Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hver var böðull Bandera?

Ill­ugi Jök­uls­son held­ur áfram að segja frá morð­inu á Step­an Band­era sem sum­ir Úkraínu­menn töldu frels­is­hetju og bar­áttu­menn fyr­ir sjálf­stæði þjóð­ar­inn­ar en aðr­ir fyr­ir­líta sem sam­verka­mann þýskra nas­ista. Óhætt er að segja að rann­sókn á morð­inu hafi tek­ið óvænta stefnu.

Hver var böðull Bandera?
Bohdan Stashynsky Fjölskylda hans studdi Bandera en hann fékk það hlutverk að drepa hann.

Að morgni 13. ágúst 1961 gekk heilmikið á á lítilli lögreglustöð nálægt Tempelhof flugstöðinni í Berlín. Óljósar fréttir höfðu borist af því eldsnemma að austurþýskir landamæraverðir hefðu byrjað um nóttina að leggja miklar gaddavírsgirðingar yfir Berlín þvera og endilanga og ætluðu greinilega að króa Vestur-Berlín alveg af. Var þetta undirbúningur að innrás Austur-Þjóðverja og hinna sovésku herra þeirra inn í Vestur-Berlín og kannski Vestur-Þýskaland? Ættu lögreglumennirnir á stöðinni að leggja á flótta? En hvert þá?

En einmitt þegar lögreglumennirnir við Tempelhof voru að reyna að átta sig á þessum fréttum – sem í raun þýddu upphaf Berlínarmúrsins og síðan víggirðingar eftir öllum landamærum Austur- og Vestur-Þýskalands – þá stigu þrjár manneskjur út úr leigubíl við stöðina og gengu inn á stöðina. Miðaldra karl, nokkuð flausturslegur, var talsmaður hinna tveggja, ungs pars og virtust þau bæði miður sín og döpur í bragði.

Karl hefur sögu að segja

Karlinn hafði sögu að …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Takk fyrir greinina. Saga Austur Evrópu er flókin og marglaga en alltaf mjög þrungin af tilfinningum og ástríðu. Ég hef verið mikið tengdur þessum heimshluta í 20 ár og dvalið þar oft ,reyndar mest í Póllandi en farið um og kynnst fleiri löndum í nágrenninu. Þetta er heillandi heimshluti ,þrunginn af sögu sem við í Vestur Evrópu þekkjum alltof lítið.Ef einhver hefur áhuga að lesa sig meira til þá bendi ég á höfunda eins og Timothy Snyder og Serhii Plokhy, þetta eru höfundar sem hafa skrifað um þessi lönd af dýpt og skilningi. Einnig hefur nýlega komið á hlaðvarpi heill fyrirlestrar áfangi í Yale háskóla þar sem Tymothy Snyder fór í gegnum sögu Úkraínu frá tímum forn Grikklands til dagsins í dag.
    2
    • SVS
      Stefán Valdemar Snævarr skrifaði
      Hef líka lært margt af þeim Snyder og Plokhy en finnst Plokhy svo lítið í því að bera í bætifláka fyrir Bandera og fleiri úkraínska sjálfsstæðissinna.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár