Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Stjórnvöld og Seðlabankinn „enn með allt niður um sig“

Þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að Ís­lend­ing­ar þurfi sjálf­stæð­ar og óháð­ar greiðslu­lausn­ir sem séu bæði ódýr­ar og ör­ugg­ar.

Stjórnvöld og Seðlabankinn „enn með allt niður um sig“
Stjórnvöld og Seðlabankinn þurfi að gyrða sig í brók Þingmaðurinn hefur áður sagt að stjórnvöld og Seðlabanki Íslands þurfi að gyrða sig í brók strax og þótt fyrr hefði verið og tryggja óháða, sjálfstæða fjármálainnviði, óháðar og ódýrar innlendar greiðslulausnir. Mynd: Bára Huld Beck

Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar gerði fjármálainnviði á Íslandi að umfjöllunarefni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Hún benti á að íslenskir neytendur greiddu ekki einungis til íslenskra banka heldur borguðu þeir einnig til Visa og Mastercard í útlöndum.

„Hagnaður bankanna af þessu fyrirkomulagi hleypur á milljörðum og við borgum og getum ekki annað. En eftir hverju höfum við verið að bíða allan þennan tíma? Höfum við verið að bíða eftir bönkunum, að þeir geri eitthvað í málunum? Er það ekki stjórnvalda og Seðlabankans að bregðast við?“ spurði hún.  

Oddný telur að Íslendingar þurfi sjálfstæðar og óháðar greiðslulausnir sem séu bæði ódýrar og öruggar. Vísaði hún í grein sem hún skrifaði í fyrrasumar um „þessa alvarlegu stöðu“ en þar sagði hún að stjórnvöld og Seðlabanki Íslands þyrftu að gyrða sig í brók strax og þótt fyrr hefði verið og tryggja óháða, sjálfstæða fjármálainnviði, óháðar og ódýrar innlendar greiðslulausnir.

„Núna, um ári seinna, eru þau enn með allt niður um sig,“ sagði hún á þingi í dag. 

Fyrirkomulag greiðslumiðlunar hér á landi gæti ógnað þjóðaröryggi

Oddný hóf ræðuna á því að rifja upp að árið 2019 hefði þáverandi seðlabankastjóri, Már Guðmundsson, skrifað þjóðaröryggisráði bréf um að fyrirkomulag greiðslumiðlunar hér á landi gæti ógnað þjóðaröryggi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefði síðan upplýst í nóvember í fyrra í umræðum um skýrslu þjóðaröryggisráðs að ráðið hefði fengið Seðlabankann þrisvar sinnum á fund sinn til að ræða stöðu innlendrar greiðslumiðlunar. 

Katrín sagði þá að það væri mat þjóðaröryggisráðs að lykilatriði til að tryggja fjármálaöryggi væri að til staðar væru innviðir til að tryggja innlenda greiðslumiðlun. Þann 28. september í fyrra áréttaði fjármálastöðugleikanefnd í yfirlýsingu sinni mikilvægi þess að auka öryggi í innlendri greiðslumiðlun til að tryggja rekstrarsamfellu, meðal annars með vísan til vaxandi netógnar. 

Á kynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar 15. mars síðastliðinn sagði Gunnar Jakobsson, staðgengill formanns nefndarinnar, að niðurstaða yrði að fást í málinu á næstu vikum eða óska ella eftir lagasetningu um málið, benti Oddný á. 

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • LCV
    Lowana Compton Veal skrifaði
    Ég man eftir því þegar ODDNÝ lækkaði elli og örorkulífeyriinn. Hún ætti að laga það fyrst. Kv.Siggi Þóriss.
    0
  • Jón Ívarsson skrifaði
    Ekki bíða eftir bönkunum. Við þurfum VIPPS eins og t.d í Noregi. Búið að vera þar í tugi ára og jafn lengi í vinnslu á Íslandi. Hvað er í veginum fyrir svona kerfi?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár