverfinu) étur ofan í sig orð sín. Sagan hefst á því að kona á fimmtugsaldri stendur yfir afkvæmi sínu á grunnskólaaldri og býsnast yfir því að krakkinn neiti að horfa á almennilegt sjónvarpsefni. Þess í stað velur barnið jútjúbera á fertugsaldri spila tölvuleiki, garga hver á annan og fleygja peningum.

„Þessi er ekki fertugur og býr ekki í kjallaranum heima hjá öldruðum foreldrum sínum,“ segir barnið og móðirin skammast sín fyrir að hafa viðrað dómhörku sína upphátt en furðar sig jafnframt á því að tuðið hafi skilað sér. Hún rýnir í skjáinn þegar afkvæmið sýnir fordómafullu móður sinni myndband þar sem einn gargaranna gerir góðverk.

„Er þetta raunverulega góðverk ef þú þarft að sýna öllum heiminum þegar þú fremur góðverkið? Ertu ekki bara að nýta þér neyð annarra til að fóðra botnlausu skepnuna jútjúbrásina?“ hugsar vonda móðirin en þegir þunnu hljóði og reynir að brosa. Einkennilegi talandi jútjúbstjarnanna, öskrin og óbeisluð neysluhyggjan eru út af fyrir sig nóg til að gera þolinmóðasta fólk önugt en burtséð frá þeim löstum þá langar konuna í Laugarnesinu aðallega að vita svarið við spurningunni: Af hverju getur þetta lið ekki gert skemmtilegra efni? Þau virðast eiga nóg af peningum og ekki skortir þau lausan tíma.

„Er þetta raunverulega góðverk ef þú þarft að sýna öllum heiminum þegar þú fremur góðverkið?“

En hraðspólum aðeins því nokkrum mánuðum síðar er þessi sama tuðandi kona, sem eyðileggur skjátíma barnsins síns með leiðindum, kolfallin fyrir jútjúbrás. I like to watch með dragdrottningunum Trixie Mattel og Katyu Zamolodchikova. Í þáttunum glápa þær stöllur á Netflixseríur og segja gestum og gangandi á internetinu hvað þeim finnst um þættina. Þau sem heima sitja fylgjast með þeim hlæja, fá aulahroll og segja endalausa brandara á meðan þær tæta í gegnum sjónvarpsefnið. Þær horfa á nánast hvað sem er og eftir þáttinn fær áhorfandinn á tilfinninguna að hann hafi horft á heila þáttaröð án þess að eyða mörgum klukkustundum í glápið. Til dæmis sparaði ákveðin leiðinleg móðir sér að horfa á hryllingsseríuna Brand New Cherry Flavor sem hún hefði bókað horft á eingöngu vegna aðdáunar á leikkonunni Catherine Keener. Konan óð bara í gegnum þetta á sjömílnaskóm með nýju gargandi jútjúb-vinkonum sínum. Trixie og Katya eru einstaklega fyndnar og skemmtilegar en það vissu RuPaul’s Dragrace aðdáendur auðvitað fyrir fram.

Þegar best lætur er tilfinningin við að horfa á I like to watch, sú sama og þegar þessi miðaldra var unglingur og eyddi heilu dögunum með vinum sínum í að glápa á spólur sem þau leigðu í Hólagarði eða flatmöguðu heima hjá þeim sem voru svo heppin að vera með gervihnattadisk og gátu horft á sjónvarp allan sólarhringinn. Heimur versnandi fer, hvað með börnin og allt það. Í gegnum aldirnar hefur fólk, sem nær að slíta barnsskónum, röflað yfir ungdómnum og því sem hann tekur sér fyrir hendur. Frú Litli Stokkhólmur hefur séð að sér og boðar breytta tíma. Nú þarf fólk bara að hætta að hanga í fortíðinni. Wall-E framtíðin á Idiocracy sterum er runnin upp! Niður með nöldur, upp með þrívíddarprentuðu sýndarveruleikagleraugun. Fleiri jútjúbrásir! Meira fjör!

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sófakartaflan

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
4
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
5
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár