Hinn alræmdi algrímur er nú orðinn bæði að getnaðarvörn og frjósemisgyðju 21. aldarinnar. Hann aðstoðar notendur snjalltækja við að reikna út líkur á þungun. Algrímur nýtur vinsælda sem getnaðarvörn meðal kvenna víðs vegar um heim og eru íslenskar konur þar ekki undanskildar. Heimildin náði tali af þungaðri konu sem notaði náttúrulegar aðferðir í kynlífi með aðstoð algríms, bæði til að koma í veg fyrir þungun og síðar til að verða þunguð.
Algrímur boðar áhyggjulaust kynlíf
Lengi vel hefur fólk fundið upp á ýmsum leiðum til þess að komast hjá þeim möguleika að úr kynlífi verði barn. Hægt er að fylgjast með breytingum slímhúðar en hún getur gefið vísbendingu um hvenær egglos á sér stað. Einnig eru hitamælingar og dagatöl notuð til þess að fylgjast með hvar í tíðahringnum einstaklingur er. Með aukinni tækniþróun bjóða öpp notendum upp á þann valmöguleika að skrá slíkar persónulegar upplýsingar niður gegn því að appið …
Athugasemdir