Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Listamenn veigri sér við að ýta við fólki

Bára Huld Beck, frétta­rit­ari í Berlín, fer yf­ir menn­ing­ar­um­fjöll­un stóru blað­anna í Þýskalandi.

Listamenn veigri sér við að ýta við fólki

Sáttmáli hans við turninn

Die Zeit: Sein Pakt mit dem Turm

Benjamin von Stuckrad-Barre er þýskur rithöfundur og blaðamaður og prýðir forsíðu menningarblaðsins þessa vikuna. Beðið hefur verið með eftirvæntingu eftir nýjustu skáldsögu hans, Noch wach? eða Enn þá vakandi? þar sem sögumaður verður vitni að metoo-tilfelli í þýsku fjölmiðlaveldi. Fram kemur að höfundurinn hefur verið þekktur fyrir að skrifa um eigið líf og tengja þeir sem lesið hafa söguna atburðarásina við kæran vin höfundarins, Mathias Döpfner, fjölmiðlamógúl í Þýskalandi. 

Inni í blaðinu er umfjöllun þar sem þeim pælingum er varpað fram hvort listamenn nú til dags veigri sér við að „hræða“ fólk eða ýta við þeim samfélagslegu sáttmálum sem borgararnir hafa sæst á. Höfundur telur að listin eigi ekki að vera bundin neinu siðferði. Listamenn eigi að vera ögrandi og hneyksla. Þá gagnrýnir hann að frekar sé einblínt á það hver fremji listina en hvað sé sagt. Hann hvetur listamenn til að brjótast út úr þessum kassa og hætta að vera hræddir við að ögra af ótta við skoðanir annarra. Það sé einfaldlega hlutverk listamanna að gera það. 

Óvinur nýlenduveldisins

FAZ: Die Nemesis der Kolonialmacht

Á forsíðu menningarblaðs FAZ er umfjöllun um Kasakstan. Landið er í Mið-Asíu en þar úir og grúir af hinum ýmsu þjóðernum. Þar er samansafn af Kasökum, Úkraínumönnum, Þjóðverjum, Kóreumönnum og auðvitað Rússum. Í greininni er talað við fólk sem kalla mætti rússneska flóttamenn, fólk sem hefur andmælt Úkraínustríðinu og sér sér ekki fært að búa lengur í heimalandinu vegna þess.  

Ein þeirra er andófskonan og rithöfundurinn Alisu Geniyeva en hún flúði Rússland ásamt eiginmanni sínum vegna andstöðu hennar við rússnesk yfirvöld. Margir ættingjar hennar slitu öllum samskiptum við hana þar sem þeir trúðu áróðri Rússa varðandi stríðið. Viðmælendur furða sig á mörgum löndum sínum og stuðningi þeirra við Pútín. En það er einnig samstuð milli Kasaka og Rússa þar sem margir heimamenn telja að Rússar séu hrokafullir og geri engar tilraunir til dæmis til að læra tungumálið. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
3
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár