Fyrri aukaspurning:
Skjáskotið hér að ofan er úr Óskarsverðlaunamynd frá í fyrra. Reyndar komu verðaunin til handa þessari mynd allmikið á óvart. Hvað heitir myndin?
***
Aðalspurningar:
1. Frá hvaða landi er rithöfundurinn Sofi Oksanen sem hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir bókina Hreinsun fyrir um áratug?
2. Brokey er ein stærsta eyjan við Ísland. Í hvaða firði, flóa, vík eða vogi er Brokey?
3. Hann fæddist 1977, lauk heimspekinámi með ritgerð um Machiavelli og Hegel, en tók síðan meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu. Hann hóf þá störf í fjármálaráðuneytinu í landi sínu. Nokkrum árum seinna keypti hann sig lausan frá því starfi og fór að vinna í stórum alþjóðlegum banka. Hann náði miklum frama í bankanum — og varð milljónamæringur á því að annast kaup matvælarisans Nestle á tiltekinni tegund barnadrykkja. Árið 2012 hætti hann í bankanum og fór að fást við stjórnmál í landi sínu. Hvað heitir hann?
4. Hver er frægasti málarinn sem hefur málað sólblóm?
5. Hvaða þingkona Sjálfstæðisflokksins verður í fæðingarorlofi næstu mánuði?
6. Hver var borgarstjóri í Reykjavík á undan Degi B. Eggertssyni?
7. Hvernig er allra innsti hringurinn á píluspjaldi á litinn?
8. Fisktegund ein, ekki alveg óskyld þorski, er nokkuð nýtt hér á landi. Hún heitir sama nafni og hlutar í augum okkar. Hvað er hún sem sé kölluð?
9. Hvað vantar í þessa nafnaröð miðja: Stanley Baldwin, Neville Chamberlain, Clemens Atlee, Anthony Eden?
10. Í hvaða landi er héraðið Ontario?
***
Seinni aukaspurning:
Hvað ríki nær yfir mestan hluta myndarinnar hér að neðan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Finnlandi.
2. Breiðafirði. Hún er reyndar við mynni Hvammsfjarðar svo ætli ég myndi ekki gefa rétt fyrir Hvammsfjörð líka.
3. Macron.
4. Van Gogh.
5. Hildur Sverrisdóttir.
6. Jón Gnarr.
7. Rauður.
8. Keila.
9. Winston Churchill. Þetta er röð breska forsætisráðherra frá 1935-1957.
10. Kanada.
***
Svör við aukaspurningum:
Skjáskotið er úr kvikmyndinni CODA sem fékk Óskarsverðlaun sem besta myndin í fyrra.
Á neðri myndinni má sjá Eistland.
Athugasemdir