Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Það var ekki möguleiki fyrir mig að verða ólétt utan þessa tíma“

Ís­lensk kona not­aði al­grím bæði til að koma í veg fyr­ir barns­burð en einnig sem hjálp­ar­hellu þeg­ar hún ákvað að reyna að eign­ast barn. Ljós­móð­ir seg­ir það já­kvætt að kon­ur séu að skoða fleiri mögu­leika en minn­ir á mik­il­vægi heil­brigð­is­starfs­fólks.

„Það var ekki möguleiki fyrir mig að verða ólétt utan þessa tíma“
Dísa Steinarsdóttir Dísa á von á stúlku í sumar. Með aðstoð algríms notaði hún náttúrulega getnaðarvörn í eitt ár þangað til hún ákvað að reyna að eignast barn. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Hinn alræmdi algrímur er nú orðinn bæði að getnaðarvörn og frjósemisgyðju 21. aldarinnar. Hann aðstoðar notendur snjalltækja við að reikna út líkur á þungun. Algrímur nýtur vinsælda sem getnaðarvörn meðal kvenna víðs vegar um heim og eru íslenskar konur þar ekki undanskildar. Heimildin náði tali af þungaðri konu sem notaði náttúrulegar aðferðir í kynlífi með aðstoð algríms, bæði til að koma í veg fyrir þungun og síðar til að verða þunguð.

Algrímur boðar áhyggjulaust kynlíf

Lengi vel hefur fólk fundið upp á ýmsum leiðum til þess að komast hjá þeim möguleika að úr kynlífi verði barn. Hægt er að fylgjast með breytingum slímhúðar en hún getur gefið vísbendingu um hvenær egglos á sér stað. Einnig eru hitamælingar og dagatöl notuð til þess að fylgjast með hvar í tíðahringnum einstaklingur er. Með aukinni tækniþróun bjóða öpp notendum upp á þann valmöguleika að skrá slíkar persónulegar upplýsingar niður gegn því að appið …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár