Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Við síendurteknar náttúruhamfarir veikist kerfið“

Lofts­lags­ráð­stefna VG var hald­in í dag. Veð­ur­fræð­ing­ur seg­ir kerf­ið veikj­ast við end­ur­tekn­ar nátt­úru­ham­far­ir.

„Við síendurteknar náttúruhamfarir veikist kerfið“

Sérfræðingar spá því að veðurfar sem nú hefur 30-50 ára endurkomutíma verði með aðeins 10 ára endurkomutíma eftir nokkra áratugi. Þetta er meðal þess sem kom fram í erindi Elínar Bjarkar Jónasdóttur á loftslagsráðstefnu Vinstri grænna í Grósku í dag. 

Elín Björk Jónasdóttir er veðurfræðingur og deildarstjóri veðurspáa og náttúruvöktunar hjá Veðurstofu Íslands. Hún hélt erindi um veðurfar í kjölfar loftslagsbreytinga. 

Endurkomutími styttri

„Ef veður er sérstaklega óvenjulegt, mikil úrkoma á stuttum tíma, miklir þurrkar, hitabylgjur eða kuldaköst er oft rætt um endurkomutíma slíkra veðra. Endurkomutími getur gefið til kynna hvort veðrið sé svo algengt að samfélög þurfi víðtækan undirbúning undir slíka atburði, eða hvort áhættan sé það lítil að ólíklegt sé að veðrið endurtaki sig,” greinir Elín Björk frá í erindi sínu. 

Aldrei hefur hiti jarðar mælst eins mikill og árið 2015. Elín Björk segir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að árið 2040 verði sá hiti nýja meðaltalið. Einnig kom fram að síðustu átta ár, 2015-2022, eru þau heitustu frá því að mælingar hófust. 

Seigla takmörkuð

„Seigla samfélaga er hins vegar takmörkuð, og við síendurteknar náttúruhamfarir veikist kerfið. Við getum með samþættu átaki dregið úr þeim þrýstingi sem loftslagsbreytingar hafa á hnattræn kerfi, bæði vistkerfi, loftslag og samfélagið allt,” segir í erindinu. 

Í skýrslu vísindanefndar frá árinu 2018 kom fram að greina mætti töluverðar veðurfarsbreytingar á Íslandi síðastliðna áratugi. Einnig var brýnt fyrir mikilvægi þess að lagt væri upp úr aðlögun gagnvart loftslagsbreytingum. 

Úrkomuákefð

Heimildin tók nýlega viðtal við Elínu Björk um áhrif loftslagsbreytinga eftir að nýjasta skýrsla milliríkjanefnda Sameinuðu þjóðanna birtist í mars. 

Þá sagði Elín Björk áhrif loftslagsbreytinga hér á landi birtast í aukinni úrkomuákefð vegna þess að hlýrra loft ber með sér meiri raka. „Og auðvitað meiri hopun jökla og aukin úrkoma hafa áhrif á skriðuhættu, hún eykst. Við erum líka að horfa á landris vegna jöklahopsins og síðan hækkun sjávarmáls annars staðar á landinu. Það er aðeins mismikið sem hlýnar á landinu.“ 

Einnig sagði Elín Björk. „Það er ekkert sem heitir veður án áhrifa frá loftslagsbreytingum. Grunnhlýnunin er orðin það mikil að allt veður sem verður í lofthjúpnum er undir áhrifum af loftslagsbreytingum.“

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár