Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum og dótturfélag hennar, Huginn, hafa lækkað kröfur sínar um skaðabætur frá íslenska ríkinu vegna fjártjóns sem útgerðirnar telja sig hafa hafa orðið fyrir vegna makrílkvóta sem fór ekki til þeirra á árunum 2011 til 2018.
Sumarið 2019, þegar stefnurnar voru lagðar fram, krafðist Vinnslustöðin þess að ríkið greiddi sér um 982 milljónir króna og Huginn krafðist þess að fá 839 milljónir króna. Báðar útgerðirnar fóru einnig fram á að ríkið greiddi þeim hæstu mögulegu dráttarvexti, að hluta til frá sumrinu 2015. Heildarkrafa þessara tengdu útgerða á hendur íslenska ríkinu var því upp á rúmlega 1,8 milljarða króna auk afar hárra dráttarvaxta.
Með bókunum sem Huginn lagði fram í janúar í fyrra og Vinnslustöðin í febrúar síðastliðnum er kröfugerðin lækkuð samtals um 598 milljónir króna, eða þriðjung. Nú fara útgerðirnar fram á að ríkissjóður greiði þeim rúmlega 1,2 milljarða króna auk málskostnaðar og dráttarvaxta. Þetta var gert eftir …
Athugasemdir