Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Framkvæmdastjóri Procar ákærður af héraðssaksóknara

Hér­aðssak­sókn­ari hef­ur gef­ið út ákæru á hend­ur Har­aldi Sveini Gunn­ars­syni, sem var fram­kvæmda­stjóri og meiri­hluta­eig­andi bíla­leig­unn­ar Procar, fyr­ir skjalafals. Ár­ið 2019 var greint frá því í Kveik á RÚV að bíla­leig­an hefði ár­um sam­an stund­að það að skrúfa til baka kíló­metra­stöðu not­aðra bíla­leigu­bíla áð­ur en þeir voru seld­ir.

Framkvæmdastjóri Procar ákærður af héraðssaksóknara

Haraldur Sveinn Gunnarsson, sem var framkvæmdastjóri, stjórnarformaður og meirihlutaeigandi bílaleigunnar Procar, hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir að hafa á árunum 2014-2018 hlutast til um sölu á samtals 134 bifreiðum með falsaðri kílómetrastöðu. Haraldur er ákærður fyrir skjalafals, en til vara fyrir fjársvik.

Í ákærunni kemur fram að Haraldur segist hafa fengið mann sem heitir Pawel til þess að falsa með rafrænum hætti stöðu á kílómetramæla í aksturstölvum bifreiðanna, þannig að kílómetramælarnir þeirra sýndu færri ekna kílómetra en raunin var. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Í yfirlýsingu sem Procar sendi frá sér í kjölfar þess að ljóstrað var upp um málið í fréttaskýringarþættinum Kveik á RÚV árið 2019 kom fram að þetta hefði verið gert til þess að gera bílana auðseljanlegri.

Fyrst um sinn héldu forsvarsmenn bílaleigunnar því fram í yfirlýsingu að fyrirtækið hefði hætt að fikta í kílómetrastöðu bíla árið 2015 og að málið varðaði einungis bifreiðar sem seldar hefðu verið á árunum 2013-2016, en síðar var sagt frá því að það stæðist ekki, heldur hefðu bílar með rangri kílómetrastöðu verið seldir frá fyrirtækinu árin 2017 og 2018.

Haraldur Sveinn er einn ákærður í málinu, en bróðir hans, Gunnar Björn Gunnarsson, sem einnig var í forsvari fyrir rekstur bílaleigunnar á þessum tíma, sætir ekki ákæru í málinu.

Búið að greiða bætur vegna 116 bíla

Í ákæruskjalinu frá héraðssaksóknara segir að í ágúst í fyrra hafi verið búið að greiða bætur að andvirði 13,3 milljóna króna til alls 116 aðila, en í kjölfar þess að greint var frá málinu í umfjöllunum Kveiks á RÚV ákvað Procar að bjóða þeim sem keypt höfðu bíla af fyrirtækinu bætur. Ekki var búið að gera upp bætur vegna samtals 18 bifreiða. 

Alls gera sex einstaklingar skaðabótakröfur í málinu, sem samtals nema rúmlega 4,1 milljón króna. Sá sem gerir hæsta kröfu krefur Harald um rúmlega 1,1 milljón, auk dráttarvaxta frá árinu 2018.

Málið vakti mikla athygli á sínum tíma og hefur verið til rannsóknar hjá héraðssóknara allt frá árinu 2019. Bílaleigunni var vikið úr Samtökum ferðaþjónustunnar í kjölfar þess að málið kom upp. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Vanefndir og riftanir í tveimur leikskólaverkefnum sama verktaka
5
Fréttir

Vanefnd­ir og rift­an­ir í tveim­ur leik­skóla­verk­efn­um sama verk­taka

Und­ir­verk­tak­ar sem kom­ið hafa að leik­skó­la­upp­bygg­ingu í Reykja­nes­bæ og Hvera­gerði sitja eft­ir með sárt enn­ið vegna vanefnda verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Hrafn­hóls. Ein­inga­hús­næði sem fé­lag­ið hef­ur flutt inn er­lend­is frá hef­ur bók­staf­lega ekki hald­ið vatni. Á báð­um stöð­um hef­ur samn­ingi um upp­bygg­ing­una ver­ið rift.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár