Edda Sigurðardóttur kærði nauðgun til lögreglu í maí árið 2018. Hún og maðurinn sem hún kærði fyrir nauðgun tilheyrðu sama jaðarsamfélaginu. Í því skyni að vara aðrar konur við honum birti hún í júlímánuði færslu í lokuðum Facebook-hópi með 28 meðlimum þessa jaðarsamfélags, aðallega konum, hópi sem var ætlað að auka öryggi fólks.
Hún skrifaði: „Mig langaði að vekja athygli á manni sem heitir [...]. Hann nauðgaði mér í byrjun maí á þessu ári og ég veit fyrir víst að hann hefur verið óþægilegur og óviðeigandi við fleiri og virðist takmarkað virða mörk. Held það sé mjög mikilvægt að varað sé við honum. Það sem hann gerði mér er ekki leyndarmál og það má segja frá því og nefna mig á nafn þegar það er gert ef þið viljið. Farið varlega ♥“.
Sesselja María Mortensen var umsjónarkona hópsins. Hún hafði fengið tvær aðrar ábendingar um óviðeigandi hegðun mannsins og birti …
Athugasemdir (1)