Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Kona hætti í Menntasjóði eftir skýrslu um eineltistilburði Hrafnhildar

Starfs­loka­samn­ing­ar hafa ver­ið gerð­ir við tvo starfs­menn Mennta­sjóðs náms­manna eft­ir að sál­fræðifyr­ir­tæki skrif­uðu skýrsl­ur um einelti í garð þeirra. Í báð­um til­fell­um sögð­ust starfs­menn­irn­ir hafa orð­ið fyr­ir einelti fram­kvæmda­stjór­ans Hrafn­hild­ar Ástu Þor­valds­dótt­ur. Öðru mál­inu er ólok­ið en hið seinna er á borði Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, ráð­herra há­skóla­mála.

Kona hætti í Menntasjóði eftir skýrslu um eineltistilburði Hrafnhildar
Rannsókn í gangi Ráðuneyti Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur rannsakar eineltismál Hrafnhildar Ástu Þorvaldsdóttur í Menntasjóði námsmanna. Mynd: Heimildin

Kona á sjötugsaldri lét af störfum hjá Menntasjóði námsmanna í apríl í fyrra eftir að hafa kvartað undan einelti frá framkvæmdastjóra sjóðsins, Hrafnhildi Ástu Þorvaldsdóttur, til menntamálaráðuneytisins í janúar 2021. Konan hafði starfað hjá Menntasjóðnum, og fyrirrennara hans Lánasjóði íslenskra námsmanna, í 30 ár. Ráðuneytið sendi mál konunnar, sem var deildarstjóri hjá Menntasjóði námsmanna, í greiningu hjá sálfræðifyrirtækinu Auðnast. 

„Fimm atvik teljast til eineltistilburða.“
Úr skýrslu Auðnast um einelti í Menntasjóði námsmanna

Samkvæmt skýrslu Auðnast um málið taldi fyrirtækið sannað að „einhver skilyrði eineltis“ hefðu verið í tveimur tilfellum og að eineltistilburðir hefðu átt sér stað í fimm tilfellum. Í skýrslunni segir orðrétt: „Fimm atvik teljast til eineltistilburða skv. viðmiðum Auðnast og því telur fagráð að um alvarlegan samskiptavanda sé að ræða þar sem áhættuþættir eru.

Þrátt fyrir þetta taldi Auðnast að ekki væri hægt að „færa rök fyrir því“ að Hrafnhildur Ásta hafi lagt konuna í einelti. …

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár