Kona á sjötugsaldri lét af störfum hjá Menntasjóði námsmanna í apríl í fyrra eftir að hafa kvartað undan einelti frá framkvæmdastjóra sjóðsins, Hrafnhildi Ástu Þorvaldsdóttur, til menntamálaráðuneytisins í janúar 2021. Konan hafði starfað hjá Menntasjóðnum, og fyrirrennara hans Lánasjóði íslenskra námsmanna, í 30 ár. Ráðuneytið sendi mál konunnar, sem var deildarstjóri hjá Menntasjóði námsmanna, í greiningu hjá sálfræðifyrirtækinu Auðnast.
„Fimm atvik teljast til eineltistilburða.“
Samkvæmt skýrslu Auðnast um málið taldi fyrirtækið sannað að „einhver skilyrði eineltis“ hefðu verið í tveimur tilfellum og að eineltistilburðir hefðu átt sér stað í fimm tilfellum. Í skýrslunni segir orðrétt: „Fimm atvik teljast til eineltistilburða skv. viðmiðum Auðnast og því telur fagráð að um alvarlegan samskiptavanda sé að ræða þar sem áhættuþættir eru.“
Þrátt fyrir þetta taldi Auðnast að ekki væri hægt að „færa rök fyrir því“ að Hrafnhildur Ásta hafi lagt konuna í einelti. …
Athugasemdir