Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bótakrafa Vinnslustöðvarinnar vegna makrílkvóta hefur lækkað um þriðjung en er samt 1,2 milljarðar

Fyr­ir fjór­um ár­um ákváðu sjö út­gerð­ir að stefna ís­lenska rík­inu vegna þess að þær töldu sig hafa orð­ið fyr­ir fjár­tjóni vegna mak­ríl­kvóta sem fór ekki til þeirra. Alls vildu þær fá 10,2 millj­arða króna úr sam­eig­in­leg­um sjóð­um. Þeg­ar fjöl­miðl­ar greindu frá um­gangi krafna þeirra reis upp gagn­rýn­is­alda og fimm út­gerð­ir hættu við. Tvær tengd­ar út­gerð­ir héldu hins veg­ar áfram mála­rekstri og krefjast enn að rík­ið greiði þeim 1,2 millj­arða króna í skaða­bæt­ur.

Bótakrafa Vinnslustöðvarinnar vegna makrílkvóta hefur lækkað um þriðjung en er samt 1,2 milljarðar
Haldið til streitu Sigugeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, sést hér í pontu á aðalfundi hennar í síðasta mánuði. Vinnslustöðin hagnaðist um 2,7 milljarða króna á árinu 2022. Mynd: Vinnslustöðin

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum og dótturfélag hennar, Huginn, hafa lækkað kröfur sínar um skaðabætur frá íslenska ríkinu vegna fjártjóns sem útgerðirnar telja sig hafa hafa orðið fyrir vegna mak­ríl­kvóta sem fór ekki til þeirra á árunum 2011 til 2018. 

Sumarið 2019, þegar stefnurnar voru lagðar fram, krafðist Vinnslustöðin þess að ríkið greiddi sér um 982 milljónir króna og Huginn krafðist þess að fá 839 milljónir króna. Báðar útgerðirnar fóru einnig fram á að ríkið greiddi þeim hæstu mögulegu dráttarvexti, að hluta til frá sumrinu 2015. Heildarkrafa þessara tengdu útgerða á hendur íslenska ríkinu var því upp á rúmlega 1,8 milljarða króna auk afar hárra dráttarvaxta. 

Með bókunum sem Huginn lagði fram í janúar í fyrra og Vinnslustöðin í febrúar síðastliðnum er kröfugerðin lækkuð samtals um 598 milljónir króna, eða þriðjung. Nú fara útgerðirnar fram á að ríkissjóður greiði þeim rúmlega 1,2 milljarða króna auk málskostnaðar og dráttarvaxta. Þetta var gert eftir …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu