Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ásmundur Friðriksson formaður starfshóps um nýjar leiðir til orkuöflunar

Enn bæt­ist í flokk mið­aldra, hvítra karl­manna sem ráð­herra um­hverf­is- og orku­mála hef­ur skip­að til að leiða starfs­hópa á veg­um ráðu­neyt­is­ins. Ásmund­ur Frið­riks­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, á að kanna mögu­leika til bættr­ar orku­öfl­un­ar.

Ásmundur Friðriksson formaður starfshóps um nýjar leiðir til orkuöflunar
Nýjar leiðir Ásmundur Friðriksson er formaður starfshóps sem á að skoða möguleika á nýjum leiðum til orkunýtingar, líkt og segir í tilkynningu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Mynd: Bára Huld Beck

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp til að kanna möguleika á að nota fleiri leiðir til bættrar orkunýtingar og orkuöflunar. Á hópurinn að skoða orkukosti sem standa utan rammaáætlunar, m.a. hvaða möguleikar felist í svokölluðum „smávirkjunum“ fyrir vatnsafl. Er þá vísað til þess að afl þeirra sé undir 10 MW þótt umhverfisáhrif þeirra geti verið mikil. Einnig á hópurinn að skoða möguleika á sólarorkuverum, sjávarfallavirkjunum og vindorku „á smærri skala“ auk fleiri atriða. 

Sá sem ráðherra hefur valið til að leiða hópinn er Ásmundur Friðriksson þingmaður og samflokksmaður hans í Sjálfstæðisflokknum. Í hópnum eiga einnig sæti þær Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir sjávarútvegsfræðingur og Lilja Rafney Magnúsdóttir, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna.

Í fréttaskýringu Heimildarinnar um miðjan febrúar kom fram að ellefu af fjórtán formönnum starfshópa, stjórna eða stýrihópa sem Guðlaugur Þór hefur skipað frá því hann tók við ráðuneytinu væru hvítir, miðaldra karlmenn sem hefðu tengsl við Sjálfstæðisflokkinn og/eða Samtök atvinnulífsins. Nú hafa tveir karlar sem falla undir þessa skilgreiningu bæst við; fyrrnefndur Ásmundur og sjálfstæðismaðurinn Árni Sigfússon, fyrrverandi bæjarstjóri í Reykjanesbæ og borgarstjóri í Reykjavík, sem nýverið var skipaður formaður stýrihóps sem vinna á tillögur um framgang mála í Vestmannaeyjum. 

Í tilkynningu á vef umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um hlutverk starfshópsins sem Ásmundur leiðir er vísað í skýrslu um stöðu og áskoranir í orkumálum, svokallaða grænbók, sem kom út í mars í fyrra. Segir í tilkynningunni að sviðsmyndir skýrslunnar sýni fram á „mikla þörf fyrir orkuöflun“ á komandi áratugum „til að tryggja orkuöryggi landsmanna“ sem og til að mæta eftirspurn sem kemur til vegna orkuskipta. 

„Starfshópnum hefur verið falið að vinna á þeim grunni og draga saman hvaða upplýsingar og þekking sé þegar til staðar varðandi aðra orkukosti en þá sem felast í vatnsafli (yfir 10 MW), jarðvarma og vindi. Þá á hann að kanna fýsileika og framboð, sem og að varpa ljósi á mögulegar hindranir sem standa í vegi fyrir framþróun og hvaða leiðir séu færar til að orkukostirnir verði nýttir í meira mæli.

Öfgafyllsta sviðsmyndin

Vilhjálmur Egilsson gegndi formennsku í starfshópnum sem vann grænbókina. Hann er fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Vilhjálmur Egilsson.

Í kjölfar vinnu sinnar fyrir ráðuneytið tók hann m.a. að sér kynningarmál fyrir fyrirtæki sem vilja reisa vindorkuver á Íslandi.

Þær sviðsmyndir sem dregnar voru upp i grænbókinni og störf Vilhjálms í kjölfar útgáfu skýrslunnar, hafa verið gagnrýnd, m.a. af Orra Páli Jóhannssyni, þingflokksformanni Vinstri grænna. Hann sagði á alþingi síðasta haust að það gæti ekki talist eðlilegt, undir nokkrum kringumstæðum, að formaður starfshóps sem falið var að draga saman efni um stöðu orkumála, tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni, þá sem kalli á mesta orkuöflun. „Nú les maður og heyrir í fjölmiðlum að formaður téðs starfshóps gangi erinda fjögurra fyrirtækja sem hafa uppi stórtæk vindorkuáform, og tali fyrir þeirri sviðsmynd úr stöðuskýrslunni sem gengur freklegast fram eins og hún sé hinn eini rétti sannleikur.

Sviðsmyndin sem Vilhjálmur hefur haldið á lofti gerir ráð fyrir ríflega tvöföldun raforkuframleiðslu Íslands til ársins 2040. 

Starfshópur Ásmundar á að skila tillögu til ráðherra fyrir 1. október á þessu ári.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Tóti Steingríms skrifaði
  Vesalings fólkið sem þarf að vinna með fíflinu.
  0
 • ADA
  Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
  Hann verður að passa vel uppá akstursdagbókina sína í þessu djobbi.
  4
 • ADA
  Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
  Hann verður að passa vel uppá akstursdagbókina sína í þessu djobbi.
  0
 • ÁH
  Ásmundur Harðarson skrifaði
  Hvað hefur Ásmundur Friðriksson til brunns að bera til að leiða slíka nefnd?

  Að mínu mati nákvæmlega ekki neitt. Það er hins vegar fjöldi manna af báðum kynjum á lausu sem gæti innt slíkt starf af hendi með góðum árangri.

  Enn einu sinni verðum við vitni að vanhæfni og blygðunarlausri spillingu af hálfu ráðherra Sjálfstæðisflokksins.
  6
  • Olafur Kristjansson skrifaði
   Hann er með bílpróf og þaulvanur ferðalangur.
   0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðherrum ítrekað bent á að gjöf Haraldar stæðist ekki skoðun
1
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ráð­herr­um ít­rek­að bent á að gjöf Har­ald­ar stæð­ist ekki skoð­un

Upp­lýs­ing­ar úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu styðja ekki þá full­yrð­ingu Bjarna Bene­dikts­son­ar að ráðu­neyt­ið teldi rík­is­lög­reglu­stjóra hafa haft heim­ild til „út­færslu samn­inga“ sem sagð­ir eru gjafa­gjörn­ing­ar. Í ráðu­neyt­inu voru þvert á móti veru­leg­ar efa­semd­ir um að sam­komu­lag­ið stæð­ist. Ráðu­neyt­is­stjóri í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og lög­reglu­stjór­ar töldu rétt að skoða hvort Har­ald­ur hefði brot­ið lög.
Hvað finnst forsetaframbjóðendunum um stríðið á Gaza?
3
FréttirForsetakosningar 2024

Hvað finnst for­setafram­bjóð­end­un­um um stríð­ið á Gaza?

Fé­lag­ið Ís­land-Palestína sendi for­setafram­bjóð­end­un­um bréf þar sem þeir voru spurð­ir út í af­stöðu þeirra til fram­göngu Ísra­els­hers á Gaza-svæð­inu. Þá voru fram­bjóð­end­urn­ir einnig beðn­ir um að svara því hvernig þeir sæju fyr­ir sér frjálsa Palestínu og hvort þeir muni beita sér fyr­ir frjálsri Palestínu nái þau kjöri.
„Þetta snýst um að gera vel við börn“
4
Fréttir

„Þetta snýst um að gera vel við börn“

Alma Möller, land­lækn­ir seg­ir að fá­tækt erf­ist eins og áföll. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að hjálp­ast að við að bæta að­stæð­ur þeirra sem minnst beri úr být­um. Sá hóp­ur glími frek­ar við lang­vinna sjúk­dóma sem geti dreg­ið veru­lega úr lífs­gæð­um og stytt líf þeirra. „Við þurf­um að horf­ast í augu við þetta og byrja á að huga að börn­un­um.“
Íslenska útrásin í bresku elliheimilin
5
Úttekt

Ís­lenska út­rás­in í bresku elli­heim­il­in

Fjár­festa­hóp­ur sem Kvika setti sam­an hef­ur á síð­ustu ár­um ver­ið eig­andi breskra elli­heim­ila. For­svars­menn elli­heim­il­is­ins hafa kom­ið hing­að til lands til að mæla fyr­ir auk­inni einka­væð­ingu í vel­ferð­ar­þjón­ustu á Ís­landi. Kvika sjálf, og þar með ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir, er hlut­hafi í elli­heim­il­un­um sem skil­uðu arð­semi um­fram vænt­ing­ar á síð­asta ári.
Lára Guðrún Jóhönnudóttir
9
Pistill

Lára Guðrún Jóhönnudóttir

Þrílita Bom­b­an sem ann­ast sinn græna reit

Hún lif­ir líf­inu á eig­in for­send­um. Rútína er henn­ar ástartungu­mál og hún geng­ur um ver­öld­ina með sitt með­fædda sjálfs­traust. Eng­inn veit hvað hún er göm­ul í raun og veru þó ýms­ar kenn­ing­ar séu á kreiki. Hún þarf ekki vega­bréf og hef­ur eng­an kosn­inga­rétt. Hún býr við tals­vert áreiti vegna ein­stakr­ar feg­urð­ar og henn­ar lipru hreyf­ing­ar, sem eru ávallt með til­þrif­um,...
Úttekt og úrbætur til að Akureyrarbær „geri ekki mistök“ í þjónustu við fatlaða
10
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

Út­tekt og úr­bæt­ur til að Ak­ur­eyr­ar­bær „geri ekki mis­tök“ í þjón­ustu við fatl­aða

Vel­ferð­ar­ráð Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar hef­ur fal­ið sviðs­stjóra vel­ferð­ar­sviðs að láta gera óháða út­tekt á verk­ferl­um bæj­ar­fé­lags­ins þeg­ar kem­ur að rétt­inda­gæslu fyr­ir fatl­að fólk og að í kjöl­far­ið verði gerð­ar til­lög­ur að úr­bót­um. Mál­ið var tek­ið fyr­ir á fundi ráðs­ins í kjöl­far fjöl­miðlaum­fjöll­un­ar um mál Sveins Bjarna­son­ar sem bjó í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar í fimmtán ár.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
3
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
4
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
8
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Grátrana sást á Vestfjörðum
9
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.
Ójöfnuður kemur okkur öllum við
10
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár