Fyrri aukaspurning:
Hver er á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Í hvaða þéttbýlisstað á Íslandi er Þórunnarstræti?
2. Hvaða verkfæra- og byggingavöruverslun á Laugaveginum í Reykjavík var lögð niður á síðasta ári?
3. Hvaða pláneta í sólkerfinu okkar er heitust?
4. Hvaða eyja í veraldarsjónum er talin upphafsreitur reggae-tónlistar?
5. Sú sama eyja er líka kunn fyrir ótrúlega afreksmenn af báðum kynjum á öðru sviði. Hverjir eru þeir afreksmenn? Svarið verður að vera nákvæmt!
6. Fornleifafræðingurinn Howard Carter er frægur fyrir að hafa fyrir 100 árum grafið upp ... hvað?
7. En uppgröft á hvaða tveimur borgum gerði fornleifafræðinginn Heinrich Schliemann heimsfrægan öllu fyrr? Þið fáið stig fyrir eina borg en lárviðarstig fyrir báðar.
8. Hvaða ár var úrslitaorrusta Napoleons við Waterloo háð? Hér eru engin skekkjumörk leyfð!
9. Hann var þingmaður á Alþingi Íslendinga frá 1890-1915, fyrst fyrir Eyfirðinga en svo Ísfirðinga. Hann var sýslumaður Ísfirðinga, fiskútflytjandi, kaupmaður, ritstjóri og bóndi á einu frægasta býli Íslands 1901-1908. Hann var af miklum þingmannaættum. Móðir hans var þingmannsdóttir, bróðir hans var þingmaður, þrjú barna hans sátu á þingi og einn tengdasonur. Kona hans var bæði dóttir og dótturdóttir þingmanns. Hvað hét þessi þingmaður?
10. En hvað var að „eitt frægasta býli Íslands“ þar sem hann var um tíma bóndi?
***
Seinni aukaspurning:
Við vesturenda þessa stöðuvatns í Evrópu stendur borg. Og núorðið er vatnið oft nefnt eftir borginni, einkum meðal útlendinga eins og okkar, þótt upphaflega heiti það reyndar öðru nafni. En nafn borgarinnar (og oft vatnsins líka núorðið) er ... hvað?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Akureyri.
2. Brynja.
3. Venus.
4. Jamaica.
5. Spretthlauparar. Hlauparar er of almennt.
6. Grafhýsi Tútantamons faraós. Ef þið nefnið faraó og grafhýsi, þá fáiði stig þó nafn faraós vanti.
7. Hér er átt við Tróju og Mýkenu. Schliemann gróf EKKI upp Knossos á Krít þótt ýmsir haldi það.
8. 1815.
9. Skúli Thoroddsen.
10. Bessastaðir.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er Þorgerður Katrín. Myndin er frá 2005 og var hluti af auglýsingaherferð VR gegn kynbundnum launamun. Fyrirsögnin var Láttu ekki útlitið blekkja þig.
Á neðri myndinni má sjá borgina Genf.
Athugasemdir