Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Framkvæmdastjóri Procar ákærður af héraðssaksóknara

Hér­aðssak­sókn­ari hef­ur gef­ið út ákæru á hend­ur Har­aldi Sveini Gunn­ars­syni, sem var fram­kvæmda­stjóri og meiri­hluta­eig­andi bíla­leig­unn­ar Procar, fyr­ir skjalafals. Ár­ið 2019 var greint frá því í Kveik á RÚV að bíla­leig­an hefði ár­um sam­an stund­að það að skrúfa til baka kíló­metra­stöðu not­aðra bíla­leigu­bíla áð­ur en þeir voru seld­ir.

Framkvæmdastjóri Procar ákærður af héraðssaksóknara

Haraldur Sveinn Gunnarsson, sem var framkvæmdastjóri, stjórnarformaður og meirihlutaeigandi bílaleigunnar Procar, hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir að hafa á árunum 2014-2018 hlutast til um sölu á samtals 134 bifreiðum með falsaðri kílómetrastöðu. Haraldur er ákærður fyrir skjalafals, en til vara fyrir fjársvik.

Í ákærunni kemur fram að Haraldur segist hafa fengið mann sem heitir Pawel til þess að falsa með rafrænum hætti stöðu á kílómetramæla í aksturstölvum bifreiðanna, þannig að kílómetramælarnir þeirra sýndu færri ekna kílómetra en raunin var. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Í yfirlýsingu sem Procar sendi frá sér í kjölfar þess að ljóstrað var upp um málið í fréttaskýringarþættinum Kveik á RÚV árið 2019 kom fram að þetta hefði verið gert til þess að gera bílana auðseljanlegri.

Fyrst um sinn héldu forsvarsmenn bílaleigunnar því fram í yfirlýsingu að fyrirtækið hefði hætt að fikta í kílómetrastöðu bíla árið 2015 og að málið varðaði einungis bifreiðar sem seldar hefðu verið á árunum 2013-2016, en síðar var sagt frá því að það stæðist ekki, heldur hefðu bílar með rangri kílómetrastöðu verið seldir frá fyrirtækinu árin 2017 og 2018.

Haraldur Sveinn er einn ákærður í málinu, en bróðir hans, Gunnar Björn Gunnarsson, sem einnig var í forsvari fyrir rekstur bílaleigunnar á þessum tíma, sætir ekki ákæru í málinu.

Búið að greiða bætur vegna 116 bíla

Í ákæruskjalinu frá héraðssaksóknara segir að í ágúst í fyrra hafi verið búið að greiða bætur að andvirði 13,3 milljóna króna til alls 116 aðila, en í kjölfar þess að greint var frá málinu í umfjöllunum Kveiks á RÚV ákvað Procar að bjóða þeim sem keypt höfðu bíla af fyrirtækinu bætur. Ekki var búið að gera upp bætur vegna samtals 18 bifreiða. 

Alls gera sex einstaklingar skaðabótakröfur í málinu, sem samtals nema rúmlega 4,1 milljón króna. Sá sem gerir hæsta kröfu krefur Harald um rúmlega 1,1 milljón, auk dráttarvaxta frá árinu 2018.

Málið vakti mikla athygli á sínum tíma og hefur verið til rannsóknar hjá héraðssóknara allt frá árinu 2019. Bílaleigunni var vikið úr Samtökum ferðaþjónustunnar í kjölfar þess að málið kom upp. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár