Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Leigumarkaðurinn hefur setið á hakanum

Vísi­tala leigu­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækk­aði um 6,5 pró­sent á sex mán­uð­um þrátt fyr­ir að hús­næð­isverð hafi á sama tíma stað­ið í stað. „Ég hef áhyggj­ur af því að þetta endi ekki vel fyr­ir leigj­end­ur,“ seg­ir Már Mixa hag­fræð­ing­ur.

Leigumarkaðurinn hefur setið á hakanum

Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 6,5% á sex mánuðum samkvæmt síðustu tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS), þrátt fyrir að húsnæðisverð hafi á sama tíma nánast staðið í stað.

Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu til mars 2011-2023Heimild: HMS

Máx Wolfgang Mixa, lektor í hagfræði við HÍ, segir að staðan á leigumarkaði sé að snúast við. „Í Covid-faraldrinum tók húsnæðisverð mikinn kipp en leiguverð stóð í stað. Þetta er óvenjulegt því yfirleitt hefur verið mikil fylgni milli húsnæðisverðs og leiguverðs. En nú er spáð metfjölda ferðamanna og miklar líkur á því að íbúðir fari aftur á skammtímaleigu. Ég hef áhyggjur af því að þetta endi ekki vel fyrir leigjendur.“

Þar að auki voru vextir á húsnæðislánum í sögulegu lágmarki meðan á faraldrinum stóð, sem gerði kaupendum auðveldara fyrir að kaupa húsnæði, en nú er öldin önnur. Vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum voru minnst 3,3% vorið 2021 en hafa síðan þá hækkað um sex prósentustig og eru nú í kringum 9,3%.

Hefur lengi fylgst með stöðunni á húsnæðismarkaðnum

Már Wolfgang Mixatelur vera miklar líkur á því að leiguverð haldi áfram að hækka á næstunni.

Það eru um það bil fimmtán ár síðan ég fór að beina sjónum mínum að húsnæðismálum og þá ekki síst leigumálum. Þegar ég byrjaði að skrifa hafði enginn áhuga á þessu. Núna er um það bil þriðja hver ritgerð sem ég er að leiðbeina að fjalla um fasteignamarkaðinn. Fólk hefur mikinn áhuga á þessu.

Sjálfur fór Már að hafa áhuga á leigumarkaðnum eftir að hafa heyrt sögu kunningja sem hafði erfiða reynslu af leigumarkaðinum og óvissunni sem honum fylgdi. „Vinkona dætra minna þurfti að flytjast úr miðbæ Hafnarfjarðar einhvers staðar út í Mosfellsbæ. Og þá þurfa börnin að skipta um skóla, það þarf að endurskipuleggja allt saman. Það var eiginlega í framhaldi af því sem augun mín opnuðust fyrir hversu slæm staða fólks á leigumarkaði er hérna. Það er líka áhyggjuefni að margir þeirra sem flæmdust á leigumarkað eftir að hafa misst húsið í hruninu eru stundum að festast á leigumarkaði árum saman og komast aldrei aftur inn. Og nú hafa vextir hækkað svo mikið að greiðslubyrðin af nýju láni er orðin óviðráðanleg fyrir marga.“

Aðeins 10% leigjenda eru á leigumarkaði af fúsum og frjálsum vilja.

Samkvæmt viðhorfskönnun HMS segjast aðeins 10% leigjenda vera á leigumarkaði af fúsum og frjálsum vilja, en 19% telja sig ekki búa við húsnæðisöryggi. Könnunin var hins vegar framkvæmd árið 2021 og hlutfallið gæti hafa hækkað síðan þá. Hlutfall ráðstöfunartekna sem fór í leigu mældist 45% að meðaltali en talað er um „íþyngjandi húsnæðiskostnað“ þegar hlutfallið mælist yfir 40%. Síðan þá hefur leiguverð hækkað um nær 20% og því má gera ráð fyrir að hlutfallið hafi hækkað enn frekar.

Fjöldi íbúða í skammtímaleigu eykst hratt

Eignir í skammtímaleigu til ferðamanna voru tiltölulega fáar á Covid-árunum 2020-2021 en fjöldi þeirra tvöfaldaðist síðan úr 1.082 upp í 2.180 samkvæmt Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum að sjá mikla aukningu í umsóknir um heimagistingu núna. Það eru margar umsóknir að berast á hverjum degi og það sem af er árinu hafa 1732 umsóknir verið samþykktar og það er mjög líklegt að þær verði fleiri í ár en í fyrra,“ segir Oddur Björn Tryggvason, sérfræðingur hjá Sýslumanninum.

Við þetta bætist að aukin umsvif ferðaþjónustunnar kalla eftir meira vinnuafli. Til þess að manna störfin er gjarnan leitað til útlanda en fólksfjölgun af þessum sökum skapar aukna eftirspurn eftir leiguhúsnæði. „Á síðustu 20 árum hefur landsmönnum fjölgað um 100.000,“ segir Már. „Af þessum fjölda má gera ráð fyrir að 25% vinni við ferðaþjónustu.“ Þá eru afleidd störf ekki talin með, svo sem störf í smásölu og þjónustu sem tengist ekki ferðaþjónustu eingöngu en hefur vaxið vegna aukins fjölda ferðamanna.

Ferðamálastofa spáir 50% fjölgun ferðamanna fram til 2030. Verði þessi spá að veruleika er ljóst að álagið á leigumarkaðnum verður áfram mikið.

Vill miða lán við húsnæðisvísitölu

Ein lausn sem Már hefur talað fyrir er að tengja húsnæðislán við húsnæðisvísitölu frekar en vísitölu neysluverðs eins og venjan hefur verið með verðtryggðum húsnæðislánum. „Í hruninu lenti fólk í því að höfuðstóll lánsins hækkaði vegna verðbólgu á sama tíma og fasteignaverð lækkaði og þá þurrkaðist allt út sem fólk hafði fjárfest í eigið húsnæði. Séu lán tengd við húsnæðisvísitölu þá lækkar höfuðstóllinn í sama takti og húsnæðisverð lækkar. Það dregur úr hættunni á því að eigið fé fólks þurrkist út við slíkar aðstæður.

Séreignarstefnan og einstaklingshyggjan skemma fyrir

„Hér á landi hefur séreignarstefnan lengi ráðið ríkjum, og það hefur verið á kostnað leigumarkaðarins, en það er ekki endilega slæmt að vera á leigumarkaði. Fyrir suma hentar hreinlega betur að vera á leigumarkaði, t.d. námsmenn sem hafa ekki ákveðið hvar þeir vilja búa, ungt fólk sem er að safna sér fyrir eigin húsnæði, eða fólk sem er í tímabundnu starfi einhver staðar og gerir ekki ráð fyrir að búa lengi á einum stað. Það sem er slæmt er óvissan sem getur fylgt því að vera á leigumarkaði þegar sveiflurnar í framboði og eftirspurn verða miklar.

Við þurfum að taka afstöðu til þess hvort við lítum á leigumarkaðinn sem einhvers konar neyðarúrræði eða bara eðlilegur hluti af húsnæðisframboði. Það er ákveðin einstaklingshyggja sem er kannski meira ráðandi hér á landi en hjá öðrum Norðurlandaþjóðum og hún hefur kannski líka spilað inn í.

Leiguþak tvíeggjað sverð

Formaður Leigjendasamtakanna hefur talað fyrir ýmsum aðgerðum til að bæta aðstöðu leigjenda, meðal annars þak á leiguverð. „Það er frábært að leigjendur séu komnir með svona sterkan talsmann,“ segir Már. „Hins vegar hef ég ekki mikla trú á því að leiguþak geti leyst málið.“ Hann nefnir sem dæmi að leiguþak hafi verið innleitt í Stokkhólmi í Svíþjóð, en þar hefur leiguþakið ekki komið í veg fyrir skort á leiguhúsnæði og margir neyðast til þess að leigja á svörtum markaði. Þeir sem eru með löglegan leigusamning með leiguþaki leigja þá gjarnan áfram til þeirra sem hafa ekki aðgang að slíkum samningi, en 500.000 manns eru á biðlista eftir löglegum leigusamningi og biðin getur tekið 20 til 30 ár.

Erfitt að ráða við miklar sveiflur í fólksfjölgun

Kári Friðrikssonhagfræðingur hjá HMS.

Kári Friðriksson, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, tekur í sama streng og segir leiguþak geta verið tvíeggjað sverð. Að hans mati sé flöskuhálsinn fyrst og fremst skortur á lóðaframboði en bæði stjórnsýslan og byggingarferlið séu seinvirk og það geti tekið mörg ár frá því að ákveðið er að skipuleggja nýtt íbúðahverfi þangað til nýjar íbúðir eru afhentar. Þá sé erfitt að ráða við miklar og tíðar sveiflur í eftirspurn eftir húsnæði. Á Íslandi séu slíkar sveiflur sérstaklega miklar og ýktari en í nágrannalöndum.

Sveiflur í umsvifum byggingariðnaðarins eru meiri á Íslandi en í fjölmennari löndum

Miklar sveiflur í eftirspurn eftir húsnæði skýrast líklega af sveiflum í íbúafjölgun en vegna fámennisins hér á landi geta slíkar sveiflur verið talsvert meiri en í fjölmennari löndum. Erfitt og dýrt getur reynst fyrir byggingariðnaðinn að aðlagast þessum sveiflum og það endurspeglast í hærra húsnæðisverði.

Árleg fólksfjölgun í nokkrum EvrópulöndumHeimild: United Nation Population Division

Þá eru hagsveiflur sömuleiðis miklar hér á landi en fólksfjölgun hefur verið mjög háð hagsveiflunni. Í niðursveiflunni árin 2008-2011 var fólksfjölgunin nær engin eða jafnvel neikvæð en þegar hagvöxtur verður mikill kallar það á innflutt vinnuafl og þá getur fólksfjölgunin allt í einu orðið 2-2,5% á ári (árið 2022 reyndist einmitt metár í fólksfjölgun en þá mældist hún 3%). Í fjölmennari löndum er fólksfjölgun jafnari yfir tímann og munurinn milli ára sjaldan meiri en 1%.

Ofan á hagsveiflurnar bætast sveiflur í fjölda flóttamanna sem sækja til Íslands. Til að mynda voru umsækjendur um alþjóðlega vernd árið 2022 fimm sinnum fleiri en árið á undan, eða 4.500 (52% þeirra voru frá Úkraínu). Uppbygging húsnæðiskerfisins er langtímaverkefni sem þarf að undirbúa mörg ár fram í tímann en spár um mannfjölgun eru mjög ónákvæmar þar sem erfitt er að spá fyrir bæði um hagvöxt og fjölda flóttafólks sem sækir til landsins. Fólksfjölgunin ein og sér er ekki endilega vandamál heldur sveiflurnar í fólksfjölgun sem gera áætlanagerð erfiða.

Fólk á leigumarkaði minnihluti sem lítið er hugsað um

Aðeins 16-17% landsmanna eru á leigumarkaði, og stór hluti þeirra eru innflytjendur sem hafa ekki kosningarétt. Þessi hópur hefur því mjög veika rödd þegar kemur að því að kalla eftir umbótum.

Flestar aðgerðir sem hefur verið gripið til á húsnæðismarkaðnum á undanförnum árum hafa verið í þágu kaupenda og eigenda húsnæðis. Leiðréttingin svokallaða, sem farið var í eftir fjármálahrunið, miðaði að því að létta með þeim sem þegar höfðu keypt húsnæði. Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar til niðurgreiðslu á húsnæðisláni var sömuleiðis ætluð þeim sem búa í eigin húsnæði og það sama má segja um hlutdeildarlánin sem núverandi stjórnvöld eru að veita til kaupa á fyrstu fasteign.

Allt bendir til þess að leigumarkaðurinn hafi einfaldlega setið á hakanum í langan tíma.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Yngvi Sighvatsson skrifaði
    1. Leigumarkaðurinn er miklu stærri en 16-18% því stór hluti samninga er ekki gefin upp og er það í beinu samhengi við hækkun leigu, því ef þú hefur efni á að borga þetta háa leigu, þá áttu ekki rétt á bótum. Þessi staðreynd er falin viljandi af HMS en samkvæmt upplýsingum frá hagstofu varðandi fólksfjölgun þá ættu um 10 manns að búa í hverri íbúð svo þessi uppgefna tala HMS um 16-18% gæti staðist.
    2. Hömlur á leiguverði eru víðast hvar í Evrópu og virka vel. Ef við kæmum slíku á hér þá væri það gríðarlegur ávinningur fyrir venjulegt fólk sem vill kaupa sér sitt eigið húsnæði, þvi þá væri ekki stöðugur slagur við fjárfesta um hverja eign, staðan frá 2005 til dagsins í dag er : Fjárfestar 2 íbúðir fyrir hverja eina sem venjulegt fólk kaupir sér.
    3. Að hafa nauðsynjavöru eins og húsnæði algerlega án neinnar kostnaðartengingar og láta verðið eingöngu ráðast af neyð fólks er ekki siðuðu samfélagi bjóðandi.
    ps. ég átti ekki von á þessum áróðri frá Wolfgang enda gefur hann sig út fyrir að vera hlynntur því að staða leigjenda sé bætt. En hver er lausnin önnur en að stöðva gullgrafaræðið á leigumarkaði ?
    Varðandi manninn frá HMS þá hvet ég ykkur til að hlusta sem minnst á hann enda er sú stofnun gerandi í ástandinu, sérstaklega á leigumarkaði og hafa samtök leigjenda send inn erindi til ríkisendurskoðunnar varðandi starfshætti HMS.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Samfylkingin geri „ófrávíkjanlega kröfu“ um flugvöllinn í Vatnsmýri
6
StjórnmálAlþingiskosningar 2024

Sam­fylk­ing­in geri „ófrá­víkj­an­lega kröfu“ um flug­völl­inn í Vatns­mýri

Fyrr­ver­andi formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að það sé „ófrá­víkj­an­leg krafa“ flokks­ins að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur verði á sín­um stað þar til nýr flug­vall­ar­kost­ur fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið verði til­bú­inn. Með auknu fylgi Sam­fylk­ing­ar á lands­byggð­inni og raun­ar um allt land hafa við­horf­in með­al stuðn­ings­manna flokks­ins til fram­tíð­ar­stað­setn­ing­ar Reykja­vík­ur­flug­vall­ar breyst tölu­vert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár