Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tuttugu vilja sjá um upplýsingamiðlum utanríkisráðuneytisins

Alls barst 21 um­sókn um lausa stöðu fjöl­miðla­full­trúa ut­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, sem aug­lýst var fyr­ir skemmstu. Á með­al um­sækj­enda eru upp­lýs­inga­full­trú­ar tveggja annarra ráðu­neyta.

Tuttugu vilja sjá um upplýsingamiðlum utanríkisráðuneytisins
UTN Utanríkisráðuneytið hefur verið til húsa við Rauðarárstíg í Reykjavík, en flytur senn niður í Landsbankahúsið við Austurhöfn. Mynd: Af vef utanríkisráðuneytisins

Tuttugu og ein umsókn barst um stöðu fjölmiðlafulltrúa utanríkisráðuneytisins, en staðan var auglýst þann 22. mars og umsóknarfresturinn rann út 12. apríl. Einn umsækjandi dró umsókn sína til baka, og eftir standa tuttugu manns. 

Athygli vekur að á meðal umsækjenda eru upplýsingafulltrúar tveggja annarra ráðuneyta, Elva Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Fjalar Sigurðarson upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins. 

Í hópi umsækjenda er síðan fjöldi fólks með starfsreynslu úr fjölmiðlum, þeirra á meðal Lovísa Arnardóttir og Benedikt Bóas Hinriksson sem bæði störfuðu á Fréttablaðinu þar til útgáfu blaðsins var hætt um síðustu mánaðamót.

Sveinn H. Guðmarsson hefur verið upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins frá árinu 2018, en þar áður var hann upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslu Íslands. Hann hefur ákveðið að hverfa til annarra starfa.

Umsækjendur um stöðuna eru eftirtaldir:

  1. Aron Guðmundsson, stjórnmálafræðingur
  2. Auðunn Arnórsson, verkefnastjóri
  3. Auður Albertsdóttir, ráðgjafi
  4. Árdís Hermannsdóttir, samskiptastjóri
  5. Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamaður
  6. Elva Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi
  7. Erla Gunnarsdóttir, verkefnastjóri
  8. Eva Dögg Atladóttir, samskiptafulltrúi
  9. Fjalar Sigurðarson, upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins
  10. Davíð Ernir Kolbeins, almannatengill
  11. Georg Gylfason, sérfræðingur
  12. Glúmur Baldvinsson, alþjóðastjórnmálafræðingur
  13. Heba Líf Jónsdóttir, ferðaráðgjafi
  14. Íris Andradóttir, blaðakona
  15. Kolbrún Pálsdóttir, kynningastjóri
  16. Lovísa Arnardóttir, fv. fréttastjóri
  17. Óli Valur Pétursson, fjölmiðla- og boðskiptafræðingur
  18. Sunna Kristín Hilmarsdóttir, blaðamaður
  19. Þorfinnur Ómarsson, fjölmiðlafulltrúi
  20. Ægir Þór Eysteinsson, sérfræðingur
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Meira undir en vilji til að slá eign sinni á herbergi
5
Allt af létta

Meira und­ir en vilji til að slá eign sinni á her­bergi

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði ein­hug inn­an þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins um setu­verk­fall hefði þeim ver­ið gert að skipta um þing­flokks­her­bergi. Sam­fylk­ing­in ósk­aði eft­ir því að fá stærsta þing­flokks­her­berg­ið sem Sjálf­stæð­is­menn hafa haft til um­ráða frá ár­inu 1941 en fékk það ekki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Orrustan um Hafnarfjörð
6
ÚttektCarbfix-málið

Orr­ust­an um Hafn­ar­fjörð

Íbú­ar í Hafnar­firði lýsa áhyggj­um af áætl­un­um Car­bfix vegna Coda Term­inal-verk­efn­is­ins, þar sem áætl­að er að dæla nið­ur kol­díoxí­óði í næsta ná­grenni við íbúa­byggð. Fyrstu kynn­ing­ar Car­bfix hafi ver­ið allt aðr­ar en síð­ar kom í ljós. Þá eru skipt­ar skoð­an­ir á verk­efn­inu inn­an bæj­ar­stjórn­ar en odd­viti VG furð­ar sig á með­vit­und­ar­leysi borg­ar­full­trúa í Reykja­vík.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár