Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður

Knatt­spyrnu­mað­ur­inn Gylfi Þór Sig­urðs­son er laus allra mála eft­ir að lög­regl­an í Manchester ákvað að ákæra hann ekki fyr­ir kyn­ferð­is­brot gegn ólögráða ein­stak­lingi.

Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður fyrir kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi og er laus allra mála. Fotbolti.net greinir frá þessu eftir að hafa fengið yfirlýsingu frá lögreglunni í Manchester sem staðfestir þetta. 

„Maðurinn, sem er 33 ára, sem var handtekinn í tengslum við rannsókn sem hófst í júní 2021 er laus allra mála. Rannsóknarteymið og ríkissaksóknari hafa unnið saman og komist að þeirri niðurstöðu að sönnunargögnin sem liggja fyrir á þessum tíma ná ekki þeim þröskuldi sem settur er fram í reglum saksóknara," segir í yfirlýsingunni.

Gylfi Þór er einn besti knattspyrnumaður Íslandssögunnar og hafði átt afar farsælan feril í atvinnumennsku þegar hann var handtekinn fyrir 21 mánuði síðan. Á unglingsaldri lék hann með FH og Breiðablik áður en hann gekk til liðs við Reading á Englandi aðeins 16 ára að aldri. Árið 2010 var samningur hans seldur til 1899 Hoffenheim á Þýskalandi þar sem hann lék í tvö ár. Eftir tíma á láni hjá Swansea í Wales gekk hann til liðs við Tottenham Hotspur. Fór hann aftur til Swansea áður en hann var seldur til Everton árið 2017 fyrir metupphæð. 

Hann var samningsbundinn Everton þegar hann var handtekinn en samningur hans við félagið rann út á síðasta ári og var ekki endurnýjaður.

Gylfi lék 78 landsleiki fyrir Ísland á árunum 2010-2020 og skoraði í þeim 25 mörk. Hann var lykilmaður í landsliðshópnum þegar Ísland lék á sínu fyrsta stórmóti, Evrópukeppninni 2016, og komst í 8 liða úrslit eftir frækinn sigur á Englandi. Þá var hann einnig í hópnum í Heimsmeistaramótinu 2018.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár