Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ásmundur Friðriksson formaður starfshóps um nýjar leiðir til orkuöflunar

Enn bæt­ist í flokk mið­aldra, hvítra karl­manna sem ráð­herra um­hverf­is- og orku­mála hef­ur skip­að til að leiða starfs­hópa á veg­um ráðu­neyt­is­ins. Ásmund­ur Frið­riks­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, á að kanna mögu­leika til bættr­ar orku­öfl­un­ar.

Ásmundur Friðriksson formaður starfshóps um nýjar leiðir til orkuöflunar
Nýjar leiðir Ásmundur Friðriksson er formaður starfshóps sem á að skoða möguleika á nýjum leiðum til orkunýtingar, líkt og segir í tilkynningu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Mynd: Bára Huld Beck

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp til að kanna möguleika á að nota fleiri leiðir til bættrar orkunýtingar og orkuöflunar. Á hópurinn að skoða orkukosti sem standa utan rammaáætlunar, m.a. hvaða möguleikar felist í svokölluðum „smávirkjunum“ fyrir vatnsafl. Er þá vísað til þess að afl þeirra sé undir 10 MW þótt umhverfisáhrif þeirra geti verið mikil. Einnig á hópurinn að skoða möguleika á sólarorkuverum, sjávarfallavirkjunum og vindorku „á smærri skala“ auk fleiri atriða. 

Sá sem ráðherra hefur valið til að leiða hópinn er Ásmundur Friðriksson þingmaður og samflokksmaður hans í Sjálfstæðisflokknum. Í hópnum eiga einnig sæti þær Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir sjávarútvegsfræðingur og Lilja Rafney Magnúsdóttir, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna.

Í fréttaskýringu Heimildarinnar um miðjan febrúar kom fram að ellefu af fjórtán formönnum starfshópa, stjórna eða stýrihópa sem Guðlaugur Þór hefur skipað frá því hann tók við ráðuneytinu væru hvítir, miðaldra karlmenn sem hefðu tengsl við Sjálfstæðisflokkinn og/eða Samtök atvinnulífsins. Nú hafa tveir karlar sem falla undir þessa skilgreiningu bæst við; fyrrnefndur Ásmundur og sjálfstæðismaðurinn Árni Sigfússon, fyrrverandi bæjarstjóri í Reykjanesbæ og borgarstjóri í Reykjavík, sem nýverið var skipaður formaður stýrihóps sem vinna á tillögur um framgang mála í Vestmannaeyjum. 

Í tilkynningu á vef umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um hlutverk starfshópsins sem Ásmundur leiðir er vísað í skýrslu um stöðu og áskoranir í orkumálum, svokallaða grænbók, sem kom út í mars í fyrra. Segir í tilkynningunni að sviðsmyndir skýrslunnar sýni fram á „mikla þörf fyrir orkuöflun“ á komandi áratugum „til að tryggja orkuöryggi landsmanna“ sem og til að mæta eftirspurn sem kemur til vegna orkuskipta. 

„Starfshópnum hefur verið falið að vinna á þeim grunni og draga saman hvaða upplýsingar og þekking sé þegar til staðar varðandi aðra orkukosti en þá sem felast í vatnsafli (yfir 10 MW), jarðvarma og vindi. Þá á hann að kanna fýsileika og framboð, sem og að varpa ljósi á mögulegar hindranir sem standa í vegi fyrir framþróun og hvaða leiðir séu færar til að orkukostirnir verði nýttir í meira mæli.

Öfgafyllsta sviðsmyndin

Vilhjálmur Egilsson gegndi formennsku í starfshópnum sem vann grænbókina. Hann er fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Vilhjálmur Egilsson.

Í kjölfar vinnu sinnar fyrir ráðuneytið tók hann m.a. að sér kynningarmál fyrir fyrirtæki sem vilja reisa vindorkuver á Íslandi.

Þær sviðsmyndir sem dregnar voru upp i grænbókinni og störf Vilhjálms í kjölfar útgáfu skýrslunnar, hafa verið gagnrýnd, m.a. af Orra Páli Jóhannssyni, þingflokksformanni Vinstri grænna. Hann sagði á alþingi síðasta haust að það gæti ekki talist eðlilegt, undir nokkrum kringumstæðum, að formaður starfshóps sem falið var að draga saman efni um stöðu orkumála, tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni, þá sem kalli á mesta orkuöflun. „Nú les maður og heyrir í fjölmiðlum að formaður téðs starfshóps gangi erinda fjögurra fyrirtækja sem hafa uppi stórtæk vindorkuáform, og tali fyrir þeirri sviðsmynd úr stöðuskýrslunni sem gengur freklegast fram eins og hún sé hinn eini rétti sannleikur.

Sviðsmyndin sem Vilhjálmur hefur haldið á lofti gerir ráð fyrir ríflega tvöföldun raforkuframleiðslu Íslands til ársins 2040. 

Starfshópur Ásmundar á að skila tillögu til ráðherra fyrir 1. október á þessu ári.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Tóti Steingríms skrifaði
    Vesalings fólkið sem þarf að vinna með fíflinu.
    0
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Hann verður að passa vel uppá akstursdagbókina sína í þessu djobbi.
    4
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Hann verður að passa vel uppá akstursdagbókina sína í þessu djobbi.
    0
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Hvað hefur Ásmundur Friðriksson til brunns að bera til að leiða slíka nefnd?

    Að mínu mati nákvæmlega ekki neitt. Það er hins vegar fjöldi manna af báðum kynjum á lausu sem gæti innt slíkt starf af hendi með góðum árangri.

    Enn einu sinni verðum við vitni að vanhæfni og blygðunarlausri spillingu af hálfu ráðherra Sjálfstæðisflokksins.
    6
    • Olafur Kristjansson skrifaði
      Hann er með bílpróf og þaulvanur ferðalangur.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Aldrei verið í boði að gefast upp“
4
SkýringHjólhýsabyggðin

„Aldrei ver­ið í boði að gef­ast upp“

Íbú­um hjól­hýsa­byggð­ar­inn­ar í Laug­ar­daln­um var sagt að þau þyrftu að flytja upp á Sæv­ar­höfða í 8 til 12 vik­ur og síð­an yrði þeim fund­inn ann­ar stað­ur til að búa á. Síð­an eru liðn­ar 78 vik­ur. Íbú­arn­ir halda nú þar sín önn­ur jól og vita ekk­ert hvert fram­hald­ið verð­ur. „Ég er nátt­úr­lega brjál­uð,“ seg­ir Geir­dís Hanna Kristjáns­dótt­ir, íbúi á svæð­inu og formað­ur Sam­taka hjóla­búa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Lenti í fæðingunni sem hún óttaðist mest
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Lenti í fæð­ing­unni sem hún ótt­að­ist mest

„Það erf­ið­asta var að það var ekki hlustað á mig þeg­ar ég sagði: Það er eitt­hvað óeðli­legt í gangi,“ seg­ir Sigrún Lilja Guð­jóns­dótt­ir, sem gekk í gegn­um mjög erf­iða fæð­ingu með eft­ir­mál­um á borð við lífs­hættu­leg­an blóð­missi, sýk­ingu, að­gerð og fæð­ing­ar­þung­lyndi. Hún kall­ar eft­ir því að bet­ur sé hlustað á kon­ur sem segja frá óeðli­leg­um sárs­auka og að ókeyp­is neyð­ar­þjón­ustu sé kom­ið á fyr­ir þær sem lenda í al­var­legu fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Veikindi kvenna afskrifuð: „Hún er bara móðursjúk“
4
ÚttektMóðursýkiskastið

Veik­indi kvenna af­skrif­uð: „Hún er bara móð­ur­sjúk“

Ein var köll­uð fík­ill þeg­ar hún lýsti óbæri­leg­um lík­am­leg­um kvöl­um. Svo var hún sögð með heilsu­kvíða. Önn­ur var sögð ímynd­un­ar­veik. Sú þriðja áhyggjurófa. Dótt­ir henn­ar, sem var með ógreint heila­æxli, fékk sama við­ur­nefni. Sög­ur þess­ara kvenna, kvenna sem hafa mætt skiln­ings­leysi inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins þrátt fyr­ir al­var­leg­an heilsu­brest, eru sagð­ar í nýj­um hlað­varps­þátt­um Heim­ild­ar­inn­ar: Móð­ur­sýkiskast­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár