Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1115. spurningaþraut: Hvar var helgiganga, síðan orrusta?

1115. spurningaþraut: Hvar var helgiganga, síðan orrusta?

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir ungi pilturinn á myndinni hér að ofan? Hann er nú afreksmaður mikill.

***

Aðalspurningar:

1.  Á dögunum var frumsýnt leikrit í stórmarkaði í Reykjavík. Hvaða stórmarkaði?

2.  Hverrar þjóðar var Nobel sá sem hin frægu verðlaun eru kennd við?

3.  Hvað hét höfuðborgin í Suður Víetnam á tímum Víetnam-stríðsins?

4.  Gamalkunnur íslenskur brandari átti að sýna fram á hve íslenskur stjórnmálamaður (nokkrir voru nefndir til sögunnar) væri lélegur í ensku. Eftir dýrlegan málsverð með ægilega fínum gestum erlendis frá átti pólitíkusinn okkar að hafa sagt, mumpandi ánægjulega ... ja, hvernig á hann að hafa látið í ljós ánægju sína?

5.  Hvaða stofnun stýrir Georg Lárusson?

6.  Hvaða stjörnumerki er nú í gangi í dýrahringnum?

7.   Hvaða Disney-mynd verður sett upp sem söngleikur í Þjóðleikhúsinu á næsta leikári?

8.  Hver ætlar að leikstýra verkinu bæði hér og á öðrum Norðurlöndum?

9.   Í hvaða firði, flóa, vík eða vogi við Ísland strandaði saltflutningaskip frá Barbados í síðasta mánuði?

10.  En á mótum hvaða tveggja hafsvæða er Barbados?

***

Seinni aukaspurning:

Málverkið hér að neðan (smellið á það til að skoða það nánar) er frá 19. öld og heitir „Helgiganga í XXX-héraði“. Í héraðinu, sem ég set stafina XXX yfir, fór seinna fram ein mesta orrusta seinni heimsstyrjaldar sumarið 1943, þótt ekki stæði hún mjög lengi. Þessi stutta og snarpa orrusta er kennd við héraðið, rétt eins og málverkið. Hvað heitir þetta hérað? — Ef þið hafið að auki nafnið á málaranum, þá fáiði vitaskuld lárviðarstig.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Krónunni.

2.  Sænskur.

3.  Saigon.

4.  „I'm so sad that I could spring.“

5.  Landhelgisgæslunni.

6.  Nautið.

7.  Frozen.

8.  Gísli Örn.

9.  Húnaflóa.

10.  Karíbahafs og Atlantshafs.

***

Svör við aukaspurningum:

Pilturinn á efri myndinni heitir Erling Haaland.

Erling Haaland

Málverkið á neðri myndinni heitir fullu nafni Helgiganga í Kursk-héraði. Orrustan við Kursk var háð sumarið 1943. Rétta svarið er sem sagt Kursk. — Málarinn hét Repin.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár