Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Leiksigur!

Leik­hús­fræð­ing­ur­inn Jakob S. Jóns­son sá verk­ið Ex sem er ann­ar hluti þrí­leiks­ins eft­ir Marius von Mayen­burg í Þjóð­leik­hús­inu.

Leiksigur!
Ex Nína Dögg Filippusdóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir og Gísli Örn Garðarsson vinna leiksigur að mati gagnrýnanda sem segir fullt erindi að drífa sig í leikhús til að sjá framúrskarandi leik. Mynd: Þjóðleikhúsið
Leikhús

Ex

Höfundur Marius von Mayenburg
Leikstjórn Benedict Andrews
Leikarar Nína Dögg Filippusdóttir, Gísli Örn Garðarsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Sesselja Katrín Árnadóttir

Leikmynd og búningar Nina Wetzel

Lýsing Björn Bergsteinn Guðmundsson

Tónlist Gísli Galdur Þorgeirsson

Hljóðhönnun Gísli Galdur Þorgeirsson, Aron Þór Arnarsson

Þjóðleikhúsið
Niðurstaða:

Fjórar stjörnur

Þjóðleikhúsið: Ex

Höfundur: Marius von Mayenburg

Þýðing: Bjarni Jónsson

Leikstjórn: Benedict Andrews

Leikmynd og búningar: Nina Wetzel

Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson

Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson

Hljóðhönnun: Gísli Galdur Þorgeirsson, Aron Þór Arnarsson

Leikarar: Nína Dögg Filippusdóttir, Gísli Örn Garðarsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Sesselja Katrín Árnadóttir

Gefðu umsögn

Ex er annar hluti þríleiksins sem nefnist einfaldlega Mayenburgþríleikurinn eftir höfundinum, Mariusi von Meyenburg, sem talinn er ein skærasta stjarnan á leikhúshimni Evrópu um þessar mundir. Nokkur verka hans hafa ratað á íslensk leiksvið og notið þónokkurra vinsælda.

Marius von Mayenburg er höfundur Ex sem er flugbeitt sálfræðidrama og annað verkið í spunkunýjum þríleik.

Líkt og Ellen B., sem er fyrsta verkið í þríleiknum, er um að ræða kammerverk með þremur leikurum og notast er við sömu leikmynd, upphækkun á meginsvæði stóra leiksviðs Þjóðleikhússins með ljósferningi yfir hvítum tungusófa. Leikmunir einskorðast við vínflöskur, glös og tuskudúkku, rétt eins og í Ellen B., en ósagt skal hvort hugsun liggi þar að baki – nema tuskudúkkur geta verið býsna sterk tákn um barnið sem leitar sér huggunar og það er að finna hér í hinni sjarmerandi Betu, sem leikin er af Sesselju Katrínu Árnadóttur. Hún birtist af og til á sviðinnu líkt og áminning um það sem verður útundan og vanrækt þegar foreldrarnir – hér Sylvia, leikin af Nínu Dögg Filippusdóttur og Daniel, leikinn af Gísla Erni Garðarssyni – geta ekki sæst við fortíð sína.

Fortíðin birtist í mynd Fransisku. Hún er leikin af Kristínu Þóru Haraldsdóttur, hún og Daniel voru par endur fyrir löngu og þegar hún birtist allsendis óvænt og telur sig ekki hafa í nein önnur hús að venda eftir að hún skildi við mann sinn er búið að henda púðri á eld sem kveiktur er í fyrsta atriði leiksins. Það er óborganlegt atriði þar sem þau Nína Dögg og Gísli Örn fara á kostum í passív-agressívu samtali þar sem ásakanir og afsakanir ganga á víxl og ekki annað að heyra en að áhorfendur könnuðust við samtalstóninn. Greinilegt að Marius von Meyenburg hittir hér á samræðutón sem einkennir sambönd nútímamanna og þau Nína Dögg og Gísli Örn fanga þann tón óaðfinnanlega og skila sálarástandi þessara vonsviknu hjóna af slíkri fimi að unun er á að horfa.

Og birtist þá ormurinn í paradísinni og biður um húsaskjól og það er fullljóst að hún er enginn aufúsugestur. Nú fer af stað uppgjör sem getur varla endað nema með skelfingu, en hér skal ekki sagt í hverju sú skelfing felst – það er einfaldlega óhætt að mæla með því að hver og einn sjái sjálfur það leikhúslega máttarverk sem boðið er upp á í Þjóðleikhúsinu.

„Þau bókstaflega dansa á barmi örvæntingar og leikur þeirra heldur áhorfanda föngnum frá upphafi til enda.“

Samtölin eru lipur og textinn lætur vel í munni; hér hefur leikstjóra tekist það sem tókst ekki fullkomlega í fyrsta þríleiknum, Ellen B., sem er að láta sýninguna hæfa sviðinu. Nú er flekinn nýttur á þann hátt sem þjónar sögunni, ljósaferningurinn sömuleiðis. Þá er tónlist Gísla Galdurs og hljóðmynd hans og Arons Þórs Arnarsonar afskaplega grípandi og styður við þá dramatísku spennu sem smám saman magnast. Svipað má segja um lýsingu Björns Bergsteins sem notar ljósaferninginn yfir sviðinu til að magna hughrif og þoka sögunni áleiðis.

En umfram allt eru það þau Nína Dögg, Gísli Örn og Kristín Þóra sem vinna leiksigur og fullt erindi að drífa sig í leikhús til að sjá framúrskarandi leik. Þau bókstaflega dansa á barmi örvæntingar og leikur þeirra heldur áhorfanda föngnum frá upphafi til enda. Þau þrjú, ásamt höfundi og leikstjóranum Benedict Andrews, skapa minnisstæða og framúrskarandi stund sem sýnir hvers leiklistin er megnug.

 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár