Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1122. spurningaþraut: „Dell vynnav, pub huni a drig omma yn Kernow“

1122. spurningaþraut: „Dell vynnav, pub huni a drig omma yn Kernow“

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða landi starfar (aðallega) ein harðsvíruð lögga að nafni Harry Hole? Það segir sig sjálft að Hole er skáldsagnapersóna.

2.  Í hvaða kvikmyndaröð kemur reglulega fram ein harðsvíruð persóna að nafni Sarah Connor?

3.  Hver samdi Brandenborgarkonsertana?

4.  Árið 2006 hleyptu þeir Jack Dorsey, Noah Glass, Biz Stone og Evan Williams ákveðnu fyrirbæri af stokkunum. Fyrirbærið naut fljótlega mikilla vinsælda og gerir enn, þótt einnig standi oft deilur um það. Hvaða fyrirbæri er þetta?

5.  Hver er núverandi talsmaður og eigandi fyrirbærisins?

6.  Sókrates er einn frægasti heimspekingur sögunnar. Hann bjó og starfaði í Forn-Grikklandi, nánar tiltekið í Aþenu. Haft hefur verið eftir Sókratesi að helst vissi hann hvað hann vissi lítið eða ekkert. Hvort hann sagði þetta í raun er þó óvíst. Helsti lærisveinn Sókratesar var Platon en kona hans var Xanþippa, sem samkvæmt þjóðsögum var mesta skass. Sókrates var að lokum ákærður fyrir að spilla ungdómi Aþenu. Hann skrifaði þá hina frægu Varnarræðu sína, en var eigi að síður dæmdur til lífláts og neyddur til að tæma eiturbikar. Og dó. — Finnið eina villu, og leiðréttið!

7.  Hve mörg voru vindstigin samkvæmt gamla vindstigakerfinu?

8.  „Dell vynnav, pub huni a drig omma yn Kernow dhe omglew bos an yeth rann poosek a'ga honanieth gonisogethek.“ Þessi setning þýðir: „Ég vil að allir sem búa hér í Kernow hafi á tilfinningunni að tungumál þeirra sé mikilvægur hluti af menningarvitund þeirra.“ — Í raun og veru er tungumálið á þeim stað, sem þarna er kallaður Kernow, útdautt og hefur verið í rúmar tvær aldir. Fólk er hins vegar að reyna að endurvekja það. Skoðið orðin vel og svarið svo: Hvað köllum við núna staðinn sem á hinu gamla tungumáli kallast Kernow? — Um er að ræða hálfgerðan útkjálka ákveðins nútímaríkis.

9.  Björn Þór Sigbjörnsson hefur nú í mörg ár verið einn umsjónarmanna ... hvers, hvar?

10.  Hver skrifaði fyrir allnokkrum áratugum vinsælar bækur eins og Nóttin langa, Síðasta skip frá Singapore, Neyðarkall frá norðurskauti og Arnarborgina?

***

Seinni aukaspurning:

Ef maður borar sig lóðbeint í gegnum Jörðina frá Íslandi, næst hvaða stjörnu myndi maður koma upp?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Noregi.

2.  Terminator-myndunum.

3.  Bach.

4.  Twitter.

5.  Elon Musk.

6.  Sókrates skrifaði ekkert — Platon lærisveinn hans skrifaði Varnarræðuna.

7.  Tólf.

8.  Cornwall.

9.  Morgunvaktarinnar á Rás eitt, Ríkisútvarpsins.

10.  Alistair MacLean.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Gro Harlem Brundtland fyrrum forsætisráðherra Noregs.

Á neðri myndinni er RAUÐA STJARNAN rétta svarið.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
4
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár