Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Yfir 300 ungmenni nýtt sér Sjúkt spjall - „Þá vildi hann alltaf meira, líka ef ég var veik og vildi slaka á“

Börn og ung­menni hafa alls átt yf­ir 300 sam­töl við ráð­gjafa hjá Stíga­mót­um eft­ir að nafn­lausa net­spjall­ið Sjúkt spjall var opn­að fyr­ir rúmu ári. Talskona Stíga­móta seg­ir spjall­ið mik­il­vægt því ung­ling­ar sem verða fyr­ir kyn­ferð­isof­beldi veigri sér við að leita til for­eldra eða starfs­fólks skóla. Sjúkt spjall er nú op­ið þrjú kvöld í viku, í alls sex klukku­tíma, og biðla Stíga­mót til al­menn­ings þannig að hægt sé að auka þessa þjón­ustu við börn og ung­menni. Stór­átaks sé þörf til að fræða ung­linga um sam­þykki og mörk, og vinna gegn áhrif­um klámiðn­að­ar­ins.

Yfir 300 ungmenni nýtt sér Sjúkt spjall - „Þá vildi hann alltaf meira, líka ef ég var veik og vildi slaka á“

„Hvatinn til að stofna þetta spjall er að krakkar og ungmenni sem verða fyrir ofbeldisbroti eða slíku eru ekki að leita til foreldra eða til skólans. Þau eru hrædd við afleiðingarnar og þurfa öruggt rými til að spegla reynslu sína,“ segir Drífa Snædal, talskona Stígamóta, um nafnlausa netspjallið Sjúkt spjall. Börn og ungmenni hafa alls átt yfir 300 samtöl við ráðgjafa hjá Stígamótum síðan spjallið var opnað fyrir rúmu ári. 

Sjúkt spjall er fyrir ungmenni til að ræða áhyggjur af samböndunum sínum, samskiptum eða ofbeldi. Spjallið er á vegum Stígamóta, fyrir ungmenni yngri en 20 ára af öllum kynjum.  Það er opið mánudaga til miðvikudaga á milli klukkan 20:00 og 22:00.

Vilja vita hvað má og hvað má ekki

Hið dæmigerða ungmenni sem hefur nýtt sér Sjúkt spjall er stelpa á unglingsaldri í ofbeldissambandi með strák. 

„Hann suðaði þar til ég sagði já til að klára það bara af“

„Hann suðaði þar til ég sagði já til að klára það bara af. Þá vildi hann alltaf meira, líka ef ég var veik og vildi slaka á,“ sagði einn notandi spjallsins til að mynda. Önnur frásögn er ekki síður óhugguleg: „Ég hélt áfram að segja nei en hann hætti ekki, síðan byrjaði hann að taka um hálsinn minn og kreista mjög fast þar til ég gat eiginlega ekki andað. Síðan loksins þegar ég var byrjuð að gráta og öskra þá hætti hann.“

Drífa Snædaltalskona Stígamóta

Drífa segir Sjúkt spjall skipta máli því þarna geti börn og ungmenni leitað án þess að þurfa að gefa upp nafn. „Við getum ekki tilkynnt til barnaverndar neitt sem kemur fram í spjallinu. Mörgum finnst skjól í því þar sem þau vilja ákveða sjálf hvenær þau tala við fagfólk eða tilkynna. Við höfum rekið okkur á að þau sem hafa samband eru mikið að velta fyrir sér samþykki, mörkum og hvað sé í lagi í samböndum og í kynlífi. Hvað má gera og hvað má ekki gera,“ segir hún. 

Fyrirmyndin frá Svíþjóð og Noregi

Almennt hefur Stígamót veitt fullorðnum brotaþolum þjónustu en samkvæmt tölum frá Stígamótum urðu 70 prósent þeirra fyrir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur og mörg segja aldrei frá. 

Fræðslu- og forvarnaverkefninu Sjúk ást var ýtt úr vör af Stígamótum snemma árs 2018 en markmið þess er að fræða ungt fólk um mörk og samþykki með það að leiðarljósi að útrýma kynbundnu ofbeldi í íslensku samfélagi. Frá árinu 2019 hafa Stígamót átt í samstarfi við Samfés, landssamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi, vegna fræðslunnar með góðum árangri.

Verkefnið Sjúk ást sýndi að mikil þörf var fyrir þess konar fræðslu, og í mars 2022 varð framhaldsverkefnið Sjúkt spjall að veruleika. 

Drífa segir að fyrirmyndin að þessu nafnlausa spjalli fyrir börn og ungmenni sé frá Svíþjóð og Noregi, og Stígamót séu í samstarfi við þau sem halda úti slíku spjalli þar. „Við erum að reyna að spegla okkur í þeirra reynslu því það er ekkert sambærilegt í boði hér á landi, þar sem við erum með þaulreyndra ráðgjafa á hinni línunni sem hafa fengið þjálfun hjá Stígamótum,“ segir hún.

„Hann sagði að þannig væri það í samböndum, er það rétt?“

Ýmsar ástæður séu fyrir því að ungir brotaþolar segi ekki frá. Til að mynda eiga þau oft erfitt með að skilgreina eigin reynslu, eins og birtist í spurningu einnar þeirra sem talaði við ráðgjafa í gegn um Sjúkt spjall: „Hann var 7 árum eldri. Stundum reið hann mér þótt ég segði nei. Hann sagði að þannig væri það í samböndum, er það rétt?“

Önnur lýsti þessari atburðarás: „Hann spurði mig ekki, bara gerði það og ég sagði ekkert allan tímann og ég veit ekki hvort þetta hafi verið nauðgun eða ekki.“

Sum ungmennin óttast síðan að vera stimpluð af félögum og nærumhverfinu ef þau segja frá, í sambland við sjálfsásakanir, eins og stúlkan sem sagði í Sjúku spjalli: „Ég sagði vinkonu minni og hún sagði að ég væri bara algjör hóra og hefði átt að sjá þetta koma.“

„Ég er hætt að finna fyrir sorg þegar hann er vondur við mig, er eiginlega bara dofin“

Þá fari oft fljótt að myndast sama mynstur í samböndum ungmenna sem eru í ofbeldissambandi og hjá fullorðnu fólki sem býr við heimilisofbeldi. „Ég er hætt að finna fyrir sorg þegar hann er vondur við mig, er eiginlega bara dofin,“ sagði ein sem leitaði sér aðstoðar í gegn um Sjúkt spjall. Því sé mikilvægt að veita þessum aldurshópi þjónustu af þessu tagi.

Kallar eftir stórátaki til að fræða unglinga

Drífa segir að Stígamót sé að miklu leyti rekið vegna fjárstuðnings frá almenningi, og nú eru mánaðarlegir styrktaraðilar samtakanna um 6.700 talsins.

Forsætisráðuneytið og Stígamót gerðu með sér samstarfssamning á síðasta ári vegna verkefnisins Sjúkt spjall upp á tólf milljónir króna. Innan Stígamóta sé vilji til að bjóða upp á netspjallið fleiri daga vikunnar en mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga, og jafnvel lengur en í tvær klukkustundir hvern dag.

„Við höfum séð að þörfin er til staðar og viljum efla þetta enn frekar. Það er ljóst að það þarf stórátak til að fræða unglinga um samþykki og mörk í samskiptum og vinna gegn áhrifum klámiðnaðarins,“ segir hún. 

Því hvetja Stígamót almenning til að styrkja Stígamót um andvirði eins spjalls við ungling sem þarf aðstoð „og aðstoða okkur þannig við að grípa unglingana okkar,“ segir á heimasíðu þeirra en þar er miðað við að eitt spjall kosti 2.500 krónur, en hægt er að styrkja um aðrar upphæðir. 

Þar er einnig bent á að Stígamót hafa gert aðgengilegt próf fyrir foreldra þar sem þeir geta kannað þekkingu sína á ofbeldissamböndum, sem geri þau þá meðvitaðri um hvort börnin þeirra séu í sjúku eða heilbrigðu sambandi. 

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár