Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Meirihluti verkefna varðandi náttúruvá vanfjármögnuð

Í nýbirtri skýrslu starfs­hóps um stöðu og áskor­an­ir varð­andi til­hög­un hættumats og vökt­un­ar vegna nátt­úru­vár kem­ur fram að brýn verk­efni sem hóp­ur­inn legg­ur til að far­ið verði í „hafa ekki trygga fjár­mögn­un“. Í þeim sex mála­flokk­um sem eru til­tekn­ir telj­ast fjór­ir í „um­fangs­mik­illi fjár­þörf“ á ein­hverju sviði og einn á öll­um þrem­ur svið­um sem eru til­tek­in. Af þeim 18 lið­um sem eru til­tekn­ir varð­andi fjár­þörf eru 14 í veru­legri eða um­fangs­mik­illi fjár­þörf og að­eins einn þeirra í lít­illi fjár­þörf.

Meirihluti verkefna varðandi náttúruvá vanfjármögnuð
Mun taka mörg ár að ljúka nauðsynlegum verkefnum Miðað við núverandi fyrirkomulag mun það taka mörg ár að koma á dagskrá og ljúka nauðsynlegum hættumatsverkefnum vegna náttúruvár. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps sem meta átti stöðu og áskoranir varðandi tilhögun hættumats og vöktunar vegna náttúruvár á Íslandi. Mynd: Davíð Þór

Starfshópur á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins sem meta átti stöðu og áskoranir varðandi tilhögun hættumats og vöktunar vegna náttúruvár segir „umfangsmikla fjárþörf“ liggja fyrir í málaflokknum, sérstaklega í ljósi þess að mörg af þeim verkefnum sem ráðast þarf í til að koma í veg fyrir tjón þurfi trygga fjármögnun. Í þeim sex málaflokkum sem eru tilteknir í skýrslunni er í þremur þeirra fjárþörfin metin sem veruleg eða umfangsmikil. Flokkunum er skipt síðan niður í liði, af þeim 18 liðum sem kynntir eru eru 14 þeirra í verulegri eða umfangsmikilli fjárþörf.

„Miðað við núverandi fyrirkomulag mun það taka mörg ár að koma á dagskrá og ljúka nauðsynlegum hættumatsverkefnum vegna náttúruvár og loftslagsbreytinga auk aðlögunaraðgerða,“ segir í skýrslu starfshópsins sem kynnt var í Hörpu í dag.

FjárþörfEf horft er til ákveðinna þátta er hægt að áætla gróflega fjárþörf hvers málaflokks með tilliti til þriggja þátta; mannauðs, reksturs og fjárfestingar í meðal annars tækjum, búnaði og aðstöðu.

Áskoranir sem hópurinn kynnti eru yfir 20 talsins og tæplega 60 meginverkefni tengjast þeim. „Erfitt er að forgangsraða þeim þar sem þau eru öll mikilvæg,“ en hópurinn leggur til að lögð verði fram stefna um náttúruvá á Íslandi sem muni fela í sér skýra forgangsröðun verkefna sem væri þá undirstaða fyrir stjórnvöld til að ákvaða fjárheimildir til þeirra. 

Framkvæmd verkefna óásættanleg

Þar segir einnig að þrátt fyrir að hlutverkaskipting opinberra stofnana og sveitarfélaga varðandi náttúruvá liggi fyrir með viðeigandi fjármögnun hafi skort á það að hægt sé að framkvæma verkefni og að framvinda þeirra sé með „ásættanlegum hætti“.

Víða þurfi að huga að endurnýjun á búnaði og styrkja mælikerfi til þess að koma til móts við kröfur um ásættanlega vöktun á náttúruvá. „Þetta á til dæmis við um vatns- og sjávarflóð, ofanflóð og úrkomumælingar.“ Einnig er tekið fram að þrátt fyrir að fjöldi mæla sé umtalsverður séu enn „gloppur í kerfinu sem fylla þarf í til að það verði af þeim gæðum sem talið er ásættanlegt og í samræmi við það sem er gert í löndunum sem við berum okkur saman við. Ekki er nóg að byggja upp mælakerfi heldur þarf að tryggja eðlilega endurnýjun og rekstur þess til ókominnar framtíðar.“

„Miðað við núverandi fyrirkomulag mun það taka mörg ár að koma á dagskrá og ljúka nauðsynlegum hættumatsverkefnum vegna náttúruvár.“

Þá er bent á mikilvægi þess að það sé til sambærileg löggjöf og til eru um ofanflóð um hættumat, varnir og viðbrögð vegna annarrar náttúruvár og að koma því í kring að stofnanir geti ráðið við aukin verkefni. 

Nauðsynlegt að endurskoða hættumat vegna ofanflóða

Þrátt fyrir að til sé löggjöf um ofanflóð, hættumat vegna þeirra, varnir og viðbrögð segir í skýrslunni að nauðsynlegt sé að endurskoða hættumat þar sem varnarvirki hafa verið reist. Ofanflóð samkvæmt skýrslunni, ásamt ofsaveðri, er sú náttúruvá sem veldur mestu tjóni og mannskaða á Íslandi og þá er tiltekið að frá aldamótunum 1900 hafi 171 látist í snjóflóðum. Auk þess sé eldgosahættumat „langt frá því að vera lokið“ og gerð hættumats vegna vatns- og sjávarflóða „stutt á veg komin.“ Og svo er bætt við: „auk þess sem skortur á sérhæfðu starfsfólki og fjármagni spilar stóra rullu hér.“

Sérstaklega er tekið fram að skortur á sérhæfðu starfsfólki sé „ógn við starfsemi stofnana sem tengjast náttúruvá.“ Störfin séu afar sérhæfð og samkeppni um sérhæft starfsfólk mikil auk þess sem stór hluti þeirra sem hafa slíka þekkingu sé að komast á eftirlaunaaldur. Það þurfi að auka þekkingu og mannauð á þeim stofnunum sem sinna miðlun í náttúruvá, það þurfi að tryggja til þess nægan fjölda sérfræðinga og svo er sérstaklega tekið fram að auka þurfi getu stofnana til að miðla upplýsingum á nokkrum tungumálum. 

„Þetta er veikleiki sem Veðurstofan hefur bent á, meðal annars til þjóðaröryggisráðs.“

Þá unnu fáir framhalds- og nýdoktorsnemar að verkefnum tengdum náttúruvá síðasta áratuginn auk þess sem ekkert þeirra fáu verkefna sem þó voru fjölluðu um ofanflóð, þá náttúruvá sem veldur mestu tjóni og mannskaða. Þrátt fyrir að ofanflóðahættumat hafi verið unnið fyrir nánast alla þéttbýlisstaði landsins sem búa við ofanflóðahættu er samkvæmt hópnum „verkefninu langt frá því lokið“. Framkvæmdir við varnir vegna ofanflóða eða uppkaupa húseigna hefur átt sér stað á 15 þéttbýlisstöðum en er aðeins lokið á 6 þeirra. 

Ekkert hættumat til vegna jarðskjálfta

Í skýrslunni segir að þrátt fyrir að Ísland búi við mikla jarðskjálftavá hefur ekkert hættumat verið unnið vegna jarðskjálfta og engar áætlanir til vegna þeirra. „Þetta er veikleiki sem Veðurstofan hefur bent á, meðal annars til þjóðaröryggisráðs.“ Sem dæmi um tjón af völdum jarðskjálfta á Íslandi má nefna að heildartjón vegna Suðurlandsskjálftans, sem varð árið 2008, er metið á rétt tæplega 21 milljarð á núvirði. Tjónstaðir vegna tjóns á húseignum voru til dæmis rúmlega fjögur þúsund. 

Þegar dregin er saman staðan varðandi gerð hættu- og áhættumats vegna náttúruvár hér á landi og hún skoðuð í samanburði við Norðurlöndin kemur fram að við „stöndum höllum fæti.“ Hin Norðurlöndin hafi unnið samkvæmt flóðatilskipun ESB óháð því hvort hún hafi verið innleidd í viðkomandi ríki eða ekki. Vöktun, rannsókn og hættumat á gróðureldum, jarðskjálftum, hafís, ofsaveðri og fjölþátta ógnum hafa ekki verið fjármagnaðar.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Vanefndir og riftanir í tveimur leikskólaverkefnum sama verktaka
4
Fréttir

Vanefnd­ir og rift­an­ir í tveim­ur leik­skóla­verk­efn­um sama verk­taka

Und­ir­verk­tak­ar sem kom­ið hafa að leik­skó­la­upp­bygg­ingu í Reykja­nes­bæ og Hvera­gerði sitja eft­ir með sárt enn­ið vegna vanefnda verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Hrafn­hóls. Ein­inga­hús­næði sem fé­lag­ið hef­ur flutt inn er­lend­is frá hef­ur bók­staf­lega ekki hald­ið vatni. Á báð­um stöð­um hef­ur samn­ingi um upp­bygg­ing­una ver­ið rift.
Sigríður segir orð Áslaugar til marks um skriffinnskublæti
6
Fréttir

Sig­ríð­ur seg­ir orð Áslaug­ar til marks um skriffinnsku­blæti

Sig­ríð­ur Á. And­er­sen, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, gagn­rýn­ir Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, for­manns­efni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fyr­ir að segja Flokk fólks­ins ekki vera stjórn­mála­flokk. „Að halda því fram að flokk­ur sem sit­ur á Al­þingi sé ekki „stjórn­mála­flokk­ur“ af því að eyðu­blaði hef­ur ekki ver­ið skil­að til rík­is­ins lýs­ir miklu blæti til skriffinnsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár