Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Samfylking mælist sjö prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkur í nýrri könnun

Ný könn­un Maskínu sýn­ir töl­fræði­lega mark­tæk­an mun á fylgi Sam­fylk­ing­ar og Sjálf­stæð­is­flokks. Bæði Pírat­ar og Við­reisn mæl­ast stærri en Fram­sókn, sem dal­ar allra flokka mest á milli mán­aða.

Samfylking mælist sjö prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkur í nýrri könnun
Samfylkingin Kristrún Frostadóttir er formaður Samfylkingarinnar. Mynd: Baldur Kristjánsson

Fylgi Samfylkingarinnar mælist 25,7 prósent í nýrri skoðanakönnun frá Maskínu, en fylgi Sjálfstæðisflokksins einungis 18,7 prósent. Það mælist því tæplega sjö prósentustiga munur á fylgi flokkanna tveggja og er munurinn nú tölfræðilega marktækur.

Könnun MaskínuVinstri græn eru sá flokkur sem bætir mestu við sig í könnun Maskínu, eða rúmum tveimur prósentustigum.

Það hafði munurinn ekki verið í þeim þremur könnunum Maskínu undanfarna þrjá mánuði sem mældu Samfylkinguna stærri en Sjálfstæðisflokk. Fylgi Samfylkingar eykst um 1,3 prósentustig á milli mánaða en fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar um 1,5 prósentustig.

Í kjölfar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks koma Píratar, Viðreisn og Framsókn með svipað mikið mælt fylgi. Píratar mælast með 11,4 prósent sem er aukning um rúmt prósentustig frá því í mars, Viðreisn mælist með 10,6 prósent sem er aukning um nærri tvö prósentustig frá síðustu könnun Maskínu, en á sama tíma dalar fylgi Framsóknarflokksins um rúm 3 prósent frá fyrri mánuði. Flokkurinn mælist nú með 10,2 prósent fylgi, sem er ríflega sjö prósentustigum minna en flokkurinn fékk í kosningum 2021.

Stuðningur við ríkisstjórnarflokkana dalar

Vinstri græn eru eini stjórnarflokkurinn sem hressist á milli mælinga Maskína, en fylgi við flokkinn mælist 8,2 prósent, sem er 2,2 prósentustigum meira en í marsmánuði.

Það breytir því þó ekki að fylgið við ríkisstjórnarflokkana þrjá í heild mælist slétt 37 prósent, sem er rúmum tveimur prósentustigum minna en í mars og það minnsta sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa samanlagt mælst með á kjörtímabilinu. 

Flokkarnir þrír sem sitja í ríkisstjórn fengu alls 54,4 prósent atkvæða er kosið var til þings í september 2021.

Fylgi Miðflokksins mælist 6 prósent, Sósíalistaflokksins 4,9 prósent og fylgi Flokks fólksins 4,4 prósent í þessari könnun Maskínu, sem framkvæmd var dagana 13. til 19. apríl. Alls tóku 852 svarendur afstöðu til flokks.

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sævar Helgason skrifaði
    Ef hugsað er 30 ár aftur í tímann-þegar R-listinn yfirtók stjórn Reykjavíkur og hefur veitt Borginni forystu síðan-þá eru bæði efnislega og stjórnmálalega líkindin til að sömu öfl yfirtaki stjórnun landsmálanna-núna. Er stöðugt stjórnarfar í farvatninu á Íslandi til næstu 30 ára ? Sennilega.
    0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Fari fram sem horfir stefnir í að Samfó, Píratar og Viðreisn geti myndað meirihlutastjórn. Og 6-9% atkvæða geti fallið dauð. Athyglisverð þróun.
    0
  • OÖM
    Oddur Örvar Magnússon skrifaði
    Ríkisstjórnin er í ruslflokki.
    Og býður förgunar.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
3
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár