Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Listamenn veigri sér við að ýta við fólki

Bára Huld Beck, frétta­rit­ari í Berlín, fer yf­ir menn­ing­ar­um­fjöll­un stóru blað­anna í Þýskalandi.

Listamenn veigri sér við að ýta við fólki

Sáttmáli hans við turninn

Die Zeit: Sein Pakt mit dem Turm

Benjamin von Stuckrad-Barre er þýskur rithöfundur og blaðamaður og prýðir forsíðu menningarblaðsins þessa vikuna. Beðið hefur verið með eftirvæntingu eftir nýjustu skáldsögu hans, Noch wach? eða Enn þá vakandi? þar sem sögumaður verður vitni að metoo-tilfelli í þýsku fjölmiðlaveldi. Fram kemur að höfundurinn hefur verið þekktur fyrir að skrifa um eigið líf og tengja þeir sem lesið hafa söguna atburðarásina við kæran vin höfundarins, Mathias Döpfner, fjölmiðlamógúl í Þýskalandi. 

Inni í blaðinu er umfjöllun þar sem þeim pælingum er varpað fram hvort listamenn nú til dags veigri sér við að „hræða“ fólk eða ýta við þeim samfélagslegu sáttmálum sem borgararnir hafa sæst á. Höfundur telur að listin eigi ekki að vera bundin neinu siðferði. Listamenn eigi að vera ögrandi og hneyksla. Þá gagnrýnir hann að frekar sé einblínt á það hver fremji listina en hvað sé sagt. Hann hvetur listamenn til að brjótast út úr þessum kassa og hætta að vera hræddir við að ögra af ótta við skoðanir annarra. Það sé einfaldlega hlutverk listamanna að gera það. 

Óvinur nýlenduveldisins

FAZ: Die Nemesis der Kolonialmacht

Á forsíðu menningarblaðs FAZ er umfjöllun um Kasakstan. Landið er í Mið-Asíu en þar úir og grúir af hinum ýmsu þjóðernum. Þar er samansafn af Kasökum, Úkraínumönnum, Þjóðverjum, Kóreumönnum og auðvitað Rússum. Í greininni er talað við fólk sem kalla mætti rússneska flóttamenn, fólk sem hefur andmælt Úkraínustríðinu og sér sér ekki fært að búa lengur í heimalandinu vegna þess.  

Ein þeirra er andófskonan og rithöfundurinn Alisu Geniyeva en hún flúði Rússland ásamt eiginmanni sínum vegna andstöðu hennar við rússnesk yfirvöld. Margir ættingjar hennar slitu öllum samskiptum við hana þar sem þeir trúðu áróðri Rússa varðandi stríðið. Viðmælendur furða sig á mörgum löndum sínum og stuðningi þeirra við Pútín. En það er einnig samstuð milli Kasaka og Rússa þar sem margir heimamenn telja að Rússar séu hrokafullir og geri engar tilraunir til dæmis til að læra tungumálið. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
5
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár