Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna, segir að hún hafni ásökunum um einelti í störfum sínum. Heimildin greindi frá því í morgun að háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hafi ásakanir um einelti hennar í garð starfsmanns hjá sjóðnum til rannsóknar. Sú rannsókn byggir á niðurstöðum skýrslu sem sálfræðifyrirtækið Líf og sál vann, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að Hrafnhildur Ásta hefði lagt starfsmanninn í einelti. Um er að ræða karlmann á fimmtugsaldri.
„Framkomnum ávirðingum og niðurstöðum skýrslu sálfræðistofunnar Lífs og sálar hefur verið alfarið hafnað að minni hálfu með rökstuddum hætti“
Í svari sínu við erindi Heimildarinnar segir Hrafnhildur Ásta um málið: „Eins og fram kemur í fyrirspurn þinni er mál þetta nú til meðferðar hjá Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. Við svo búið tel ég ekki ástæðu til að tjá mig um mál þetta á opinberum vettvangi að öðru leyti því en að …
Athugasemdir (1)