Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1115. spurningaþraut: Hvar var helgiganga, síðan orrusta?

1115. spurningaþraut: Hvar var helgiganga, síðan orrusta?

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir ungi pilturinn á myndinni hér að ofan? Hann er nú afreksmaður mikill.

***

Aðalspurningar:

1.  Á dögunum var frumsýnt leikrit í stórmarkaði í Reykjavík. Hvaða stórmarkaði?

2.  Hverrar þjóðar var Nobel sá sem hin frægu verðlaun eru kennd við?

3.  Hvað hét höfuðborgin í Suður Víetnam á tímum Víetnam-stríðsins?

4.  Gamalkunnur íslenskur brandari átti að sýna fram á hve íslenskur stjórnmálamaður (nokkrir voru nefndir til sögunnar) væri lélegur í ensku. Eftir dýrlegan málsverð með ægilega fínum gestum erlendis frá átti pólitíkusinn okkar að hafa sagt, mumpandi ánægjulega ... ja, hvernig á hann að hafa látið í ljós ánægju sína?

5.  Hvaða stofnun stýrir Georg Lárusson?

6.  Hvaða stjörnumerki er nú í gangi í dýrahringnum?

7.   Hvaða Disney-mynd verður sett upp sem söngleikur í Þjóðleikhúsinu á næsta leikári?

8.  Hver ætlar að leikstýra verkinu bæði hér og á öðrum Norðurlöndum?

9.   Í hvaða firði, flóa, vík eða vogi við Ísland strandaði saltflutningaskip frá Barbados í síðasta mánuði?

10.  En á mótum hvaða tveggja hafsvæða er Barbados?

***

Seinni aukaspurning:

Málverkið hér að neðan (smellið á það til að skoða það nánar) er frá 19. öld og heitir „Helgiganga í XXX-héraði“. Í héraðinu, sem ég set stafina XXX yfir, fór seinna fram ein mesta orrusta seinni heimsstyrjaldar sumarið 1943, þótt ekki stæði hún mjög lengi. Þessi stutta og snarpa orrusta er kennd við héraðið, rétt eins og málverkið. Hvað heitir þetta hérað? — Ef þið hafið að auki nafnið á málaranum, þá fáiði vitaskuld lárviðarstig.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Krónunni.

2.  Sænskur.

3.  Saigon.

4.  „I'm so sad that I could spring.“

5.  Landhelgisgæslunni.

6.  Nautið.

7.  Frozen.

8.  Gísli Örn.

9.  Húnaflóa.

10.  Karíbahafs og Atlantshafs.

***

Svör við aukaspurningum:

Pilturinn á efri myndinni heitir Erling Haaland.

Erling Haaland

Málverkið á neðri myndinni heitir fullu nafni Helgiganga í Kursk-héraði. Orrustan við Kursk var háð sumarið 1943. Rétta svarið er sem sagt Kursk. — Málarinn hét Repin.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Meira undir en vilji til að slá eign sinni á herbergi
4
Allt af létta

Meira und­ir en vilji til að slá eign sinni á her­bergi

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði ein­hug inn­an þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins um setu­verk­fall hefði þeim ver­ið gert að skipta um þing­flokks­her­bergi. Sam­fylk­ing­in ósk­aði eft­ir því að fá stærsta þing­flokks­her­berg­ið sem Sjálf­stæð­is­menn hafa haft til um­ráða frá ár­inu 1941 en fékk það ekki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Orrustan um Hafnarfjörð
5
ÚttektCarbfix-málið

Orr­ust­an um Hafn­ar­fjörð

Íbú­ar í Hafnar­firði lýsa áhyggj­um af áætl­un­um Car­bfix vegna Coda Term­inal-verk­efn­is­ins, þar sem áætl­að er að dæla nið­ur kol­díoxí­óði í næsta ná­grenni við íbúa­byggð. Fyrstu kynn­ing­ar Car­bfix hafi ver­ið allt aðr­ar en síð­ar kom í ljós. Þá eru skipt­ar skoð­an­ir á verk­efn­inu inn­an bæj­ar­stjórn­ar en odd­viti VG furð­ar sig á með­vit­und­ar­leysi borg­ar­full­trúa í Reykja­vík.
Vanefndir og riftanir í tveimur leikskólaverkefnum sama verktaka
6
Fréttir

Vanefnd­ir og rift­an­ir í tveim­ur leik­skóla­verk­efn­um sama verk­taka

Und­ir­verk­tak­ar sem kom­ið hafa að leik­skó­la­upp­bygg­ingu í Reykja­nes­bæ og Hvera­gerði sitja eft­ir með sárt enn­ið vegna vanefnda verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Hrafn­hóls. Ein­inga­hús­næði sem fé­lag­ið hef­ur flutt inn er­lend­is frá hef­ur bók­staf­lega ekki hald­ið vatni. Á báð­um stöð­um hef­ur samn­ingi um upp­bygg­ing­una ver­ið rift.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár