Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Tuttugu vilja sjá um upplýsingamiðlum utanríkisráðuneytisins

Alls barst 21 um­sókn um lausa stöðu fjöl­miðla­full­trúa ut­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, sem aug­lýst var fyr­ir skemmstu. Á með­al um­sækj­enda eru upp­lýs­inga­full­trú­ar tveggja annarra ráðu­neyta.

Tuttugu vilja sjá um upplýsingamiðlum utanríkisráðuneytisins
UTN Utanríkisráðuneytið hefur verið til húsa við Rauðarárstíg í Reykjavík, en flytur senn niður í Landsbankahúsið við Austurhöfn. Mynd: Af vef utanríkisráðuneytisins

Tuttugu og ein umsókn barst um stöðu fjölmiðlafulltrúa utanríkisráðuneytisins, en staðan var auglýst þann 22. mars og umsóknarfresturinn rann út 12. apríl. Einn umsækjandi dró umsókn sína til baka, og eftir standa tuttugu manns. 

Athygli vekur að á meðal umsækjenda eru upplýsingafulltrúar tveggja annarra ráðuneyta, Elva Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Fjalar Sigurðarson upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins. 

Í hópi umsækjenda er síðan fjöldi fólks með starfsreynslu úr fjölmiðlum, þeirra á meðal Lovísa Arnardóttir og Benedikt Bóas Hinriksson sem bæði störfuðu á Fréttablaðinu þar til útgáfu blaðsins var hætt um síðustu mánaðamót.

Sveinn H. Guðmarsson hefur verið upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins frá árinu 2018, en þar áður var hann upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslu Íslands. Hann hefur ákveðið að hverfa til annarra starfa.

Umsækjendur um stöðuna eru eftirtaldir:

  1. Aron Guðmundsson, stjórnmálafræðingur
  2. Auðunn Arnórsson, verkefnastjóri
  3. Auður Albertsdóttir, ráðgjafi
  4. Árdís Hermannsdóttir, samskiptastjóri
  5. Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamaður
  6. Elva Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi
  7. Erla Gunnarsdóttir, verkefnastjóri
  8. Eva Dögg Atladóttir, samskiptafulltrúi
  9. Fjalar Sigurðarson, upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins
  10. Davíð Ernir Kolbeins, almannatengill
  11. Georg Gylfason, sérfræðingur
  12. Glúmur Baldvinsson, alþjóðastjórnmálafræðingur
  13. Heba Líf Jónsdóttir, ferðaráðgjafi
  14. Íris Andradóttir, blaðakona
  15. Kolbrún Pálsdóttir, kynningastjóri
  16. Lovísa Arnardóttir, fv. fréttastjóri
  17. Óli Valur Pétursson, fjölmiðla- og boðskiptafræðingur
  18. Sunna Kristín Hilmarsdóttir, blaðamaður
  19. Þorfinnur Ómarsson, fjölmiðlafulltrúi
  20. Ægir Þór Eysteinsson, sérfræðingur
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár