Tuttugu og ein umsókn barst um stöðu fjölmiðlafulltrúa utanríkisráðuneytisins, en staðan var auglýst þann 22. mars og umsóknarfresturinn rann út 12. apríl. Einn umsækjandi dró umsókn sína til baka, og eftir standa tuttugu manns.
Athygli vekur að á meðal umsækjenda eru upplýsingafulltrúar tveggja annarra ráðuneyta, Elva Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Fjalar Sigurðarson upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins.
Í hópi umsækjenda er síðan fjöldi fólks með starfsreynslu úr fjölmiðlum, þeirra á meðal Lovísa Arnardóttir og Benedikt Bóas Hinriksson sem bæði störfuðu á Fréttablaðinu þar til útgáfu blaðsins var hætt um síðustu mánaðamót.
Sveinn H. Guðmarsson hefur verið upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins frá árinu 2018, en þar áður var hann upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslu Íslands. Hann hefur ákveðið að hverfa til annarra starfa.
Umsækjendur um stöðuna eru eftirtaldir:
- Aron Guðmundsson, stjórnmálafræðingur
- Auðunn Arnórsson, verkefnastjóri
- Auður Albertsdóttir, ráðgjafi
- Árdís Hermannsdóttir, samskiptastjóri
- Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamaður
- Elva Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi
- Erla Gunnarsdóttir, verkefnastjóri
- Eva Dögg Atladóttir, samskiptafulltrúi
- Fjalar Sigurðarson, upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins
- Davíð Ernir Kolbeins, almannatengill
- Georg Gylfason, sérfræðingur
- Glúmur Baldvinsson, alþjóðastjórnmálafræðingur
- Heba Líf Jónsdóttir, ferðaráðgjafi
- Íris Andradóttir, blaðakona
- Kolbrún Pálsdóttir, kynningastjóri
- Lovísa Arnardóttir, fv. fréttastjóri
- Óli Valur Pétursson, fjölmiðla- og boðskiptafræðingur
- Sunna Kristín Hilmarsdóttir, blaðamaður
- Þorfinnur Ómarsson, fjölmiðlafulltrúi
- Ægir Þór Eysteinsson, sérfræðingur
Athugasemdir