Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Meintur brotaþoli sýknaður en náinn aðstandandi dæmdur

Í 28 manna lok­uð­um Face­book-hópi, sem sner­ist um að vara við vafa­söm­um ein­stak­ling­um, sagði Edda Sig­urð­ar­dótt­ir frá því að nafn­greind­ur mað­ur hefði nauðg­að sér. Síð­ar sagði Sesselja María Morten­sen frá því, í sama hópi, að þessi mað­ur hefði nauðg­að konu sem væri sér mjög kær og vís­aði þar til Eddu. Edda kærði nauðg­un­ina en mál­ið var fellt nið­ur. Í fram­hald­inu fór mað­ur­inn í meið­yrða­mál við þær báð­ar þar sem Edda var sýkn­uð en Sesselja á end­an­um dæmd. Edda þarf þó að greiða millj­ón­ir í máls­kostn­að.

Meintur brotaþoli sýknaður en náinn aðstandandi dæmdur
Ósáttar Edda Sigurðardóttir og Sesselja María Mortensen undrast að Edda hafi verið sýknuð í Landsrétti en Sesselja fundin sek um meiðyrði. Mynd: Heiða Helgadóttir

Edda Sigurðardóttur kærði nauðgun til lögreglu í maí árið 2018. Hún og maðurinn sem hún kærði fyrir nauðgun tilheyrðu sama jaðarsamfélaginu. Í því skyni að vara aðrar konur við honum birti hún í júlímánuði færslu í lokuðum Facebook-hópi með 28 meðlimum þessa jaðarsamfélags, aðallega konum, hópi sem var ætlað að auka öryggi fólks.

Hún skrifaði: „Mig langaði að vekja athygli á manni sem heitir [...]. Hann nauðgaði mér í byrjun maí á þessu ári og ég veit fyrir víst að hann hefur verið óþægilegur og óviðeigandi við fleiri og virðist takmarkað virða mörk. Held það sé mjög mikilvægt að varað sé við honum. Það sem hann gerði mér er ekki leyndarmál og það má segja frá því og nefna mig á nafn þegar það er gert ef þið viljið. Farið varlega ♥“.

Sesselja María Mortensen var umsjónarkona hópsins. Hún hafði fengið tvær aðrar ábendingar um óviðeigandi hegðun mannsins og birti …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár