Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

25 prósent aukin raforkuþörf til 2040

Orku­stofn­un ger­ir ekki ráð fyr­ir að full orku­skipti ná­ist fyr­ir ár­ið 2040 líkt og rík­is­stjórn­in stefn­ir að. Í nýrri spá er reikn­að með að kom­ist verði áleið­is að settu marki en að sigl­ing­ar og flug eigi langt í land. En ný tækni gæti snar­breytt stöð­unni.

25 prósent aukin raforkuþörf til 2040
Hlýnun jarðar Ríkisstjórnin er með háleit markmið í loftslagsmálum og vill að hætt verði að nota jarðefnaeldsneyti á Íslandi fyrir árið 2040. Ekki er útlit fyrir að það markmið náist, en líkt og einn viðmælandi Heimildarinnar segir, þá er gott að setja markið hátt. Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

Ný háspá Orkustofnunar, sú ítrasta sem stofnunin gefur út, gerir ráð fyrir að orkunotkun á Íslandi muni aukast um 25 prósent til ársins 2040. Grunnspá stofnunarinnar gerir ráð fyrir að þörfin aukist um 10 prósent.

Í ítrustu sviðsmynd svokallaðrar grænbókar um orkumál, sem starfshópur undir forystu Vilhjálms Egilssonar vann fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í fyrra, var þörfin metin umtalsvert meiri eða að tvöfalda þyrfti orkuframleiðslu til ársins 2040 og rúmlega það.

Það eru því himinn og haf – tugir prósenta og þúsundir gígavattstunda – á milli þess sem Vilhjálms-nefndin taldi þurfa, sviðsmynd sem byggð var á útreikningum Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi, og nýrrar spár Orkustofnunar – stofnunar sem hefur það hlutverk að afla þekkingar, gagna og upplýsinga um orkumál og vinna áætlanir til framtíðar.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhann Þór Magnússon skrifaði
    Það er ákaflega ánægjulegt að skoða nýja orkuspá Orkustofnunar. Spáin er á allt öðru og hærra plani en áður, vinnubrögðin vönduð m.a. virðast umsagnaraðilar hafa haft verulega jákvæð áhrif. Forsendur og raunhæfni orkuskipta hafa augljóslega verið vandlega rýndar og niðurstaðan að stefna ríkisstjórnarinnar í orkuskiptum fyrir 2040 er algjörlega óraunhæf. Allir sem þekkja raforkukerfi Íslands eða sögu þess held ég viti að ríkisstjórnin er útí móa í stefnunni í orkuskiptum Fyrirætlanir ríkisstjórnar í orkuskiptum eru dæmalaust illa ígrundaðar og í hróplegu ósamræmi við vandaðan undirbúning samanburðarlanda okkar. Orkustofnun fær hrós fyrir að standa í lappirnar hér.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Meira undir en vilji til að slá eign sinni á herbergi
5
Allt af létta

Meira und­ir en vilji til að slá eign sinni á her­bergi

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði ein­hug inn­an þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins um setu­verk­fall hefði þeim ver­ið gert að skipta um þing­flokks­her­bergi. Sam­fylk­ing­in ósk­aði eft­ir því að fá stærsta þing­flokks­her­berg­ið sem Sjálf­stæð­is­menn hafa haft til um­ráða frá ár­inu 1941 en fékk það ekki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Orrustan um Hafnarfjörð
5
ÚttektCarbfix-málið

Orr­ust­an um Hafn­ar­fjörð

Íbú­ar í Hafnar­firði lýsa áhyggj­um af áætl­un­um Car­bfix vegna Coda Term­inal-verk­efn­is­ins, þar sem áætl­að er að dæla nið­ur kol­díoxí­óði í næsta ná­grenni við íbúa­byggð. Fyrstu kynn­ing­ar Car­bfix hafi ver­ið allt aðr­ar en síð­ar kom í ljós. Þá eru skipt­ar skoð­an­ir á verk­efn­inu inn­an bæj­ar­stjórn­ar en odd­viti VG furð­ar sig á með­vit­und­ar­leysi borg­ar­full­trúa í Reykja­vík.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár