Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1115. spurningaþraut: Hvar var helgiganga, síðan orrusta?

1115. spurningaþraut: Hvar var helgiganga, síðan orrusta?

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir ungi pilturinn á myndinni hér að ofan? Hann er nú afreksmaður mikill.

***

Aðalspurningar:

1.  Á dögunum var frumsýnt leikrit í stórmarkaði í Reykjavík. Hvaða stórmarkaði?

2.  Hverrar þjóðar var Nobel sá sem hin frægu verðlaun eru kennd við?

3.  Hvað hét höfuðborgin í Suður Víetnam á tímum Víetnam-stríðsins?

4.  Gamalkunnur íslenskur brandari átti að sýna fram á hve íslenskur stjórnmálamaður (nokkrir voru nefndir til sögunnar) væri lélegur í ensku. Eftir dýrlegan málsverð með ægilega fínum gestum erlendis frá átti pólitíkusinn okkar að hafa sagt, mumpandi ánægjulega ... ja, hvernig á hann að hafa látið í ljós ánægju sína?

5.  Hvaða stofnun stýrir Georg Lárusson?

6.  Hvaða stjörnumerki er nú í gangi í dýrahringnum?

7.   Hvaða Disney-mynd verður sett upp sem söngleikur í Þjóðleikhúsinu á næsta leikári?

8.  Hver ætlar að leikstýra verkinu bæði hér og á öðrum Norðurlöndum?

9.   Í hvaða firði, flóa, vík eða vogi við Ísland strandaði saltflutningaskip frá Barbados í síðasta mánuði?

10.  En á mótum hvaða tveggja hafsvæða er Barbados?

***

Seinni aukaspurning:

Málverkið hér að neðan (smellið á það til að skoða það nánar) er frá 19. öld og heitir „Helgiganga í XXX-héraði“. Í héraðinu, sem ég set stafina XXX yfir, fór seinna fram ein mesta orrusta seinni heimsstyrjaldar sumarið 1943, þótt ekki stæði hún mjög lengi. Þessi stutta og snarpa orrusta er kennd við héraðið, rétt eins og málverkið. Hvað heitir þetta hérað? — Ef þið hafið að auki nafnið á málaranum, þá fáiði vitaskuld lárviðarstig.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Krónunni.

2.  Sænskur.

3.  Saigon.

4.  „I'm so sad that I could spring.“

5.  Landhelgisgæslunni.

6.  Nautið.

7.  Frozen.

8.  Gísli Örn.

9.  Húnaflóa.

10.  Karíbahafs og Atlantshafs.

***

Svör við aukaspurningum:

Pilturinn á efri myndinni heitir Erling Haaland.

Erling Haaland

Málverkið á neðri myndinni heitir fullu nafni Helgiganga í Kursk-héraði. Orrustan við Kursk var háð sumarið 1943. Rétta svarið er sem sagt Kursk. — Málarinn hét Repin.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár