Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1109. spurningaþraut: „Dómararnir eru komnir upp með höndina“

1109. spurningaþraut: „Dómararnir eru komnir upp með höndina“

Fyrri aukaspurning:

Af hvaða þjóð má ætla að karlinn hér að ofan sé? Og þá er ekki átt við þjóð sem rúmast innan landamæra eins ríkis.

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða landi er höfuðborgin Teheran?

2.  Jón forseti var fyrsta skipið af ákveðinni tegund sem smíðað var sérstaklega fyrir Íslendinga. Jón forseti var ... hvernig skip?

3.  Madeleine Albright, Hillary Clinton og Condoleezza Rice hafa allar gegnt einu og sama starfinu. Hvaða starf er það?

4.  Hvað heitir íslenski ljósmyndarinn sem er sérstaklega kunnur fyrir magnaðar myndir sínar frá Grænlandi, oftar en ekki svarthvítar?

5.  Hvar á Íslandi hefur íþróttafélagið Einherji bækistöðvar?

6.  Hvers konar dýr eru kameljón?

7.  „Dómararnir eru komnir upp með höndina.“ Hvað er á seyði þegar handboltalýsandi í sjónvarpinu lætur þessi orð falla?

8.  Í langan tíma kringum síðustu aldamót var Agnes Bragadóttir meðal kunnustu fulltrúa ákveðinnar starfsstéttar. Agnes var þá ... hvað?

9.  Fjórmenningarnir Roger Waters, Rick Wright, David Gilmour og Nick Mason voru lengst af samverkamenn í frægri hljómsveit. Hvað hét eða heitir hún?

10.  Hver sagði nýlega í blaðaviðtali eftir að hafa kynnst bæði listamönnum og þingmönnum: „Ég hef að vísu verið inn­an um lista­menn alla ævi en aldrei kynnst í þeirra röðum öðrum eins príma­donn­um og at­hygl­is­fíkl­um og sum­ir þing­menn eru óneit­an­lega.“

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan á myndinni framan á DV fyrir talsverðu síðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Íran.

2.  Togari.

3.  Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna.

4.  Ragnar Axelsson, RAX.

5.  Vopnafirði.

6.  Eðlur.

7.  Liðið sem er með boltann verður að fara að skjóta á mark fyrr en síðar.

8.  Blaðamaður.

9.  Pink Floyd.

10.  Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og fyrrum þingmaður.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Túaregi en sú þjóð er af berbískum uppruna og býr í mörgum löndum í og við Sahara-eyðimörkina. Túaregar eru auðþekktir af bláa litnum.

Á neðri myndinni er Alma Möller, núverandi landlæknir.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár