Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1114. spurningaþraut: Spurt er um eyju í veraldarsjónum

1114. spurningaþraut: Spurt er um eyju í veraldarsjónum

Fyrri aukaspurning:

Hver er á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða þéttbýlisstað á Íslandi er Þórunnarstræti?

2.  Hvaða verkfæra- og byggingavöruverslun á Laugaveginum í Reykjavík var lögð niður á síðasta ári?

3.  Hvaða pláneta í sólkerfinu okkar er heitust?

4.  Hvaða eyja í veraldarsjónum er talin upphafsreitur reggae-tónlistar?

5.  Sú sama eyja er líka kunn fyrir ótrúlega afreksmenn af báðum kynjum á öðru sviði. Hverjir eru þeir afreksmenn? Svarið verður að vera nákvæmt!

6.  Fornleifafræðingurinn Howard Carter er frægur fyrir að hafa fyrir 100 árum grafið upp ... hvað?

7.  En uppgröft á hvaða tveimur borgum gerði fornleifafræðinginn Heinrich Schliemann heimsfrægan öllu fyrr? Þið fáið stig fyrir eina borg en lárviðarstig fyrir báðar.

8.  Hvaða ár var úrslitaorrusta Napoleons við Waterloo háð? Hér eru engin skekkjumörk leyfð!

9.  Hann var þingmaður á Alþingi Íslendinga frá 1890-1915, fyrst fyrir Eyfirðinga en svo Ísfirðinga. Hann var sýslumaður Ísfirðinga, fiskútflytjandi, kaupmaður, ritstjóri og bóndi á einu frægasta býli Íslands 1901-1908. Hann var af miklum þingmannaættum. Móðir hans var þingmannsdóttir, bróðir hans var þingmaður, þrjú barna hans sátu á þingi og einn tengdasonur. Kona hans var bæði dóttir og dótturdóttir þingmanns. Hvað hét þessi þingmaður?

10.  En hvað var að „eitt frægasta býli Íslands“ þar sem hann var um tíma bóndi?

***

Seinni aukaspurning:

Við vesturenda þessa stöðuvatns í Evrópu stendur borg. Og núorðið er vatnið oft nefnt eftir borginni, einkum meðal útlendinga eins og okkar, þótt upphaflega heiti það reyndar öðru nafni. En nafn borgarinnar (og oft vatnsins líka núorðið) er ... hvað?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Akureyri.

2.  Brynja.

3.  Venus.

4.  Jamaica.

5.  Spretthlauparar. Hlauparar er of almennt.

6.  Grafhýsi Tútantamons faraós. Ef þið nefnið faraó og grafhýsi, þá fáiði stig þó nafn faraós vanti.

7.  Hér er átt við Tróju og Mýkenu. Schliemann gróf EKKI upp Knossos á Krít þótt ýmsir haldi það.

8.  1815.

9.  Skúli Thoroddsen.

10.  Bessastaðir.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Þorgerður Katrín. Myndin er frá 2005 og var hluti af auglýsingaherferð VR gegn kynbundnum launamun. Fyrirsögnin var Láttu ekki útlitið blekkja þig.

Á neðri myndinni má sjá borgina Genf.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Meira undir en vilji til að slá eign sinni á herbergi
5
Allt af létta

Meira und­ir en vilji til að slá eign sinni á her­bergi

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði ein­hug inn­an þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins um setu­verk­fall hefði þeim ver­ið gert að skipta um þing­flokks­her­bergi. Sam­fylk­ing­in ósk­aði eft­ir því að fá stærsta þing­flokks­her­berg­ið sem Sjálf­stæð­is­menn hafa haft til um­ráða frá ár­inu 1941 en fékk það ekki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Orrustan um Hafnarfjörð
5
ÚttektCarbfix-málið

Orr­ust­an um Hafn­ar­fjörð

Íbú­ar í Hafnar­firði lýsa áhyggj­um af áætl­un­um Car­bfix vegna Coda Term­inal-verk­efn­is­ins, þar sem áætl­að er að dæla nið­ur kol­díoxí­óði í næsta ná­grenni við íbúa­byggð. Fyrstu kynn­ing­ar Car­bfix hafi ver­ið allt aðr­ar en síð­ar kom í ljós. Þá eru skipt­ar skoð­an­ir á verk­efn­inu inn­an bæj­ar­stjórn­ar en odd­viti VG furð­ar sig á með­vit­und­ar­leysi borg­ar­full­trúa í Reykja­vík.
Vanefndir og riftanir í tveimur leikskólaverkefnum sama verktaka
6
Fréttir

Vanefnd­ir og rift­an­ir í tveim­ur leik­skóla­verk­efn­um sama verk­taka

Und­ir­verk­tak­ar sem kom­ið hafa að leik­skó­la­upp­bygg­ingu í Reykja­nes­bæ og Hvera­gerði sitja eft­ir með sárt enn­ið vegna vanefnda verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Hrafn­hóls. Ein­inga­hús­næði sem fé­lag­ið hef­ur flutt inn er­lend­is frá hef­ur bók­staf­lega ekki hald­ið vatni. Á báð­um stöð­um hef­ur samn­ingi um upp­bygg­ing­una ver­ið rift.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár