Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Listamenn veigri sér við að ýta við fólki

Bára Huld Beck, frétta­rit­ari í Berlín, fer yf­ir menn­ing­ar­um­fjöll­un stóru blað­anna í Þýskalandi.

Listamenn veigri sér við að ýta við fólki

Sáttmáli hans við turninn

Die Zeit: Sein Pakt mit dem Turm

Benjamin von Stuckrad-Barre er þýskur rithöfundur og blaðamaður og prýðir forsíðu menningarblaðsins þessa vikuna. Beðið hefur verið með eftirvæntingu eftir nýjustu skáldsögu hans, Noch wach? eða Enn þá vakandi? þar sem sögumaður verður vitni að metoo-tilfelli í þýsku fjölmiðlaveldi. Fram kemur að höfundurinn hefur verið þekktur fyrir að skrifa um eigið líf og tengja þeir sem lesið hafa söguna atburðarásina við kæran vin höfundarins, Mathias Döpfner, fjölmiðlamógúl í Þýskalandi. 

Inni í blaðinu er umfjöllun þar sem þeim pælingum er varpað fram hvort listamenn nú til dags veigri sér við að „hræða“ fólk eða ýta við þeim samfélagslegu sáttmálum sem borgararnir hafa sæst á. Höfundur telur að listin eigi ekki að vera bundin neinu siðferði. Listamenn eigi að vera ögrandi og hneyksla. Þá gagnrýnir hann að frekar sé einblínt á það hver fremji listina en hvað sé sagt. Hann hvetur listamenn til að brjótast út úr þessum kassa og hætta að vera hræddir við að ögra af ótta við skoðanir annarra. Það sé einfaldlega hlutverk listamanna að gera það. 

Óvinur nýlenduveldisins

FAZ: Die Nemesis der Kolonialmacht

Á forsíðu menningarblaðs FAZ er umfjöllun um Kasakstan. Landið er í Mið-Asíu en þar úir og grúir af hinum ýmsu þjóðernum. Þar er samansafn af Kasökum, Úkraínumönnum, Þjóðverjum, Kóreumönnum og auðvitað Rússum. Í greininni er talað við fólk sem kalla mætti rússneska flóttamenn, fólk sem hefur andmælt Úkraínustríðinu og sér sér ekki fært að búa lengur í heimalandinu vegna þess.  

Ein þeirra er andófskonan og rithöfundurinn Alisu Geniyeva en hún flúði Rússland ásamt eiginmanni sínum vegna andstöðu hennar við rússnesk yfirvöld. Margir ættingjar hennar slitu öllum samskiptum við hana þar sem þeir trúðu áróðri Rússa varðandi stríðið. Viðmælendur furða sig á mörgum löndum sínum og stuðningi þeirra við Pútín. En það er einnig samstuð milli Kasaka og Rússa þar sem margir heimamenn telja að Rússar séu hrokafullir og geri engar tilraunir til dæmis til að læra tungumálið. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár